Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 32
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR20 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓNA LÁRUSDÓTTIR Vogatungu 65, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 16. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Lárus Einarsson Sólveig Þórhallsdóttir Sigurvin Einarsson Kristín Reimarsdóttir Magnús Geir Einarsson Friðbjörg Einarsdóttir Kristján Einar Einarsson Auður Einarsdóttir Kristján Guðbjörnsson Arnar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulegi JAKOB TRYGGVASON andaðist á Landakotsspítala sunnudaginn 17. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hallfríður, Birgir og Valgerður Jakobsbörn og fjölskyldur Áslaug Stephensen Bjarney Tryggvadóttir Móðir okkar, MARÍA SIGURLAUG ÞÓRA JÓNSDÓTTIR frá Húnsstöðum, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn. Útförin verður frá Blönduóskirkju föstudaginn 22. júní nk. kl. 14.00. Fyrir hönd allra aðstandenda, Sigurbjörg Björnsdóttir Gréta Björnsdóttir Jón Björnsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, SIGURÐUR SIGURJÓNSSON húsgagnasmíðameistari, Suðurhlíð 38C, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi laugardagsins 16. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. júní kl. 11.00. Áslaug Emilía Jónsdóttir Ingibjörg Bryndís Sigurðardóttir Örn Halldórsson Sif Arnardóttir Halldór Smári Arnarson Kjartan Sigurjónsson Bergljót S. Sveinsdóttir Sigurjón Bolli Sigurjónsson Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Bryndís Sigurjónsdóttir Guðmundur Þorgeirsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI REYNIR GUNNARSSON Langeyrarvegi 20, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi fimmtudagsins 14. júní. Þórdís Egilsdóttir Gunnar Egill Finnbogason Halla Jónsóttir Málfríður Finnbogadóttir Jóhannes Tómasson Reynir Þór Finnbogason Kristín Waage barnabörn og barnabarnabörn. Hótel Bjarkalundur, elsta sumarhótel landsins, fagnar 65 ára afmæli í sumar. Í tilefni af því ætla eigendur hótelsins að blása til veglegrar afmælisveislu í Þorskafirði 29. og 30. júní næstkom- andi en vígsluhátíðin var haldin 29. júní 1947. „Þetta hús á sér mikla og ríka sögu,“ segir Kolbrún Pálsdóttir, einn eigenda Bjarkalundar. Árið 1945 ákvað Barð- strendingafélagið að byggja gistiskála á þessum slóðum og fékk að gjöf land við Berufjarðarvatn, á einum fegursta og besta stað í sveitinni. Tveimur árum síðar var það tekið í notkun, um 300 fermetrar að stærð og með gistipláss fyrir fjörutíu manns. Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu. Það blasti kannski ekki við þá en 65 árum síðar er ljóst hvílíkir frumkvöðlar þessir menn voru sem stóðu að þessu fram- taki. Barðstrendingafélagið verðskuld- ar ævarandi virðingu og þakkir fyrir þennan einstæða dugnað og framsýni.“ Kolbrún var í óðaönn að undirbúa afmælisdagskrána þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið. „Við ætlum að vera með veglega dagskrá,“ segir hún. „Á föstudeginum byrjum við á grillveislu í boði Bjarka- lundar og um kvöldið kveikjum við varðveld. Hann verður tendraður með svolítið sérstæðum hætti; það er stúlka hér í sveitinni sem er mjög slungin bogaskytta og hún ætlar að tendra bálið með logandi ör.“ Á laugardaginn verður þráðurinn tekinn upp aftur með helgistund en að henni lokinni mun Guðjón Arnar Kristinsson, fyrrverandi alþingismað- ur, halda afmælisræðu. „Frænka hans var lengi hótelstýra svo hann þekkir staðinn vel og hefur til hans sterkar taugar.“ Að því loknu taka konur úr Reyk- hólasveit sem kalla sig Litlu flugurn- ar lagið og sýndar verða myndir frá árdögum Bjarkalundar undir kaffi- hlaðborði. „Um kvöldið verður sérstakur hátíðar kvöldverður, sem fólk er beðið að bóka sig í fyrir fram,“ segir Kol- brún. Smiðshöggið verður svo rekið á afmælishátíðina um kvöldið þegar hljómsveitin Skógarpúkarnir slær upp balli. „Margir minnast dansleikjanna á árum áður. Þá var líflegt hér í lund- inum og við ætlum að freista þess að endurvekja þá stemningu.“ Kolbrún segist finna það á hverjum degi að Bjarkalundur eigi sér marga velunnara, en ýmsar breytingar hafa verið gerðar á hótelinu í gegnum tíðina og það stækkað. „Það hefur alveg ótrúlegur fjöldi fólks unnið hér í gegnum tíðina, auk þess sem þetta er einn helsti áningar- staður ferðalanga á Vestfjörðum og margir sem koma hingað ár eftir ár.“ Orðspor hótelsins barst enn víðar þegar sjónvarpsþátturinn Dagvaktin var tekinn upp í Bjarkalundi og hefur Læðunni, bílskrjóði Ólafs Ragnars, verið komið fyrir í Bjarkalundi sem minnisvarða. „Það eru mjög margir forvitnir um þættina,“ segir Kolbrún. „Oft komu hingað gestir sem vildu endilega fá að koma inn í eldhús og sjá staðinn þar sem Georg Bjarnfreðarson gerði út af við aumingja Guggu. Stundum var varla vinnufriður í eldhúsinu, þannig við brugðum á það ráð að hengja pönnuna sem hann not- aði fram í matsal,“ segir Kolbrún og hlær. „Og þar hefur hún vakið óskipta athygli.“ bergsteinn@frettabladid.is HÓTEL BJARKALUNDUR: ELSTA SUMARHÓTEL LANDSINS 65 ÁRA Í SUMAR Stöndum í þakkarskuld við frumkvöðlana FRÁ BJARKALUNDI Eigendur hótelsins, Árni Sigurpálsson, Kolbrún Pálsdóttir og Oddur Guðmundsson eru í óðaönn við að undirbúa veglega afmælishátíð um þar næstu helgi, í tilefni af 65 ára afmæli elsta sumarhótels á landinu. DAGVAKTIN Önnur þáttaröðin í Vaktabálk- inum gerðist í Hótel Bjarkalundi og vekja minjagripir úr þáttunum athygli gesta. Þennan dag árið 1960 var fyrsta Keflavíkur- gangan gengin en göngurnar voru mótmæla- aðgerðir sem Samtök hernámsandstæðinga og síðar Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu fyrir í baráttu sinni gegn veru bandaríska herliðsins á Íslandi á árunum 1951 til 2006. Ýmis félagasamtök hernáms- og herstöðva- andstæðinga stóðu fyrir samanlagt ellefu Keflavíkurgöngum en margar þeirra voru með mestu fjöldaaðgerðum 20. aldar á Íslandi. Göngurnar fóru þannig fram að þátttakendur söfnuðust saman við hlið herstöðvarinnar á Miðnesheiði. Þar var haldinn upphafsfundur og síðan gengið undir fánum og kröfuspjöldum sem leið lá til Reykjavíkur, en leiðin var hátt í 50 kílómetra löng. Eftir því sem nær dró Reykjavík fjölgaði jafnan í göngunni en stuttir fundir voru haldnir á hvíldarstöðum á leiðinni. Aðgerðirnar enduðu svo með fjöldafundi í miðborginni, oftast á Lækjartorgi. ÞETTA GERÐIST: 19. JÚNÍ 1960 Fyrsta Keflavíkurgangan 97 BRÍET BJARNHÉÐINSDÓTTIR (1856-1940) var ein þeirra kvenna sem hélt kvenréttindadaginn hátíðlegan í fyrsta sinn á þessum degi árið 1915. „Tíminn er dýrmætastur af öllu því hann er ófáanlegur þegar hann er liðinn.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.