Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 40
28 19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR Verður í Reykjavík um helgar STÓRMYNDIN OBLIVION Í TÖLUM 170 cm 160 cm 150 cm 140 cm 130 cm 120 cm 110 cm 100 cm 90 cm TOM CRUISE... ...kom til landsins ásamt fjölskyldu sinni 15. júní. ...er 49 ára gamall. ...verður fimmtugur 3. júlí næstkomandi. ...er 172 cm á hæð. 0 300 100 200300 manna tökulið starfar við kvikmyndina Oblivion. Af þeim eru Íslendingar. 150 Það eru um 16 milljarðar íslenskra króna. Tökuliðið kemur meðal annars frá Bandaríkj- unum, Póllandi, Þýska- landi og Bretlandi. Undirbúningur fyrir myndina hefur staðið yfir hér á landi í 8 vikur. Myndin verður frumsýnd 26. apríl á næsta ári. Talið er að framleiðsla mynd arinnar kosti 130 milljónir dala. Tökuliðið hyggst vera á Íslandi í 2 til 3 vikur. Á SETTINU Tom Cruise var glaðbeittur á setti þegar Oblivion var í tökum í New York á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY Tökur á stórmyndinni Obli- vion fara fram hér á landi um þessar mundir og það hefur varla fram hjá nein- um farið að aðalleikari myndarinnar, Tom Cruise, er á Íslandi. Sjöundi hluti myndarinnar er tekinn upp hér á landi og helming- ur tökuliðsins kemur frá Íslandi. Tom Cruise ætlar sér að eyða helg- unum í Reykjavík á meðan hann dvelur hér á landi við tökur á stór- myndinni Oblivion, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tökur á myndinni fara fram fyrir norð- an, meðal annars við Hrossaborg- ir á Mývatnsöræfum, en eins og fram hefur komið hefur leikarinn tekið á leigu glæsihýsið Hrafna- björg í Eyjafirði á meðan á tökum stendur. Leikarinn flaug hingað til lands með einkaflugvél á föstudaginn ásamt eiginkonu sinni Katie Hol- mes og dóttur þeirra Suri. Ekki er vitað hvort mæðgurnar fóru norð- ur með leikaranum á mánudaginn en fjölskyldan dvaldi í svítunni á Hótel Hilton Reykjavik Nordica og má því gera ráð fyrir því að Cruise ætli sér að dvelja þar næstu helgar og njóta höfuðborgarinnar. Tökulið Oblivion samanstendur af 300 manns og þar af er helm- ingurinn Íslendingar samkvæmt Claire Raskind, fjölmiðlafulltrúa myndarinnar. Hún segir jafnframt að liðið hafi verið að stilla saman strengi um helgina áður en haldið var norður á sunnudag og mánu- dag og bætir við að þeim hafi verið sagt að tökuliðið hafi tæmt bíla- leigur landsins af jeppum. Það var íslenska landslagið sem heillaði leikstjórann Joseph Kos- inski er hann kom fyrst til lands- ins fyrir ári til að leita að tökustöð- um. Sjöundi hluti myndarinnar er tekinn hér á landi en aðrir töku- staðir eru Louisiana, New Orleans, New York og Kalifornía. Tökur hefjast í vikunni og standa yfir næstu 2-3 vikurnar. Aðalframleiðandi myndarinnar er Universal Pictures en undirbún- ingsteymi hefur verið við störf hér á landi síðustu átta vikurnar. Ráð- gert er að tökum á myndinni ljúki um miðjan júlí en Oblivion verður frumsýnd þann 26. apríl á næsta ári. Fyrir utan Tom Cruise leika Morgan Freeman, Melissa Leo og Andrea Riseborough í myndinni. