Fréttablaðið - 19.06.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 19.06.2012, Síða 42
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is HELGA H. MAGNÚSDÓTTIR sem setið hefur í mótanefnd Evrópska handknattleikssambandsins undan- farin tólf ár er í framboði til framkvæmdastjórnar sambandsins. Helga gæti skráð nafn sitt á spjöld sögunnar en kona hefur aldrei setið í stjórninni. Kosið verður á ársþingi sambandsins í Mónakó á laugardag. Óvæntir farseðlar á stórmót í handbolta Í bæði skiptin sem íslenska karlalandsliðið hefur farið bakdyramegin inn á stórmót í handbolta hefur góður árangur náðst. Tveimur mánuðum fyrir Ólympíuleikana 1984 í Los Angeles bauðst íslenska landsliðinu sæti á leik- unum þar sem Sovétríkin og fleiri Austur-Evrópuþjóðir hættu við þátttöku. Ísland hafði náð sjöunda sæti í B-keppninni ári áður sem dugði til sætis í Los Angeles. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti síns riðils og lék um fimmta sætið gegn Svíum sem höfðu betur. Aftur fengu „strákarnir okkar” sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Vegna stíðsástandsins í Júgóslavíu ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að Júgóslavía fengi ekki að senda lið til þátttöku í leikunum þótt einstaklingum væri enn þá heimil þátttaka. Íslenska liðið hafði æft vel um sumarið en boð á leikana barst þó ekki fyrr en örfáum dögum fyrir setningu þeirra. Íslenska liðið, sem lék án sterkra lykilmanna á borð við Kristján Arason og Sigurð Sveinsson sem glímdu við meiðsli, komst í undanúrslit. Niðurstaðan varð fjórða sætið eftir tap gegn Frökkum í leiknum um þriðja sætið. EM í knattspyrnu: Króatía-Spánn 0-1 0-1 Jesús Navas (88.) Ítalía-Írland 2-0 1-0 Antonio Cassano (35.), 2-0 Mario Balotelli (90.) STAÐAN: Spánn 3 2 1 0 6-1 7 Ítalía 3 1 2 0 4-2 5 Króatía 3 1 1 1 4-3 4 Írland 3 0 0 3 1-9 0 LEIKIR DAGSINS: England - Úkraína kl. 18.45 Svíþjóð - Frakkland kl. 18.45 ÚRSLIT HANDOLTI „Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan kvenna- handbolta. Algjörlega stórkostleg- ar,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðs- ins, sem var skiljanlega í skýjun- um eftir að hafa heyrt tíðindin í gær. Íslenska liðið fékk sæti Hollendinga sem hættu við að halda keppnina á dögun- um. Serbar, sem þegar höfðu tryggt sér þátttökurétt á mótinu, verða gestgjafar og því fékk Ísland sætið með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem höfðu ekki komist áfram. „Um leið og við lentum í Keflavík eftir Úkraínuleik- inn sagði Einar (Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ) mér að Hollendingar væru hættir við að halda keppnina. Þá rauk ég í tölv- una og sá að við vorum með bestan árangur í þriðja sætinu. Þetta er stórkostlegt,“ segir Hrafnhildur. Miðað var við árangur þjóðanna í þriðja sæti gegn liðunum tveimur í sætunum fyrir ofan. Ísland og Pól- land unnu bæði einn leik af fjórum en markatala Íslands úr leikjun- um var betri og munaði þar ellefu mörkum. Var orðin fáránlega bjartsýn „Einhver sagði við mig að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að kyngja því að fá ekki þetta pláss en að tapa upphaflega á móti Úkraínu. Ég var orðin það fárán- lega bjartsýn,“ segir Hrafnhildur en þetta er þriðja stórmótið í röð sem kvennalandsliðið mætir á þó svo liðið fari bakdyramegin inn í þetta skiptið. „Þetta er náttúrulega fárán- legt en þetta hefur gerst tvisvar hjá karlaliðinu,“ segir Hrafnhild- ur og rifjar upp Ólympíuleikana 1984 og 1992 þegar karlalandsliðið fékk óvænt sæti á leikunum. Liðið náði góðum árangri í bæði skiptin og fróðlegt verður að fylgjast með gengi stelpnanna í Serbíu. Serbía kom strax upp í kollinn Fjölmargar þjóðir lýstu yfir áhuga á að halda mótið þegar Hollending- ar hættu við. Helga H. Magnúsdóttir, sem situr í mótanefnd Evrópska handknattleikssambands- ins, segir Serbíu góðan kost. „Serbía var fyrsta landið sem kom upp í hugann þegar þessi ósköp gengu yfir. Serb- ar voru nýbúnir að halda karla- mótið sem þeir gerðu mjög vel. Það er allt klárt þar sem skiptir máli með svo stuttum fyrirvara. Það verða notaðir sömu keppnis- staðir og þeir segja að mannskap- urinn sé tilbúinn og allt klárt,“ segir Helga. Serbar verða einnig gestgjafar á heimsmeistaramótinu í hand- bolta kvenna í desember 2013 og segir Helga að handknattleiksfor- ysta landsins njóti greinilega mik- ils