Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 8
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR8
Hannes Bjarna-
son forsetafram-
bjóðandi heimsótti
Landspítalann
á dögunum og
kynnti framboð
sitt til forsetaemb-
ættisins.
Hannes segir persónu forset-
ans skipta jafn miklu máli og
málefnin. Íslendingar eigi að
kjósa þann frambjóðanda sem
það vill sjá í forsetastóli næstu
fjögur árin.
„Þetta eru fyrstu kosningarn-
ar eftir hrun og hingað til hafa
kosningarnar aðallega snúist um
það hvort eigi að halda Ólafi eða
ekki. Það er fáránleg umræða í
sjálfu sér. Það er enginn að tala
um það hvernig forseta hann
vill.“
Hannes sagði mörgum hafa í
fyrstu fundist framboðið fárán-
leg hugmynd, aðra hafa spurt sig
um tilgang framboðsins, og hvort
hann hafi hugsað sér að „koma
hingað á hvítum hesti og ætla að
bjarga Íslandi“.
En það er þráin að láta gott af
sér leiða sem fékk Hannes til að
snúa aftur til landsins.
„Ég býð mig til embættis for-
seta Íslands af því að síðan fyrir
hrun hef ég fylgst vel með þjóð-
félagsumræðunni á Íslandi. Eftir
hrun varð ég alveg viðþolslaus
og fannst ég verða að gera eitt-
hvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef
mikla trú á Íslandi.
Með bakgrunn í þessu, ákvað
ég að bjóða mig fram. Ég veit
ósköp vel að hverju ég geng, en
ég hef alltaf trúað því að ef ég
myndi ná að hreyfa við fólki þá
ætti ég kannski möguleika.“
Hannes sagði marga hafa haft
neikvætt álit á framboði sínu
til að byrja með en það álit hafi
breyst.
„Þetta hefur verið svolítið und-
arleg upplifun. Þegar fólk upp-
götvar allt í einu að þessi maður
er ekkert ruglaður og að kannski
sé hann enginn jólasveinn eftir
allt. Núna eruð þið búin að sjá
mig og vitið að ég er bara ósköp
venjulegur maður.“
Hannes lagði áherslu á að
menn þyrftu ekki að vera þekktir
í íslensku samfélagi til að vinna
gott starf fyrir landið.
„Ég vil ekki þannig samfélag
að þeir sem vilja vinna í þágu
þjóðarinnar þurfi að vera þekktir
í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í
blöðin endalaust. Ég vil ekki búa
börnunum mínum þannig samfé-
lag.“ katrin@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?
BYGGÐAMÁL Stjórn Sambands sveit-
arfélaga á Austurlandi fordæmir
nýlegar lokanir útibúa Landsbank-
ans á Austurlandi í nýrri bókun.
Í bókuninni segir að til lengri
tíma litið sé vandséð að hagræði
fyrir bankann felist í lokun útibú-
anna. Þá geti ákvörðunin skapað
mikið óhagræði fyrir viðskipta-
vini hans á svæðinu auk þess sem
hún stangist á við yfirlýsta stefnu
stjórnvalda, eiganda bankans, um
að verkefni, störf og þjónusta verði
efld í nærumhverfinu. Loks kemur
fram í bókuninni að það sé lág-
markskrafa að haft sé samráð við
hlutaðeigandi aðila þegar ákvarð-
anir eru teknar sem varða skert
lífsgæði íbúa á tilteknu svæði.
- mþl
Sveitarfélög á Austurlandi:
Fordæma lok-
un útibúa
REYÐARFJÖRÐUR Útibú Landsbankans
á Eskifirði og Fáskrúðsfirði voru meðal
þeirra sem lokað var nýverið. Íbúar þar
þurfa nú að sækja sér þjónustu útibúsins
á Reyðarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMFÉLAGSMÁL Þrettán lið hjól-
reiðakappa munu næstu daga
hjóla hringinn í kringum landið
í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni
WOW Cyclothon. Liðin eru að
safna áheitum vegna hjólreið-
anna sem munu renna óskipt til
áheitaverkefnis Barnaheilla sem
nefnist „Hreyfing og líkamlegt
heilbrigði barna“.
Liðin þrettán munu hjóla alls
1.332 kílómetra á fjórum dögum
eftir boðsveitarformi en fjórir
eru í hverju liði. Liðin munu safn-
ast saman við Hörpu í kvöld og
hjóla í lögreglufylgd að Ártúns-
brekku klukkan 19.00 þar sem
keppnin hefst. Hægt er að heita
á liðin á áheitavef Barnaheilla,
www.heillakedjan.is/wow, en
þegar hafa um 800.000 krónur
safnast.
- mþl
Þrettán lið hjóla hringinn:
Hjóla til styrktar
Barnaheillum
Innbrot í Reykjanesbæ
Brotist var inn í fyrirtæki í Reykja-
nesbæ aðfaranótt sunnudags og
þaðan stolið verðmætri Apple-tölvu.
Rúða hafði verið brotin og öryggiskerfi
fór í gang og var þá hringt eftir aðstoð
lögreglu sem rannsakar nú málið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
1. Hvar eru bíladagar haldnir?
2. Hvaða númer er á landslið-
streyju Margrétar Láru Viðars-
dóttur?
3. Hvar verður næsta heimsmeist-
aramót í handknattleik haldið?
SVÖR
1. Akureyri 2. 9 3. Á Spáni.
Nú vitið þið að ég er
enginn jólasveinn
Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann
segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jóla-
sveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig.
HEIMSÓTTI LANDSPÍTALANN Hannes segir mikilvægt að Íslendingar kjósi þá persónu
sem þeir vilji sjá á Bessastöðum næstu fjögur árin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN