Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 26
19. JÚNÍ TÍMARIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS 61. ÁRGANGUR
RITNEFND 19. JÚNÍ KANNAÐI VIÐHORF FORSETAFRAMBJÓÐENDA TIL FEMÍNISMA
OG ALLIR VORU ÞEIR SPURÐIR SÖMU SPURNINGARINNAR: ERT ÞÚ FEMÍNISTI?
VERÐUR FORSETINN
Já, ég er femínisti. Bæði er ég femínisti og jafnframt kona sem
þorir, getur og vill taka þátt í að hafa áhrif á samfélagið. Ég
skilgreini femínisma þannig að það er karl eða kona sem áttar
sig á að við búum ekki við jafnrétti kynjanna og að það þurfi
að gera eitthvað við því (þrátt fyrir að við hér á Íslandi séum
lengra komin en víða annars staðar). Til þess geta verið ótal
mismunandi leiðir, en aðalatriðið er að átta sig á þörfinni og
hafa viljann.
Ég tel að menn leggi almennt ólíkan skilning í hugtakið femínisti.
Ef átt er við að femínisti haldi í heiðri jafnrétti karla og kvenna
á öllum sviðum samfélagsins og í persónulegum samskiptum þá
get ég svarað játandi spurningu um hvort ég sé femínisti.
Ég er upptekinn af jafnrétti á öllum vígstöðvum, þar á meðal
jafnrétti kynja. Hins vegar tel ég mig ekki mann öfga á nokkurn
hátt. Ef femínismi er skilgreindur sem öfga stefna þá er ég
ekki femínisti. Ef femínismi er skilgreindur sem hug mynda-
fræði sem vinnur að jöfnuði milli kynja þá er ég femínisti.
Ég hef ætíð verið eindreginn jafnréttissinni og stutt jafn réttis-
baráttu kvenna frá því ég hóf þátttöku í þjóðmálum. Femínisti
er hins vegar hugmyndafræðilegt hugtak sem hefur mismunandi
merkingar eftir því hver beitir því. Ég hef á marg víslegan hátt
lagt jafnréttisbaráttunni lið með þátttöku í viðburðum og áföngum
í baráttunni. Þegar ég var ungur fræði maður að hefja kennslu
í þjóðfélagsvísindum við Háskóla Íslands settum við jafnrétti á
efnisskrá námsins. Ég stjórnaði síðan fyrstu rannsókninni á jafn-
rétti kynjanna sem gerð var á Íslandi í kjölfar þingsályktunar
sem Alþingi hafði samþykkt en nemandi minn Guðrún Sigríður
Vilhjálmsdóttir vann að rannsókninni. Síðan annaðist ég ritstjórn
rann sóknarinnar þegar hún kom út í bókinni Jafnrétti kynjanna.
Já, ég er femínisti. Sumir vilja frekar nota orðið jafnréttis sinni,
en fyrir mér er femínismi einfaldlega lífsskoðun þeirra sem telja
að fullt jafnrétti eigi að ríkja á milli karla og kvenna, að því mark-
miði hafi ekki enn verið náð - og vilja gera eitthvað í því. Við
verðum stöðugt að berjast fyrir jafnrétti og vera á varðbergi
svo við glötum ekki því sem þegar hefur áunnist. Við maðurinn
minn deilum þessari lífssýn og ölum bæði son okkar og dætur
upp samkvæmt því.
Já, ég er femínisti af því að ég hef gert mér grein fyrir því nokkuð
lengi að jafnréttisbaráttunni miðar ekkert áfram nema við sýnum
hugrekki og vekjum stöðugt athygli á óréttlætinu sem því miður
bitnar mun meir á konum.
Netmiðillinn Knúz.is var stofnaður í lok
síðasta sumars í kjölfar skyndilegs
fráfalls Gunnars Hrafns Hrafnbjargar-
sonar þann 4. ágúst 2011.
Gunnar Hrafn var aðeins 35 ára gamall
þegar hann lést og hafði verið liðtækur
í jafnréttisbaráttunni. Hann hélt meðal
annars úti bloggsíðu hliðarsjálfsins
Sigurbjörns femínista þar sem hann
gagnrýndi samfélagið á femíniskum
forsendum. Þegar hávær rödd Gunnars
Hrafns þagnaði tóku félagar hans sig
saman og stofnuðu Knúz.is. Vefurinn
var bæði stofnaður með það fyrir augum
að fylla í skarðið sem Gunnar Hrafn
skildi eftir sig í jafnréttisumræðunni
auk þess sem hópurinn var sammála
um að þörfin fyrir óháðan femíniskan
netmiðil væri mikil. Nafnið Knúz kom
til vegna þess að orðið var í miklu uppá-
ANDREA J.
ÓLAFSDÓTTIR
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
HANNES
BJARNASON
ÓLAFUR RAGNAR
GRÍMSSON
ÞÓRA
ARNÓRSDÓTTIR
HERDÍS
ÞORGEIRSDÓTTIR
haldi hjá Gunnari Hrafni og skömmu
fyrir fráfall sitt sagði hann: „Alnetið
þarf knúz miklu oftar. Annars breytist
það í vígvöll.“
Fjölbreyttur hópur fólks stendur á
bak við vefinn og eiga greinarnar sem
þar birtast það eitt sameiginlegt að vera
skrifað ar á femíniskum forsendum.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, bókmennta -
fræðingur og einn af stofn félögum Knúz.is,
segir skort á umræðu um jafn réttismál
hafi verið áhyggjuefni. „Okkur blöskraði
satt að segja hversu lítið var skrifað um
jafnréttismál á netmiðlunum en mikið
af alls konar froðu og langaði, í anda
vinar okkar, að bæta úr því. Til þess að
halda hinum femíniska neista á lífi og
til þess að ekki komi þreyta í samstarf
okkar, þá skiptum við um ritstjórn reglu-
lega og það kemur í hennar hlut að afla
efnis. Fyrst um sinn vorum við stórhuga
og frumbirtum eina grein á dag, en öll
erum við í fullri vinnu og ekkert okkar
þiggur laun fyrir greinaskrif, þannig að
við höfum eilítið fækkað birtingum, án
þess að slá af kröfum um efnið. Vefurinn
er innan við tíu mánaða gamall, en nú
þegar hafa birst á honum um 200 greinar
eftir fimmtíu höfunda af báðum kynjum,
á öllum aldri og um hið fjölbreytilegasta
efni. Baráttukrafturinn er hvergi nærri
þrotinn og áfram mun Knúz vera vin
femínista í eyðimörk netmiðlanna.“
„ALNETIÐ ÞARF KNÚZ“
Ljósmynd: Ómar Óskarsson.
Ljósmynd: Arnold Björnsson.
Ljósmynd: Eygló Árnadóttir.
Ljósmynd: Hermann Sigurðsson.
Ljósmynd: Eygló Árnadóttir.
Ljósmynd: Salbjörg Ríta Jónsdóttir.
FEMÍ ISTI?