Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 10
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
MÓTMÆLT Á SPÁNI Mótmælandi
heldur á björgunarhring fyrir framan
höfuðstöðvar Bankia-bankans í Madríd
á Spáni um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GRIKKLAND, AP Antonis Samaras,
leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í
Grikklandi, fékk formlegt umboð
frá forsetanum Karolos Papouli-
as til að mynda ríkisstjórn í gær-
morgun. Til þess hefur hann þrjá
daga, og forsetinn sagði mikil-
vægt að ný stjórn yrði mynduð
sem allra fyrst. „Landið má ekki
við því að vera stjórnlaust í svo
mikið sem klukkustund.“
Samaras sagðist í
gær ætla að leita leiða
til þess að breyta skil-
málum í björgunaráætl-
un Evrópusambandsins
og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
Í gærmorgun varð
hækkun á mörgum
m ö rk u ð u m ve g n a
úrslita kosninganna, en
það entist ekki lengi,
sem þykir gefa til kynna
að sérfræðingar hafi
ekki trú á því að með
úrslitunum sé vandi
evrusvæðisins nú að
minnka.
Samaras fundaði með leiðtoga
Syriza, róttæka vinstribanda-
lagsins, í gær. Leiðtoginn, Alexis
Tsipras, sagði flokk sinn ætla að
vera í stjórnarandstöðu og kljást
við stjórnvöld. „Hlutverk sterkr-
ar og ábyrgrar stjórnarandstöðu
er að hafa áhrif og grípa inn í og
þetta er það sem ég fullvissaði
herra Samaras um að við munum
gera.“
Þrátt fyrir viðbrögð Tsipras
sagði Samaras að nauðsynlegt
væri að mynda ríkisstjórn í þjóð-
arsátt með eins mörgum flokkum
og hægt er. Hann fundaði með
leiðtoga sósíalistaflokksins Pakos,
Evangelos Venizelos, seinni part-
inn í gær. Flokkarnir tveir gætu
myndað meirihluta en Samaras
vill fleiri flokka með til þess að
hafa stærri meirihluta í þinginu
og meiri stöðugleika. Venizelos
sagði í gær að nauðsynlegt væri
að ríkisstjórn hefði verið mynduð
fyrir lok dagsins í dag.
Þegar öll atkvæði
höfðu verið talin hafði
Nýi lýðræðisflokkur-
inn fengið 29,7 prósent
atkvæða og 129 þing-
sæti. Syriza hlaut 26,9
prósent og 71 sæti og
Pasok 12,3 prósent og
33 sæti. Flokkurinn sem
hlýtur flest atkvæði í
kosningum í Grikklandi
fær alltaf 50 sæti til við-
bótar; þannig fékk Nýi
lýðræðisflokkurinn í
raun 79 þingsæti í kosn-
ingunum. Stjórnmála-
skýrendur hafa bent
á að einungis fjörutíu
prósent kjósenda hafi valið flokka
sem gefa sig sérstaklega út fyrir
að styðja björgunaráætlunina frá
ESB og AGS.
Þrátt fyrir þetta var niðurstöð-
unum fagnað í Evrópu. Fjármála-
ráðherrar evruríkjanna sautján
gáfu út yfirlýsingu þar sem fram
kom að besta leið Grikkja út úr
kreppunni væri að halda áfram
endurbótum. Angela Merkel,
kanslari Þýskalands, hringdi í
Samaras þegar úrslitin voru ljós
og óskaði honum til hamingju og
minnti á mikilvægi þess að ríkið
héldi áfram að vinna að björgun-
aráætluninni. thorunn@frettabladid.is
Landið má
ekki við því að
vera stjórn-
laust í svo
mikið sem
klukkustund.
KAROLOS
PAPOULIAS
FORSETI
GRIKKLANDS
VIÐSKIPTI Breska efnahagsbrota-
deildin, Serious Fraud Office
(SFO), hætti í gær rannsókn sinni
á fjárfestinum Vincent Tchengu-
iz. Áður hafði dómari sagt SFO
hafa sýnt algera vangetu við með-
höndlun sína á rannsókn sem
deildin hefur verið með í gangi
á Vincent og bróður hans Robert.
Vincent Tchenguiz var hand-
tekinn í mars 2011, húsleitir
framkvæmdar á skrifstofum
fjárfestingafélags hans og lagt
hald á mikið magn af lausum og
rafrænum gögnum. Rannsókn
SFO á Tchenguiz-bræðrunum
sneri meðal annars að 35 millj-
arða króna láni sem þeir fengu
hjá Kaupþingi í mars 2008.
SFO þufti síðar að viðurkenna
að margþættar rangfærslur
hefðu verið í þeim gögnum sem
lögð voru fram þegar heimild
fyrir aðgerðunum var tryggð
fyrir dómstólum.
Rannsókn á Robert Tchenguiz
verður haldið áfram. Samband
hans við Kaupþing var nánara
en bróður hans, en Robert sat
meðal annars í stjórn Existu, sem
nú heitir Klakki, stærsta eiganda
bankans fyrir fall hans.
Í fréttatilkynningu sem Vin-
cent sendi frá sér í gær var haft
eftir honum að „skugga hefur
verið lyft og ég get haldið áfram
að byggju upp líf mitt og við-
skiptahagsmuni“. Enn eigi hins
vegar eftir að gera upp tjónið
sem hann hafi orðið fyrir. Bresk-
ir fjölmiðlar voru sammála um
það í gær að hann myndi líklega
höfða skaðabótamál gegn SFO.
- þsj
Breska efnahagsbrotadeildin viðurkennir mistök eftir að sýnt var fram á rangfærslur í rannsóknargögnum:
SFO hætt að rannsaka Vincent Tchenguiz
VINCENT TCHENGUIZ Rannsókn SFO
sneri meðal annars að 35 milljarða
króna láni sem Tchenguiz-bræður fengu
að láni frá Kaupþingi. MYND/BLOOMBERG
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
2
9
2
6
Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki
Með því að lækka lántökugjöld um 50% vill Ergo auðvelda þér að taka lán
fyrir farartækinu sem þig dreymir um.
Á ergo.is finnur þú nánari upplýsingar um bílalán, græn lán og ferðavagnalán.
Reiknaðu með Ergo.
50% lægri lántökugjöld*
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
*Tilboðið gildir til 15. júlí
Vilja mynda
stjórn í dag
Mynda þarf ríkisstjórn með eins mörgum flokkum
gríska þingsins og hægt er, sagði leiðtogi Nýja lýð-
ræðisflokksins í gær. Hann fékk stjórnarmyndunar-
umboð og vill breyta skilmálum björgunaráætlunar.
FUNDAÐ Í ÞINGINU Antonis Samaras og Alexis Tsipras hittust á fundi í gær. Tsipras segir
flokk sinn verða í stjórnarandstöðu, en ekki verði komið í veg fyrir stjórnarmyndun.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP