Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 16
16 19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþing- is. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirrit- aði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarn- héðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslend- ingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitísk- an þroska. Sennilega var hin raun- verulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldurs- ákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga held- ur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heims- styrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bíta Um aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karl- ar höfðu nánast algjöran yfirráða- rétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glím- an við hefðirnar, kyngervin, verka- skiptinguna, launamisréttið, íhalds- semina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttis- baráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reyn- ir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðis- mál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betri Góður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnun- arstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyr- issjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórn- ina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynja- hlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viður- eignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evr- ópusambandsins er hann að meðal- tali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynntur Það er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafn- launastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en mark- miðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafn- rétti kynjanna samkvæmt mæli- kvörðum Alþjóðaefnahagsráðs- ins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrir- myndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlát- ara og betra. Réttlátara og betra samfélag Merkilegt er hvað forsetaefn-in virðast líta valdheimild- ir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálf- an grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskip- uninni. Leppshlutverkin Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera sem minnstar breytingar á full- veldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum ein- veldisins árið 1849. Í stað konungs kom þjóðkjörinn forseti. Að öðru leyti endurspeglaði stjórnarskáin ekki almennilega þá stjórnkerfis- breytingu sem orðið hafði við hæg- fara umskipti frá einveldi til full- trúalýðræðis. Þjóðhöfðinginn var áfram sagð- ur fara með ýmsar stjórnarathafn- ir sem í raun höfðu verið færðar til ráðherra. Þaðan kemur sú arf- leifð að forseti er sagður fara með ýmis völd sem í raun voru farin frá honum; svo sem að skipa ráðherra, ákveða tölu þeirra og skipta með þeim verkum (15. gr.), veita emb- ætti (20. gr.), leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra sam- þykkta (25. gr.), gefa út bráða- birgðalög (28. gr.), gera þjóðrétt- arsamninga við önnur ríki (21. gr.), fella niður saksókn vegna afbrota, náða menn og veita upp- gjöf saka (29. gr.) auk þess að veita undanþágur frá lögum samkvæmt reglum sem farið hefur verið eftir hingað til (30. gr.). Stjórnarskrá- in færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að for- seti sé ábyrgðarlaus af stjórnarat- höfnum (11. gr.) og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt (13. gr.) enda öðlast löggjafarmál og stjórnarerindi fyrst gildi þegar ráðherra undirritar þau með for- seta (19. gr.). Stjórnarskráin okkar er því óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Öðru máli gegnir hins vegar um 26. greinina sem er ein fárra sem Íslendingar settu sér sjálfir við lýðveldistökuna en sam- kvæmt henni getur forseti ákveð- ið að synja lögum staðfestingar án þess að atbeini ráðherra komi til, eðli málsins samkvæmt. Þingræðislýðveldi Lengst af lýðveldistímanum hafa menn litið svo á að forseti geti ekki virkjað framangreind lepps- hlutverk sem fólust í valdatilfærsl- unni frá arfakonungi til þingbund- innar ríkisstjórnar. En nú virðist það allt komið á flot og sum for- setaefnanna gæla við þá hugmynd að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi og jafnvel rofið þing að eigin frumkvæði. En slíkt myndi vitaskuld stefna stjórnskipan landsins í uppnám. Fram er komin sú kenning að hér sé ekki hefð- bundið þingræði heldur einhvers konar hálf-forsetaræði. Hugtakið hálf-forsetaræði (stundum þýtt forsetaþingræði) kemur frá stjórn- málafræðingnum Maurice Duver- ger og var notað til að lýsa franska stjórnkerfinu. Í samanburði á sjö Evrópuríkjum komst Duverger að þeirri niðurstöðu að lagalega væri forseti Íslands einn sá valdamesti