Fréttablaðið - 20.06.2012, Qupperneq 6
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR6
HVER ÞREMILLINN? Sendið okkur myndir og upplýsingar um sóðaskap, hirðu-leysi, slysagildrur og fleira. thremillinn@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Alþingismenn sam-
þykktu fjögurra ára og tólf ára
samgönguáætlanir í gær. Þær
voru samþykktar samhljóða, 43
þingmenn greiddu þeim atkvæði
sitt. Ýmsar breytingar voru gerðar
á frumvörpum ráðherra og komu
flestar frá meirihluta umhverfis-
og samgöngunefndar.
Þá var samþykkt breytingar-
tillaga átta þingmanna Norð-
austurkjördæmis um að miða
rannsóknum og undirbúningi Seyð-
isfjarðarganga þannig að hægt sé
að hefja framkvæmdir við þau
samhliða Norðfjarðar- og Dýra-
fjarðargöngum.
Framkvæmdum við Norðfjarð-
argöng verður flýtt og munu þær
hefjast á næsta ári. Settir verða
1,2 milljarðar í verkefnið þá og 2,5
árið 2014. Það verður því mikið
um gangaboranir á næstunni, því
Alþingi samþykkti nýverið heimild
til fjármálaráðherra um lán vegna
Vaðlaheiðarganga, en þau göng
verða tekin út fyrir samgöngu-
áætlun.
Við þetta bætist að í langtíma-
áætluninni er gert ráð fyrir að
Norðfjarðargöngum verði lokið á
öðru fjögurra ára tímabili áætl-
unarinnar, með alls 6,8 milljarða
króna framlagi. Í framhaldi af því
verða lagðir sex milljarðar króna
í önnur jarðgöng. Þá verður fram-
kvæmdum við Dýrafjarðargöng
flýtt og þeim lokið 2018.
Fé til jarðganga næstu árin
hleypur því á tugum milljarða.
Á meðal breytinga sem nefndar-
meirihlutinn lagði til var að verja
2,3 milljörðum króna til uppbygg-
ingar nýs Herjólfs og til fram-
kvæmda við Landeyjahöfn, einum
milljarði árið 2013 og 1,3 milljörð-
um árið 2014.
Af þessu fé er 440 milljónum
króna varið í hlutafjárframlag til
hlutafélags um kaup á nýrri ferju
með þátttöku Vestmannaeyjabæjar,
60 milljónum króna til þarfagrein-
ingar, hönnunar og tankprófana á
nýrri ferju og 1.800 milljónum í
framkvæmdir við Landeyjahöfn.
kolbeinn@frettabladid.is
Tugir milljarða í
jarðgöng næstu árin
Alþingi gerði ýmsar breytingar á samgönguáætlun sem samþykkt var í gær.
Norðfjarðargöngum verður flýtt og fé sett í rannsóknir á Seyðisfjarðargöngum.
2,3 milljarðar fara í nýjan Herjólf og Landeyjahöfn. Bora á fjölda jarðganga.
LANDEYJAHÖFN Alls fara 1,8 milljarðar króna í framkvæmdir við Landeyjahöfn á fjögurra ára samgönguáætlun. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Samgönguáætlun 2011 til 2014 gerir ráð fyrir að tæplega 21 milljarður fari í
málaflokkinn á næstu fjórum árum. Til viðbótar bætast markaðar tekjur til
vegamála, svo sem bensíngjald, upp á rúmlega sex milljarða króna. Hér má
sjá skiptinguna eftir málaflokkum í milljónum króna:
Siglingamál 6.534
Flugmálastjórn 958,3
Vegaáætlun 10.682*
Umferðaröryggisáætlun 1.360
Samtals 20.673,7
*Við bætast markaðar tekjur upp á 60,5 milljarða króna.
21 milljarður úr ríkissjóði á fjórum árum
Nokkuð hefur borið á því að rusli og drasli sé
fleygt við hlið gömlu starfsstöðvar Sorpu við Mið-
hraun í Garðabæ. Þar er engin starfsemi eins og
stendur. Þegar ljósmyndara bar að garði síðdegis
í gær stóð sófi á gangstéttinni við hliðið. Það er
ekki fyrsta mublan sem þar hefur verið skilin eftir.
