Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 14
14 19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR
F
urðulegt hefur verið að fylgjast með umræðum innan
íþróttahreyfingarinnar undanfarna daga um flengingar
sem einhvers konar hópefli og „busavígslu“ í íþróttaliðum.
Málið komst í hámæli eftir að nýliði í landsliðinu í hand-
bolta sagðist gera ráð fyrir að verða flengdur eftir fyrsta
landsleikinn sinn og að það væri guðsþakkarvert að ein af hand-
boltahetjunum okkar væri hætt
í liðinu, af því að viðkomandi
kempa væri svo harðhent.
Í framhaldinu sagði Ómar
Ragnarsson fréttamaður frá
því á bloggsíðunni sinni að hann
vissi dæmi svipaðra flenginga í
yngri flokkum íþróttafélaga, þar
sem menn kæmu heim, jafnvel
flengdir til blóðs, og gætu varla setið eða legið eftir meðferðina.
Ómar krafðist rannsóknar á málinu innan íþróttahreyfingarinnar.
Fyrstu viðbrögð forsvarsmanna ÍSÍ voru að draga í efa að svona
væri í pottinn búið. Fljótlega voru hins vegar dregin fram dæmi í
fjölmiðlum, þar á meðal hér í Fréttablaðinu, þar sem nafngreint
íþróttafólk segir frá slíkum flengingum, meðal annars á fjórtán og
fimmtán ára unglingum sem voru að byrja að spila með meistara-
flokki.
Sumum finnst flengingarnar fullkomlega eðlilegar. „Þetta er bara
hefð og menn hafa ekki slasast að því ég best veit,“ sagði Einar
Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins, hér
í blaðinu.
Öðrum finnst málefnið fyndið og skemmtilegt. Þannig sagði
leikmaður með meistaraflokki kvenna hjá ÍBV í samtali við Frétta-
blaðið að það væri „gaman að þessu“ og ætti kannski að endurvekja
flengingahefð sem hefði lagzt af þar á bæ. „„Kjúllarnir“ hafa aldrei
fundið fyrir því að vera nýliðar. Þær eru bara hluti af eldri hópnum
og kannski ágætt að þær finni fyrir því að þær séu yngri og að spila
fyrstu leikina í meistaraflokki,“ sagði leikmaðurinn. Með öðrum
orðum finnst henni sjálfsagt og eðlilegt að niðurlægja fólk sem
hefur náð þeim árangri í íþrótt sinni að fá að spila með meistara-
flokki.
Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar
gegn einelti, setti þennan bavíanahátt í rétt ljós í samtali við Frétta-
blaðið á föstudag. Hann sagðist vita til þess að börn hefðu hætt í
íþróttum vegna ótta við flengingarnar. „Þetta er alveg eins og hvert
annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana.
Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið,“
sagði Þorlákur.
Hann bendir sömuleiðis á það hversu ömurlegar fyrirmyndir
„strákarnir okkar“ eru þegar þeir taka þátt í þessu niðurlægjandi
og ofbeldisfulla athæfi og hafa það svo í flimtingum: „Þarna eru
fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera
gantast eitthvað með svona.“
ÍSÍ hefur nú tekið á sig rögg, ætlar að kanna hversu útbreiddar
flengingarnar eru og taka svo fyrir þær. Það er rétt afstaða. Það
á að sjálfsögðu að taka við nýliðum í íþróttaliðum af virðingu og
væntumþykju, en ekki með heimskulegu ofbeldi og niðurlægingu.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Kvenréttindadagurinn er greyptur í sögu jafnréttis kynjanna og mann-
réttinda hér á landi. Sjaldan eða aldrei
sem í dag getum við fagnað jafn stórum
áföngum á jafn stuttum tíma. Í dag þökk-
um við líka fyrir baráttu undangenginna
kynslóða og ríka getu íslenskra kvenna
til samstöðu og samvinnu um að stefna
enn hærra. Við fögnum því að hafa þrjú
ár í röð skipað efsta sætið á lista Alþjóða-
efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála
á heimsvísu og ætlum að halda þessu for-
ystusæti með því að sækja stöðugt fram.
