Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 19. júní 2012 23 „Við viljum eiga saman ánægju- lega kvöldstund og styrkja hann Davíð okkar í leiðinni,“ segir stór- söngvarinn Björgvin Halldórsson, einn aðstandenda styrktartónleika fyrir Davíð Örn Arnarsson sem berst við krabbamein í hálsi. Margt af vinsælasta tónlistar- fólki landsins mun stíga á svið á tónleikunum og segir Björgvin sífellt bætast á listann. Meðal þeirra sem þegar eru staðfestir eru Bubbi Morthens, Sálin hans Jóns míns, Brimkló, Krummi, Jón Jónsson, KK og auðvitað Bó sjálf- ur. Davíð Örn er 31 árs gamall. Hann var greindur með krabba- mein árið 2008 og hefur att harða baráttu við það síðan. Hann er sonur þeirra Arnars Sigurbjörns- sonar og Sigrúnar Sverrisdóttur, en Arnar var gítarleikari í hljóm- sveitunum Brimkló, Flowers og Ævintýri. „Þar er tengingin við marga af þessum frábæru aðilum sem að tónleikunum koma. Ég er til dæmis búinn að þekkja Davíð frá því hann var barn,“ segir Björgvin. Allir sem að tónleik- unum koma gera það ókeypis svo ágóði tónleikanna rennur óskert- ur til styrktar Davíð og fjölskyldu hans, en hann er kvæntur með eina dóttur og eina stjúpdóttur. Tónleikarnir verða klukkan 21 næstkomandi fimmtudagskvöld í Austurbæ og er miðasala í fullum gangi á midi.is. „Það er mikill gangur í miðasölunni og við búumst við fullu húsi á fimmtudaginn. Ég hvet fólk því til að tryggja sér miða áður en það verður of seint, því það verða bara þess- ir einu tónleikar,“ segir Björgvin. - trs Stór nöfn á styrktartónleikum TAKA ÞÁTT Eilífðartöffararnir í Sálinni hans Jóns míns láta ekki sitt eftir liggja og stíga á svið. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 19. júní 2012 ➜ Tónlist 20.00 Þýski spunatónlistarmaðurinn Christoph Schiller, Ríkharður Friðriksson og fleiri meðlimir S.L.Á.T.U.R. sam- takanna taka þátt í spunakenndu verki tengdu sýningunni Volumes of Sound í Nýlistasafninu. 21.00 Tríó saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar kemur fram á jazz- tónleikaröð KEX Hostels, Skúlagötu 28. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Ómar Einars heldur tónleika á Café Rosenberg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Ný þjónusta Við bjóðum vaxtagreiðsluþak yfir höfuðið Vaxtabreytingar geta valdið sveiflum í greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána. Vaxtagreiðsluþak Íslandsbanka veitir skjól ef vextir hækka. Þá jafnast greiðslubyrðin en það sem fer upp fyrir þakið bætist við höfuð stól og dreifist á lánstímann. Kostir vaxtagreiðsluþaks · Léttir greiðslubyrði ef vextir hækka · Dregur úr óvissu og veitir öryggi · Lánstími lengist ekki · Óverðtryggð lán geta hraðað eignamyndun Ókostir vaxtagreiðsluþaks · Hluta vaxtagreiðslunnar er frestað · Höfuðstóll hækkar ef vextir lánsins eru umfram vaxtagreiðsluþakið · Hærri höfuðstóll hækkar heildarvaxtakostnað lánsins Allar upplýsingar er að finna á www.islandsbanki.is Íslandsbanki hvetur alla til að kynna sér nánar skilmála vaxtagreiðsluþaksins og þær tegundir lána sem í boði eru og taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason hlaut þann 16. júní síð- astliðinn verðlaun úr Minningar- sjóði Kristjáns Eldjárns gítarleik- ara. Verðlaunaféð nemur einni milljón króna. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunum er úthlutað úr minningarsjóðnum. Ari Bragi, sem er fæddur 9. febrúar 1989, útskrifaðist af klassískri braut Tónlistarskóla FÍH 2007 og af jazz- og rokkbraut 2008. Frá hausti 2008 hefur hann stundað nám við The New School of Jazz and Contemporary Music í New York. Ari Bragi hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Má þar nefna afreksverðlaunin Maddy Award frá Interlochen- skólanum í Michigan 2006 og námsstyrk frá Minningarsjóði Árna Scheving sem hann hlaut 2008. Hann var valinn fyrirliði norrænnar ungdjasskeppni 2007 til 2010 og árið 2011 hlaut hann íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum „bjartasta vonin“. Hlaut millj- ón í verðlaun ARI BRAGI KÁRASON Trompetleikarinn hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara 2012.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.