Fréttablaðið - 20.06.2012, Qupperneq 4
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR4
DÓMSMÁL Börkur Birgisson hefur
verið ákærður fyrir brot gegn
valdstjórninni og ærumeiðingar
gagnvart opinberum starfsmanni.
Börkur situr í fangelsi, hefur
verið ákærður fyrir líkamsárás-
ir og er grunaður um að hafa
veitt samfanga sínum alvarlega
áverka sem leiddu til dauða. Ann-
þór Kristján Karlsson er einnig
ákærður í líkamsárásarmálun-
um og grunaður um að hafa orðið
manninum að bana.
Börkur og Annþór neituðu báðir
sök í líkamsárásarmálunum þegar
þeir komu fyrir dómara í héraðs-
dómi Reykjaness í gær. - þeb
Annþór og Börkur:
Neita báðir sök
GENGIÐ 19.06.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,2761
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,94 125,54
195,88 196,84
157,57 158,45
21,196 21,320
20,949 21,073
17,815 17,919
1,5825 1,5917
189,92 191,06
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
b ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s
VIÐSKIPTI Sýknudómur yfir
íslenska ríkinu vegna kröfu
Toyota á Íslandi á hendur þess í
síðustu viku er fordæmisgefandi
að mati ríkisskattstjóra. Verði
hann staðfestur í Hæstarétti mun
dómurinn leiða til þess að margra
milljarða króna endurálagning
embættis ríkisskattstjóra (RSK)
vegna svokallaðs öfugs samruna
félaga standi.
Forsaga málsins er sú að Berg-
ey ehf., félag sem Magnús Krist-
insson átti, keypti P. Samúelsson
hf., sem átti Toyota á Íslandi, í
desember 2005 á 5,6 milljarða
króna. Bergey fjármagnaði kaup-
in meðal annars með 3,25 millj-
arða króna láni frá Landsbankan-
um. Í kjölfarið tók P. Samúelsson
ehf. Bergey yfir með öllum skuld-
um og eignum og var því farið að
fjármagna kaupin á sjálfu sér að
stórum hluta. Svona snúningur
kallast öfugur samruni.
Í kjölfarið reiknaði hið nýja
félag öll vaxtagjöld vegna láns-
ins sem það veitti sjálfu sér til
rekstrarkostnaðar og taldi þau
þar með frádráttarbær frá skatti.
Ríkisskattstjóri tók málið til
skoðunar og úrskurðaði í nóvem-
ber 2010 að þetta mætti ekki.
Hann endurálagði því kostn-
aðinn á Toyota á Íslandi ehf.
Félagið, sem skipti um eigendur
fyrir ári í viðamiklu skuldaupp-
gjöri við Landsbankann, sætti
sig ekki við úrskurðinn og höfð-
aði mál á hendur íslenska ríkinu
til að fá 93 milljónir króna endur-
greiddar. Dómurinn féllst ekki á
að vaxtagjöld væru frádráttar-
bær frá skattgreiðslum og ríkið
því sýknað af kröfunni.
Skúli Eggert Þórðarson rík-
isskattstjóri segir ekki hægt
að líta öðruvísi á dóminn en að
hann marki ákveðna stefnu. „Það
er líklegt að það verði að líta svo
á að þetta sé fordæmisgefandi
dómur. Það eru nokkur önnur
svona mál í pípunum. Ég reikna
samt frekar með því að þessum
dómi verði skotið til Hæstarétt-
ar.“
Að sögn Skúla eru nokkuð
mörg fyrirtæki í svipaðri stöðu
og Toyota á Íslandi var í. Fjár-
hæðirnar sem voru endurálagð-
ar á þau séu þó ákaflega mismun-
andi. thordur@frettabladid.is
Fordæmisgildi dóms
gæti kostað milljarða
Dómur í máli Toyota gegn íslenska ríkinu í síðustu viku er fordæmisgefandi.
Samkvæmt honum er vaxtakostnaður vegna öfugs samruna ekki frádráttarbær
frá skatti. Tugir fyrirtækja hafa fengið sambærilega endurálagningu.