stuðnings yfirvalda þar í landi. Helga segir það strax hafa litið þannig út að Ísland myndi hljóta lausa sætið ef nýr gestgjafi yrði þjóð sem hefði þegar tryggt sér þátttökurétt á mótinu. „Þetta var eiginlega borðleggj- andi en maður þorir aldrei að full- yrða neitt fyrr en endanleg niður- staða liggur fyrir,“ segir Helga sem segir að þó hafi komið upp í umræðunni að Holland og Ísland myndu spila um lausa sætið. „Sú hugmynd var hins vegar drepin í fæðingu,“ segir Helga. Ísland verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla á árs- þingi EHF sem fram fer í Mónakó á föstudaginn. kolbeinntumi@365.is Stelpurnar bakdyramegin til Serbíu Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik verður meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í desember. Í gær var tilkynnt að Serbar myndu hlaupa í skarðið fyrir Hollendinga sem gáfu gestgjafahlutverkið frá sér á dögunum. Ísland hafði bestan árangur liða í þriðja sæti riðils síns í undankeppninni og fer því til Serbíu. GLEÐI Hrafnhildur og félagar eru orðnir fastagestir á stórmótum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Hin 17 ára gamla Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann 3-0 sigur á Ungverjalandi í undankeppni EM um helgina. Svo skemmtilega vill til að þessi draumabyrjun hennar á mjög margt sameiginlegt með fyrstu sporum markadrottning- arinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í A-landsliðinu. Margrét Lára skoraði líka með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta leik í sigri á Ungverjum í júnímánuði 2003, þá á 17. ári. Margrét Lára tók sér reyndar fjórar mínútur í að komast á blað en Sandra María skoraði eftir aðeins þrjár mínútur. - óój Sandra og Margrét Lára: Keimlík fyrstu landsliðsspor SANDRA MARÍA Brosti út að eyrum eftir fyrsta landsleikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Wayne Rooney hefur þurft að dúsa uppi í stúku í tveimur fyrstu leikjum Englendinga á EM en í kvöld fær hann loksins að klæðast tíunni og hjálpa enska liðinu til þess að komast í átta liða úrslitin. Rooney viðurkennir að það hafi verið erfitt að horfa á fyrstu tvo leikina. „Það er miklu erfiðara að horfa á leiki en spila þá því þú getur ekkert gert uppi í stúku,“ sagði Wayne Rooney. Rooney kemur væntanlega beint inn í byrjunarliðið fyrir Úkraínuleikinn en enska liðinu nægir þar jafntefli. Andy Carroll og Danny Welbeck skoruðu báðir í sigrinum á Svíum og annar þeirra þarf því að víkja. Pressan verður á Rooney að skila meiru en á síðustu stórmótum enda þá með fleiri rauð spjöld en mörk. Það er hins vegar mörgum í fersku minni þegar hann 18 ára gamall skoraði 4 mörk í fjórum leikjum á sínu fyrsta og eina Evr- ópumóti í Portúgal árið 2004. - óój EM í fótbolta í kvöld: Rooney má loksins spila ROONEY OG HODGSON Fyrir æfingu enska liðsins. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Spánverjar og Ítalir unnu lokaleiki sína í C-riðli Evr- ópumótsins í fótbolta og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Ítalir voru ekki í miklum vandræðum með að vinna Íra 2-0 en Spánverj- ar sluppu með skrekkinn á móti Króötum og tryggðu sér 1-0 sigur í lokin. Antonio Cassano og Mario Balotelli skoruðu mörk Ítala á móti Írum. Cassano skoraði fyrra markið með skalla eftir horn Andrea Pirlo í fyrri hálfleik en Balotelli það síðara í lokin með viðstöðulausu skoti eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Spánverjar tryggðu sér sigur í riðlinum með því að vinna 1-0 sigur á Króatíu. Jesús Navas kom inn á sem varamaður fyrir Fern- ando Torres eftir klukkutíma og skoraði eina mark leiksins tveim- ur mínútum fyrir leikslok. Króat- ar fengu nokkur flott færi úr skyndisóknum í seinni hálfleik en með því hefðu þeir getað slegið út spænska liðið. Úrslitastund leiksins var kannski á 59. mínútu þegar Iker Casillas varði frábærlega skutlu- skalla frá Ivan Rakitic eftir skyndisókn og undirbúning Luka Modric. Mark þarna hefði breytt miklu. Mark Króata kom ekki og Jesús Navas skoraði sigurmarkið á 88. mínútu eftir stoðsendingu Andrés Iniesta og frábæra send- ingu Cesc Fabregas inn í teiginn. - óój C-riðillinn kláraðist á EM í fótbolta í gærkvöldi: Spánn og Ítalía áfram EKKI ORÐ Leonardo Bonucci passar upp á að Mario Balotelli tali ekki af sér. FRÉTTABLALÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.