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas ÞRIÐJUDAGUR: UNG (GOODBYE FIRST LOVE) 17:50, 20:00, 22:10 SUMARTÍÐ (SUMMER HOURS) 17:50, 20:00 COOL CUTS: LEGENDS OF VALHALLA-THOR 18:00 COOL CUTS: JAR CITY 20:00 COOL CUTS: LAST DAYS OF THE ARCTIC 22:00 TYRANNOSAUR 18:00 IRON SKY 22:10 BLACK’S GAME 20:00, 22:00 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ: 950 kr. miðinn! “Létt og ánægjuleg.” -The Guardian “Einstök mynd.” -The New York Times 21. JÚNÍ: MARLEY + REGGÍHÁTÍÐ!ALLT Á SÉR SÍNA TÍÐ SUMARTÍÐGOODBYE FIRST LOVEUNG Myndin sem slegið hefur í gegn í Evrópu og vestanhafs á undanförnum vikum! „Scott ... tekst að skapa rafmagnaða stemningu í Prometheus“ -V.J.V., Svarthofdi.is - Roger Ebert SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D EGILSHÖLL 12 12 12 12 10 12 10 16 16 16 16 V I P 12 12 L L L L L L L L L L L L ÁLFABAKKA KRINGLUNNI 12 12 L L L L AKUREYRI 16 16 16 12 16 16 KEFLAVÍK L L L SELFOSS JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MILEY CYRUS DEMI MOORE ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS PIRANHA 3DD KL. 8 - 10 16 PROMETHEUS KL. 5.45 - 8 - 10.20 16 SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 12 MADAGASCAR 3D Í SL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L MADAGASCAR 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L PRIANHA 3D ÓTEXTUÐ KL. 6 - 8 - 10 16 PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 2D KL. 8 - 10.30 16 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 ÞEIR ERU MÆTTIR AFTUR! TVÖFÖLD SPENNA, TVÖFÖLD HRÆÐSLA OG TVÖFALT MEIRA KJÖT Í 3-DD! STUNDUM ÞARFTU AÐ STÍGA INN Í LÍF ANNARRA, TIL AÐ SJÁ HVAÐ VANTAR Í ÞITT. MYNDIN SEM ER AÐ SLÁ Í GEGN UM ALLAN HEIM! -V.J.V., SVARTHOFDI.IS- ROGER EBERT INTOUCH ÍABLES SL. TEXTI KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 PIRANHA 3D KL. 8 - 10 16 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L MIB 3 3D KL. 5.30 10 INTOUCHABLES - ISL TEXTI 8, 10.20 MADAGASKAR 3 3D 4 MADAGASKAR 3 2D 4 PROMETHEUS 3D 7, 10 SNOW WHITE 7, 10 FIVE-YEAR ENGAGEMENT 4 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% Justin Bieber var svo sannarlega í sviðsljósinu þegar kanad- ísku tónlistarverðlaunin, MuchMusic Video Awards, voru veitt síðasta sunnudag. Hann hlaut tvenn verðlaun, það er sem uppáhaldslistamaður hátíðarinnar og fyrir alþjóðlegt myndband ársins með kanadískum listamanni, og ekki nóg með það, heldur stal hann athyglinni þegar hann birtist á rauða dreglinum með litla bróður sinn í fanginu. Sá heitir Jaxon Bieber og er rúmlega tveggja ára. Bieber hlaut flest verðlaun allra listamanna á hátíðinni ásamt Carly Rae Jepsen sem hlaut tvenn verðlaun fyrir myndband sitt við popplagið Call Me Maybe, sem situr í toppsæti bandaríska Billboard-listans um þessar mundir. Til gamans má geta þess að vinsældir Jepsen má rekja til myndbands sem Bieber og félagar hans gerðu við lagið og birtu í netheimum. Bieber nýtti helgina ekki einungis með bróður sínum heldur lyfti hann sambandi sínu og kærustunnar, Sel- enu Gomez, upp í nýjar hæðir með rómantísku þyrluflugi yfir Níagarafossa á sunnudaginn milli æfinga fyrir verð- launahátíðina. Ekki er þó um óvenjulegt stefnumót að ræða hjá ungstirninu en hann er vanur að tjalda öllu sem til er fyrir kærustuna. Bieber maður helgarinnar LITLI BRÓÐIR Justin Bieber stal athyglinni á MuchMu- sic Video Awards um helgina með bróður sinn í fanginu. Hér er hann ásamt Carly Rae Jepsen en þau voru bæði sigurvegarar á hátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.