Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 12
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is Hlutafé í Klakka ehf., sem áður hét Exista, var aukið um 4,8 milljarða króna að nafnvirði á stjórnarfundi þann 29. maí síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu til Fyr- irtækjaskráar. Allt hið nýja hlutafé rann til þrotabús Kaupþings en það nemur um tuttugu prósenta eign- arhlut í félaginu. Klakki/Exista er meðal annars eigandi Skipta (móð- urfélags Símans), VÍS og Lýsingar. Hlutafjáraukningin er hluti af risavöxnu samkomulagi milli Klakka/Existu og þrotabús Kaup- þings sem snerist um að gera upp fjölmörg ágreiningsmál milli aðilanna. Klakki/Exista var stærsti eigandi Kaupþings fyrir bankahrun og var auk þess einn stærsti viðskiptavinur bankans. Samkvæmt samkomulaginu gaf Klakki/Exista eftir 254 milljarða króna kröfu á Kaupþing og þrota- búið gaf eftir sambærilega upp- hæð á félagið. Um fimmtungshlut- ur Klakka/Existu féll þrotabúinu í skaut vegna uppgjörsins. Eftir hlutafjáraukninguna heldur Kaupþing, eða félög í meirihluta- eigu búsins, um 56 prósenta hlut í Klakka/Existu. Þorri þeirrar eign- ar er hjá Arion banka. Slitastjórn Kaupþings til- kynnti nýverið um þau áform sín að leggja fram nauðasamning í haust. Samkvæmt honum verður stofnað íslenskt eignarhaldsfélag utan um eignir þess sem verður í eigu almennra kröfuhafa, sem eru að langstærstu leyti erlendir. Þeir munu því eiga og stjórna nýja félaginu. - þsj Þrotabú Kaupþings á stóran hlut í Klakka/Existu: Kaupþing búið að fá hlut sinn afhentan SKIPTI Kaupþing, sem verður eignarhaldsfélag að mestu í eigu erlendra kröfuhafa verði nauðasamningur samþykktur, er óbeinn eigandi að 56% hlut í Klakka. Skipti, sem á Símann, stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, er meðal dótturfélaga þess. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MILLJARÐAR KRÓNA var heildarvelta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæð- inu vikuna 8. til 14. júní. Meðalvelta á viku frá áramótum hefur verið 2,87 milljarðar.3,72 Tölvuleikjafyrirtækið CCP hagnað- ist um 8,8 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, jafngildi 1,1 milljarðs króna á núverandi gengi. Tekjur fyrirtækisins frá netleiknum EVE Online námu ríflega 7,9 milljörðum á árinu og hafa aldrei verið meiri. Þá varði fyrirtækið rúmum 1,6 milljörðum í rannsóknir og þróun á árinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2011. Ársreikningurinn var kynntur á aðalfundi fyrirtæk- isins í síðustu viku. Eins og áður sagði var hagnaður CCP 8,8 milljónir Bandaríkjadala á árinu en til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 5,5 milljónir Banda- ríkjadala árið 2010 og 6 milljón- ir árið 2009. Bætta afkomu má að stærstum hluta rekja til fjölgunar áskrifenda að tölvuleiknum EVE Online sem fyrirtækið hefur haldið úti síðastliðin níu ár. Rekstrartekjur fyrirtækisins á árinu námu 65,3 milljónum Banda- ríkjadala og komu 96,7% þeirra frá sölu áskrifta að EVE Online. Áskrif- endur að leiknum voru ríflega 350 þúsund í lok ársins og fjölgaði þeim um í kringum 10 þúsund á árinu. Tekjur frá leiknum hafa því aldrei verið jafn miklar og á síðasta ári. Líklegt má telja að tekjurnar verði enn hærri á þessu ári þar sem fjöldi áskrifenda rauf nýverið 400 þúsund spilara múrinn. Methagnaður hjá CCP CCP hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra og hefur hagnaður aldrei verið meiri. Um 97% tekna koma frá sölu áskrifta að EVE Online. Tveir nýir leikir í burðarliðnum. DUST 514 CCP mun á næstunni gefa út nýjan tölvuleik sem nefnist DUST 514. Hefur fyrirtækið unnið að þróun leiksins í fjögur ár. Á aðalfundi CCP í síðustu viku var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins þess efnis að fyrirtækið legðist í skuldabréfaútgáfu upp á allt að 2,5 milljarða króna. Kaupendur skuldabréfanna munu hafa valrétt um að breyta láninu í hlutafé og þannig verður íslenskum, sem og erlendum, fjárfestum gefinn kostur á að eignast hluti í fyrirtækinu. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóra CCP, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag kom fram að fyrirtækið legðist í útgáfuna til að gera því kleift að standa af útgáfu DUST 514 af meiri krafti en ella. Leikurinn kemur út síðar á þessu ári. Íslenskir fjárfestar geta eignast hlut í CCP Á móti var rekstrarkostnaður fyrirtækisins 51,8 milljónir Banda- ríkjadala og jókst um 11,2% á milli ára. Fjórðungur rekstrarkostnaðar er vegna rannsókna og þróunar en CCP vinnur um þessar mundir að tveimur nýjum tölvuleikjum; DUST 514, sem kemur út á þessu ári, og World of Darkness sem er skemmra á veg kominn. magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.