en að í raun væri hann samt sem áður sá valdaminnsti. Öfugt við það sem þekkist hér á landi er franski forsetinn helsti stjórnmálaleiðtogi landsins en deilir ríkisforystunni með forsæt- isráðherra. Vandi slíkra kerfa er einkum óstöðugleiki, óljós ábyrgð og stjórnmálin eiga það til að lam- ast í gagnkvæmum ásökunum á milli þátta hins klofna fram- kvæmdavalds. Ríki sem búa við hálf-forsetaræði/forsetaþingræði eru til að mynda Litháen, Haítí, Palestína, Kína, Sri-Lanka, Alsír og Finnland fram að stjórnar- skrárbreytingunni árið 2000. Íslenska stjórnkerfið er í grund- vallaratriðum ólíkt slíkum ríkj- um. Eins og fram kemur í fyrstu grein lýðveldisstjórnarskrárinn- ar er Ísland lýðveldi með þing- bundinni stjórn, svokallað þing- ræðislýðveldi (e. parliamentary republic eða parliamentary con- stitutional republic), eins og á við um fleiri ríki sem brutust undan konungsveldum á öldum lýðræðis- bylgjunnar miklu. Í þingræðislýð- veldum fer fjölskipuð ríkisstjórn með framkvæmdarvaldið í umboði þings en forseti gegnir áfram hlut- verki þjóðhöfðingja en er þó ekki eiginlegur hluti af hinu daglega pólitíska valdi. Valdsvið forseta Íslands Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kettlingar. Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem eiga í engin hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verður hungrið hræðslunni yfirsterkara. Í Kattholti er mikill fjöldi óskila- katta og í ljósi ástandsins þar nú sér stjórn Kattavinafélags Íslands sig tilneydda að hvetja katta- eigendur að láta gelda högna og taka læður úr sambandi. Þær kett- lingafullu læður, litlir kettlingar og kisur á ýmsum aldri sem búa nú í Kattholti sýna aðeins eitt: Ábyrgðarleysi kattaeigenda. Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur um allt land til að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött og láta taka þá úr sam- bandi um leið og þeir komast á réttan aldur. Aðeins þannig getum við stemmt stigu við offjölgun katta. Ófrjósemisaðgerð er varan- leg lausn og fær kisi að fara sam- dægurs heim og er fljótur að ná góðri heilsu. Útigangskettir lifa við harð- an kost, hungraðir, veikir, kaldir og hraktir og eiga ömurlega ævi. Rekstur Kattholts er mjög erfiður og reynir þessi gríðarlega offjölg- un katta mjög á starfsfólk og starf- semi Kattholts sem er líknarfélag, rekið af félagsgjöldum og með hjálp fyrirtækja sem færa kisun- um mat. Algengt viðhorf fólks er að halda að læða þurfi endilega að eignast kettlinga. Það er mikill misskiln- ingur. Kostir við geldingu og ófrjó- semisaðgerðir eru að bæði læður og högnar verða góðir einstak- lingar, heimakærir, blíðir, hrein- látir og lenda síður í slagsmálum og á flakki. Kattaeigendur! Tökum hönd- um saman og breytum ástandinu til betri vegar, sýnum ábyrgð og dýravernd. Það er allra hagur, ekki síst kattanna. Áríðandi tilmæli Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosn- ingarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörk- unum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði for- seti Íslands undir Mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næst- um 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almanna- þjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undan- farna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakann- anir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjun- um en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamun- urinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launa- greiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka fé Hvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreið- andinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leið- rétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hníf- urinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðra- lags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síð- astliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórn- endur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórn- valda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórn- valda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörð- um. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þess- um sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum. Til hamingju með daginn Jafnrétti Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Jafnrétti Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu Dýravernd Anna Kristine Magnúsdóttir formaður Kattavinafélags Íslands Forsetaembættið Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 01 84 6 /1 2 Gildir til 15. júlí. Lægra verð í Lyfju 20% afsláttur af allri Corega línunni Nýtt Corega Neutral Taste Frábær festa allan daginn, bragðlaus svo að þú njótir matarins án truflunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.