Í fyrsta skipti í Íslandssögunni eru
konur í meirihluta æðstu embætta stjórn-
sýslunnar. Af níu ráðherrum eru fimm
konur, af tíu ráðuneytisstjórum eru fimm
konur. Í fyrsta skipti hafa konur náð hinu
40% nú lögbundna lágmarki í nefndum
og ráðum Stjórnarráðsins. Kynjakvót-
inn sem núverandi stjórnarmeirihluti
innleiddi hefur þegar leitt til fjölgunar
kvenna í stjórnum lífeyrissjóða og fyrir-
tækja en hann kemst að fullu til fram-
kvæmda 2013. Hert barátta gegn kyn-
bundnu ofbeldi dylst engum, svo sem
lögleiðing austurrísku leiðarinnar, bann
við kaupum á vændi, aðgerðaáætlun gegn
mansali og ný aðgerðaáætlun gegn kyn-
bundnu ofbeldi sem er í smíðum.
Vert er að minna á nýja greiningu
Þjóðmálastofnunar á þróun launamun-
ar kynjanna fyrir hrun annars vegar og
í tíð þessarar ríkisstjórnar hins vegar.
Greiningin byggir á gögnum Hagstofunn-
ar og sýnir minnkandi mun, úr 30-35% í
13-20%, eftir því við hvaða launahugtak
er miðað.
En þessi árangur nægir mér ekki, ekki
núverandi ríkisstjórn og ekki konum
þessa lands. Launajafnrétti kynjanna
er það svið jafnréttisbaráttunnar þar
sem stöðugt þarf að sækja fram, móta
einarðan pólitískan vilja og finna ný og
beittari verkfæri til að hrinda honum í
framkvæmd. Í dag verður kynnt frum-
varp að staðli um launajafnrétti kynja.
Með honum hafa aðilar vinnumarkaðar-
ins í samvinnu við stjórnvöld og Staðlaráð
unnið algert frumkvöðla- og brautryðj-
endastarf. Ég bind miklar vonir við að
atvinnulífið allt taki honum fagnandi og
nýti þá möguleika sem hann skapar til að
ná enn frekari árangri í baráttunni gegn
launamisrétti kynjanna.
Til hamingju með daginn!
Nýir sigrar jafnréttisbaráttunnar
Jafnrétti
Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
Óvænt úrslit?
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, vísaði í gær til
Ólafs Ragnars Grímssonar sem þess
forsetaframbjóðanda sem líkleg-
astur væri til sigurs í sumar. Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
hafði þetta að segja um málið: „Við
formann Sjálfstæðisflokksins vil ég
segja að bæði dæmið af honum
sjálfum og dæmið af Grikk-
landi í gær sýnir að menn eiga
aldrei að gefa sér niðurstöðu
kosninga fyrir fram.“ Er Össur
með þessu að segja að
formannskosningarnar
í Sjálfstæðisflokknum,
sem Bjarni vann með
tæpum 60% atkvæða, hafi verið jafn
tvísýnar og í Grikklandi um helgina?
Dómur um það sem koma
skal
Fjölmargir þingmenn kváðu sér
hljóðs í upphafi þingfundar í gær um
fundarstjórn forseta, Ástu Ragnheiðar
Jóhannesdóttur. Henni virtist nóg um
og kynnti einn þingmann í pontu
á þann veg að hann ætlaði að
taka til máls „um fundarstjórn
forseta sem varla er hafin“.
Allt vont kemur frá
ESB
Rétttrúnaður er yfir-
leitt hvimleiður því
honum fylgir oft og tíðum sá leiði
fylgifiskur að allt er skýrt út frá fyrir-
framgefinni forsendu. Þannig virðist
Ragnar Arnalds búinn að gefa sér
að allt illt í heimi hér eigi uppruna
sinn hjá Evrópusambandinu. Hann
rekur vefsíðuna Vinstrivaktin gegn
ESB og skrifar þar um að
ESB hafi tekist að láta
leiðrétta kosningaúr-
slit í Grikklandi.
Þar skipta stað-
reyndir Ragnar litlu,
til dæmis það að
stjórnarkreppa var í
landinu og því þurfti að
kjósa á ný.
kolbeinn@frettabladid.is
damage remedy™ daily hair repair.
þú finnur fleiri sölustaði á aveda.is
Fæst hjá Aveda í Kringlunni.
AÐ LAGA SKEMMT HÁR
NÁTTÚRULEG LEIÐ TIL
a
Landsliðsmenn í handbolta flengja félagana:
Vondu fyrir-
myndirnar okkar