Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 18
18 19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Í dag er baráttudagur kvenna. 19. júní árið 1915 hlutu íslensk-
ar konur fyrst kosningarétt, með
aldursákvæði, en fimm árum
síðar var lögfest fullt og skilyrð-
islaust jafnræði með konum og
körlum um kosningarétt og kjör-
gengi. Ingibjörg H. Bjarnason var
fyrsta konan kosin á þing árið 1922
af sérstökum kvennalista. Konur
voru framan af ekki mjög áberandi
í stjórnmálum. Frá kjöri Ingibjarg-
ar og fram til 1971 áttu að jafnaði
aðeins ein eða tvær konur sæti á
þingi og á tveimur kjörtímabilum
átti engin kona sæti á þingi.
Framboð Vigdísar og sérstök
kvennaframboð í upphafi 9. ára-
tugarins breyttu ásýnd íslenskra
stjórnmála og ekki var aftur snúið,
konur sýndu að þær vildu, þorðu og
gátu. Konur hafa nú setið á þingi í
níutíu ár en það var þó ekki fyrr en
í síðustu alþingiskosningum 2009
sem konur urðu í fyrsta skipti yfir
40% þingmanna og sá sögulegi
viðburður átti sér stað að kona,
Jóhanna Sigurðardóttir, varð for-
sætisráðherra. Hún og ríkisstjórn
hennar tóku við eins konar þrota-
búi eftir 18 ára valdatíð Sjálfstæð-
isflokksins. Þrátt fyrir einhverja
alvarlegustu stöðu þjóðarbúsins í
sögu lýðveldisins hefur á síðustu
þremur árum tekist að stýra land-
inu í átt að aukinni hagsæld, jöfn-
uði og kynjajafnrétti. Það má því
segja að með kjöri fyrstu hreinu
vinstri stjórnar lýðveldisins undir
forystu jafnaðarmanna að hlutfall
kvenna og karla hafi orðið jafnara
en nokkru sinni áður við stjórn
landsins. Af níu ráðherrum eru
fimm konur og einnig í fyrsta sinn
er kona fjármálaráðherra.
Í stjórnarsáttmálanum frá 2009,
sem er einn sá ítarlegasti í sögu
íslenska lýðveldisins, kemur skýrt
fram sú krafa af hálfu meirihluta
kjósenda að leiða til öndvegis ný
gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis,
samhjálpar, sjálfbærrar þróunar,
kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis. Í
þessum sáttmála var einnig kveð-
ið á um að kynjuð hagstjórn yrði
höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð
og efnahagsstjórn, sem þýðir að
fjármálum ríkisins verði hagað
þannig að niðurskurður komi ekki
verr niður á konum en körlum og
að verkefni verði kynjagreind svo
ekki fari t.d. eingöngu fjármagn í
að skapa hefðbundin karlastörf eða
að annað kynið fái fleiri tækifæri
á kostnað hins. Meirihluti æðstu
ráðamanna stjórnsýslunnar er nú
í fyrsta sinn skipaður konum, af tíu
ráðuneytisstjórum eru fimm konur
og í fyrsta sinn í sögunni ná konur
í ráðum og nefndum á vegum
stjórnarráðsins 40% markinu. Þá
er búið að lögbinda 40% hlutfall
hvors kyns í stjórnum lífeyrissjóða
og fyrirtækja, sem þegar er farið
að hafa áhrif á skipan þessara
mikil vægu stofnana og kemur að
fullu til framkvæmda á næsta ári.
Mikilvægt er að muna að það
var núverandi stjórnarmeirihluti
sem innleiddi austurísku leiðina,
innleiddi aðgerðaáætlun gegn
mansali, bannaði kaup á vændi og
hefur hert baráttuna gegn kyn-
bundnu ofbeldi svo um munar.
Því ber að fagna að í dag er starf-
andi sérstök ráðherranefnd um
jafnréttismál sem tryggir áherslu
ríkis stjórnarinnar á jafnréttis-
mál. Ýmislegt fleira hefur áunnist
á þeim stutta tíma sem ríkisstjórn
undir forystu jafnaðarmanna
hefur setið við völd sem ekki verð-
ur upptalið hér.
Við eigum hins vegar langt í
land með að ná þeim jöfnuði sem
við viljum hafa. Bregðast þarf
strax við kynbundnum launamun
innan hins opinbera. Við bindum
vonir við jafnlaunastaðalinn sem
kynntur verður í dag sem er verk-
færi til að vinna gegn kynbundn-
um launamun. Þá mun aðgerða-
áætlun stjórnvalda til að taka á
kynbundnum launamun hjá hinu
opinbera birtast á næstunni.
Það er á ábyrgð okkar kjósenda
að tryggja að þetta starf haldi
áfram. Það er á okkar ábyrgð að
hér sé samfélag sem byggi á jöfn-
uði, réttlæti og jafnrétti en ekki
misskiptingu og mismunun. Að
auður landsins dreifist jafnt og að
við fáum öll sömu tækifæri í líf-
inu sama hvaðan við komum, hvers
kyns við erum eða hver við erum.
Við þurfum að hafa þetta í huga í
hvert sinn sem við göngum að kjör-
borðinu og tryggja að bæði kynin
eigi sér talsmenn og að ungt fólk
alist upp við það að hér sé sjálf-
sagður hlutur að bæði kynin eigi
sér fyrirmyndir á öllum sviðum
þjóðlífsins. Konur og karlar þurfa
að kjósa konur til jafns við karla.
Við konur höfum náð langt í
okkar baráttu fyrir kvenfrelsi
og kvenréttindum en víða er enn
verk að vinna. Sífellt þarf að vera
á verði og þess vegna þarf að
kjósa rétta fólkið í valdastöður.