ÁHRIF Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri segir ekki hægt að líta öðruvísi á
dóminn að hann marki ákveðna stefnu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gjaldabreytingar embættis ríkisskattstjóra á félög og
fyrirtæki námu sex milljörðum króna á árinu 2011. Þær
hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Á meðal þeirra
mála sem leiða til endurálagningar vegna gjaldabreytingar
er ólögmæt nýting á tapi við samruna félaga, ólögmæt
úthlutun arðs og svokallaðar öfugar yfirtökur þar sem
gjaldfærslu á vöxtum lána sem tekin voru til að fjármagna
yfirtökuna var hafnað.
Á meðal þeirra sem hafa fengið tilkynningu um endurá-
lagningu vegna þessa eru Skipti, móðurfélag Símans, sem
þarf að greiða á bilinu 800 til 1.800 milljónir króna og
Húsasmiðjan sem þurfti að greiða allt að 700 milljónir
króna.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins (SA), sagði í samtali við Fréttablaðið í janúar að hann
teldi marga tugi fyrirtækja hafa fengið endurálagningu
vegna öfugra samruna. Upphæðirnar væru afar háar og
gætu í sumum tilvikum veitt fyrirtækjunum náðarhöggið.
Gætu veitt fyrirtækjum náðarhögg
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
29°
31°
23°
20°
22°
26°
19°
19°
26°
20°
31°
34°
29°
19°
23°
19°
19°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt víða
um land, heldur meiri
vindur allra syðst.
FÖSTUDAGUR
Hæg breytileg átt víða
um land, heldur meiri
vindur allra syðst.
14 14
12
15
15
13 13
1412
17
11
11
11
10
10
10
10
10
7
6
9
4
5
2
3
3
3
2
8
3
2
3
SKIN OG SKÚRIR
verða á landinu
næstu daga. Úr-
komumagnið verð-
ur þó ekki mikið
og líkur á skúrum
minnka eftir
morgundaginn. Á
milli skúra verður
nokkuð bjart.
Hitinn hækkar
lítillega þegar líður
á vikuna og verður
víða á bilinu 10 til
17 stig.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
PERSÓNUVERND Íslandsbanki braut
lög um persónuvernd með því að
senda fermingarbarni og foreldr-
um þess auglýsingu í pósti. Fjöl-
skyldan var öll bannmerkt í Þjóð-
skrá.
Foreldrar barnsins kvörtuðu
til Persónuverndar sem hefur nú
úrskurðað að bankinn hafi brotið
lög. Í úrskurðinum segir að bank-
inn hafi brotið gegn 28. grein laga
um persónvernd þar sem bannlisti
Þjóðskrár var ekki virtur í þessu
tilviki, eins og lög kveða á um að
beri að gera. - sv
Íslandsbanki sendi barni bréf:
Braut lög um
persónuvernd
JAFNRÉTTISMÁL Ríkislögreglu-
stjóri hefur skipað Katrínu Salimu
Dögg Ólafsdóttur, verkefnastjóra í
mannauðs- og tölfræðideild ríkis-
lögreglustjóra, sem jafnréttis-
fulltrúa lögreglunnar til næstu
þriggja ára. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá embættinu.
Jafnréttisfulltrúi lögreglunn-
ar starfar á landsvísu og fer með
umsjón jafnréttismála. Ríkislög-
reglustjóri hefur gefið út jafnrétt-
isáætlun fyrir lögregluna, stefnu
og framkvæmdaáætlun, til þriggja
ára, sem tók gildi 12. júní 2012.
Skipuð til þriggja ára:
Jafnréttisfulltrúi
hjá lögreglu
JAFNRÉTTISMÁL Innanríkisráðuneyt-
ið ætlar að leiðrétta kynbundinn
launamun í ráðuneytinu. Við jafn-
launaúttekt kom í ljós 2,5 prósent
óútskýrður launamunur meðal sér-
fræðinga ráðuneytisins. Ráðuneyt-
ið telur óviðunandi að konur og
karlar njóti ekki sömu launa fyrir
sömu störf. Þá fagnar ráðuneytið
úttektinni sem gefur tækifæri til
að leiðrétta þessa skekkju.
Þetta er í fyrsta sinn sem jafn-
launaúttekt er gerð í Stjórnar-
ráðinu. Hún er framkvæmd innan
allra ráðuneytanna. Jafnrétt-
isáætlun skyldar ráðuneytin til að
kanna árlega hvort kynbundinn
launamunur sé fyrir hendi. - bþh
2,5% óútskýrður launamunur:
Ráðuneytið
leiðréttir laun
FJÁRMÁL Ríkisendurskoðun telur
að komast þurfi skýrar að orði
um það í lögum en nú er að Land-
helgisgæslunni sé heimilt að taka
að sér verkefni fyrir erlenda aðila.
Innanríkisráðuneytið þurfi að
fylgjast með því að umsvif stofn-
unarinnar erlendis komi ekki í veg
fyrir að hún geti sinnt lögbundnu
hlutverki sínu hér við land.
Verkefni Landhelgisgæslunn-
ar fyrir erlenda aðila byggja á
ákvæði í lögum um stofnunina þar
sem segir að henni sé, í samráði
við ráðherra, heimilt að taka að sér
ólögbundin verkefni með samn-
ingum. Ekki er tekið sérstaklega
fram að heimildin nái til verkefna
erlendis. - shá
Úttekt Ríkisendurskoðunar:
Skýra þarf laga-
heimildir LHG
VÉLAKOSTUR Bæði flugvél og skip Gæsl-
unnar hafa sinnt verkefnum erlendis.
Gætu myndað stjórn í dag
Ný ríkisstjórn gæti verið mynduð í
Grikklandi í dag. Leiðtogi sósíalista-
flokksins Pasok sagði þetta í gærkvöldi.
Pasok, Nýi lýðræðisflokkurinn og vinstri
demókratar hafa fundað um myndun
stjórnar, en allir flokkarnir þrír eru
hlynntir björgunaráætlun ESB og AGS.
GRIKKLAND
STJÓRNMÁL Borgarstjórn Reykja-
víkur samþykkti eigendastefnu
fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á
fundi sínum í gær. Reykjavíkur-
borg á 94% hlut í fyrirtækinu en
auk höfuðborgarinnar á Akranes-
bær fimm prósenta hlut og Borg-
arbyggð eitt prósent.
Dagur B. Eggertsson, formað-
ur borgarráðs, segir að samþykkt
borgarstjórnar á eigendastefn-
unni sé eigendum og fyrirtæk-
inu sjálfu til hagsbóta. Stefna
fyrirtækisins sé skýrari fyrir
vikið sem og hlutverk allra sem
að málum fyrirtækisins koma
þ e g a r t a k a
þurfi veiga-
miklar ákvarð-
anir.
Í eigenda-
stefnunni er
me ð a l a n n -
ars fjallað um
hlutverk, fjár-
hagsleg mark-
mið, umboð og
valdmörk, sam-
skipti og skýrslugjöf og auðlinda-
nýtingu og afgjald.
Þá er kjarnastarfsemi fyrir-
tækisins skilgreind sem rekst-
ur vatns-, hita-, raf- og fráveitu,
sölu og framleiðslu á rafmagni
og heitu og köldu vatni. Loks er
fyrirtækinu sett það markmið
að skila eigendum sínum arði og
veita viðskiptavinum þjónustu á
sanngjörnu og samkeppnishæfu
verði.
Unnið hefur verið að gerð
eigendastefnunnar um nokk-
urt skeið og voru drög að henni
kynnt á síðasta ári. Síðan bárust
ýmsar umsagnir frá samtökum
og einstaklingum og er eigenda-
stefnan nú fullkláruð.
- mþl
Meðal annars fjallað um hlutverk, markmið, umboð og valdmörk og samskipti:
Eigendastefna um OR samþykkt
DAGUR B.
EGGERTSSON