Það skiptir máli að konur og karl-
ar hafi jafnmikið vægi. Það skiptir
máli hverjir stjórna.
Konur og kosningar
Að ganga eða hjóla hringveginn þykir nú á dögum ekkert til-
tökumál og oftast gert til að safna
fé til góðgerðamála og er það vel.
Fyrir meira en ári fékk Kiwanis-
félagi í Kiwanisklúbbnum Eldey í
Kópavogi þá hugdettu, sagði í raun
að hann hefði dreymt þetta verk-
efni, sem er að leika golf til fjáröfl-
unar með fram þjóðvegi 1.
Nú rúmu ári síðar er þetta verk-
efni orðið að veruleika og hefur
vakið athygli hér innanlands og
ekki síður erlendis. Ísgolf eins og
verkefnið heitir er samvinnuverk-
efni Eldeyjar, Kiwanishreyfingar-
innar og Unicef og verður safnað
áheitum á slegin högg sem verða
9.500. Þetta er um 1.350 km leið
sem er sambærilegt eins og að leika
300 golfhringi.
Ýmsar skemmtilegar þrautir þarf
að leysa á leiðinni, en af trygginga-
ástæðum verður ekki leyfilegt að
slá í gegnum þéttbýliskjarna. Glíma
þarf við lúpínubreiður, hraun, stór-
fljót, Skeiðarársand sem er stærsta
sandgryfja sem hefur verið leikin
og ýmislegt annað. Í för verða átta
bifreiðar og 10-15 Kiwanisfélagar
verða að jafnaði í hópnum sem lagði
af stað aðfaranótt mánudagsins 18.
júní. Farið var af stað suðurleiðina
og gert er ráð fyrir að hringnum
ljúki 2. júlí nk. Það var Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra sem
sló fyrsta höggið og gert er ráð
fyrir að Stefán Eiríksson lögreglu-
stjóri slái síðasta höggið við Olís á
Kjalarnesi.
Allt fé sem safnast mun renna
til góðgerðamála og skiptast á
milli verkefnisins Stöðvum stíf-
krampa sem er heimsverkefni Kiw-
anishreyfingarinnar í samstarfi
við Unicef. Stífkrampi er óþekktur
sjúkdómur á Vesturlöndum en er
landlægur í 34 fátækustu þjóðlönd-
um heims. Á níu mínútna fresti deyr
móðir eða barn úr þessum sjúkdómi
en Kiwanis og Unicef stefna að því
að útrýma þessum sjúkdómi á næstu
fimm árum. Hinn helmingur söfn-
unarfjárins mun renna til sambýla
fatlaðra víðs vegar um landið þar
sem skráður er Kiwanisklúbbur.
Fjölmargir aðilar hafa stutt þetta
verkefni og er of langt mál að telja
þá alla upp en vert er að minnast á
sýslumannsembættin en þau gáfu
leyfi til að slá golfbolta meðfram
þjóðvegi 1. Landsbanki Íslands er
aðalstyrktar- og fjárvörsluaðili
verkefnisins og söfnunarreikning-
ur Ísgolf 2012 er 0130-26-000717 kt.
571178-0449.
Hægt er að fylgjast með fram-
vindu golfsins á www.isgolf.is.
Kiwanisfélagar á landinu eru
um 1.000 í klúbbum víðs vegar um
landið og ég hvet þá til að taka þátt
í verkefninu.
Leika golf
meðfram þjóðvegi 1
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
3
0
5
3
BÍLALAND
EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS
BÍLALAND
EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS
BÍLALAND
EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS
BÍLALAND
EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS
BÍLALAND
EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS
BÍLALAND
EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS
Nissan Primera Acenta
Árgerð 2003, ekinn 125 þús.
Bensín, sjálfskiptur.
Verð 1.250 þús. kr. Rnr. 150998
TILBOÐSVERÐ
890 þús. kr.
AUDI A4 sedan
Árgerð 2002, ekinn 140 þús.
Bensín, sjálfskiptur.
Verð 1.190 þús. kr. Rnr. 200727
TILBOÐSVERÐ
890 þús. kr.
Renault Clio Comfort
Árgerð 2008, ekinn 59 þús.
Bensín, sjálfskiptur.
Verð 1.890 þús. kr. Rnr. 100245
TILBOÐSVERÐ
1.350 þús. kr.
HYUNDAI Santa fe II crdi
Árgerð 2008, ekinn 62 þús.
Dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 101811
VERÐ
4.290 þús. kr.
VERÐ
1.490 þús. kr.
Land Rover Discovery II
Árgerð 2002, ekinn 192 þús.
Dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 151285
SSANGYONG Kyron M-200
Árgerð 2010, ekinn 13 þús.
Dísil, beinskiptur.
Rnr. 200617
VERÐ
3.790 þús. kr.
KLETTHÁLSI 11 og BREIÐHÖFÐA (Bílakjarninn)
VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM:
Breiðhöfða og Kletthálsi 11 - 525 8000 - www.bilaland.is
Afgreiðslutími: Mánudaga kl. 10.00 til 18.00 – Þriðjudaga til föstudaga kl. 9.00 til 18.00
Hér sjáum við aðeins brot af þeim bílum sem við
erum með á sölu. Endilega kynntu þér fjölbreytt
úrval á www.bilaland.is
Jafnrétti
Stjórn
Kvennahreyfingar
Samfylkingarinnar
Hrafnhildur
Ragnarsdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir
Margrét Lind Ólafsdóttir
Rósa Guðrún
Erlingsdóttir
Góðgerðarmál
Ragnar Örn
Pétursson
umdæmisstjóri Kiwanis
Ísgolf eins og
verkefnið heitir
er samvinnuverkefni
Eldeyjar, Kiwanishreyf-
ingarinanr og Unicef...