Sorpa lokaði starfsstöðinni um áramótin 2009-2010
og hefur hún verið lokuð síðan. Þar er jafnframt
skilti sem bendir rusleigendum á að ný starfsstöð
Sorpu fyrir svæðið sé á Breiðhellu í Hafnarfirði.
Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ er það
bæjarins að hirða rusl við og á götum bæjarins.
Allar ábendingar um drasl séu vel þegnar. Rusla-
hirðunni fylgir þó kostnaður fyrir bæinn.
Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu segir að eitt-
hvað beri á því, strax eftir að stöðvum hefur verið
lokað, að fólk skilji rusl eftir við hliðið. Stöðin við
Miðhraun hefur verið lokuð í rúm tvö ár. - bþh
Drasli fleygt við yfirgefna lóð
YFIRGEFINN SÓFI Skýrt kemur fram á skiltinu við yfirgefna
lóðina að Sorpa hafi ekki starfsstöð þar og fólki bent á
næstu stöð á Breiðhellu í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VIÐSKIPTI Eignabjarg ehf., dóttur-
félag Arion banka, seldi á mánudag
Pennann á Íslandi ehf. til fjárfesta-
hóps undir forystu Ingimars Jóns-
sonar, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Pennans. Hann starfaði hjá
Pennanum þegar Gunnar Dungal
átti hann, en Gunnar seldi Penn-
ann í júní 2005.
Auk Ingimars leiða Ólafur Stef-
án Sveinsson og Stefán D. Frank-
lín eigendahópinn. Kaupverðið fæst
ekki uppgefið. Samkvæmt svari
Arion banka við fyrirspurn Frétta-
blaðsins er það trúnaðarmál. Penn-
inn á og rekur verslanir Eymunds-
son, Pennans, Griffils og Islandia.
Kaupin eru gerð með fyrirvara um
samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Arion banki tók Pennann ehf.
yfir í mars 2009 og stofnaði nýtt
félag utan um rekstur hans. Um
átta milljarða króna skuldir voru
skildar eftir í þrotabúi gamla Penn-
ans og um 1,2 milljarða króna skuld
við Arion var breytt í nýtt hlutafé
þegar nýja félagið var sett á fót.
Penninn hafði því verið í eigu
bankans í 39 mánuði þegar hann
var loks seldur á mánudag. Ekk-
ert eitt félag hefur verið lengur í
eigu banka eftir hrun. Samkvæmt
lögum mega bankar einungis eiga
fyrirtæki í óskyldri starfsemi í tólf
mánuði án þess að leita undanþágu
vegna þess hjá Fjármálaeftirlitinu.
- þsj
Penninn var seldur til hóps fjárfesta á mánudag en kaupverðið er trúnaðarmál:
Arion átti Pennann í 39 mánuði
SELDUR Penninn á og rekur versl-
anir Eymundsson, Pennans, Griffils og
Islandia. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÍÞRÓTTIR Frítt verður á æfinga-
svæði fjölmargra golfklúbba í
dag í tilefni af Golfdeginum. Þá
verður börnum og unglingum
kynnt íþróttin og kennd undir-
stöðuatriði.
Golfdagurinn er haldinn í til-
efni af Ólympíuviku Íþróttasam-
bands Íslands. Keppt verður í
golfi á leikunum í Ríó árið 2016 í
fyrsta sinn síðan árið 1904.
Golf er næstvinsælasta íþróttin
á Íslandi og eru um sautján þús-
und félagar í golfklúbbum hér.
- þeb
Golfdagurinn er í dag:
Æfingasvæði
golfklúbba opin
Vilt þú að sá tími sem einn ein-
staklingur getur setið í embætti
forseta Íslands verði takmark-
aður?
JÁ 60,4%
NEI 39,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú ánægð(ur) með að
þingmenn hafi komist að sam-
komulagi um þinglok?
Segðu þína skoðun á vísir.is.
KJÖRKASSINN
Sumarhappdrætti
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Útdráttur 17. júní 2012
Toyota Yaris Terra 1.0 að verðmæti kr. 2.770.000
31661 58793
Ferðavinningar frá Úrval-Útsýn að verðmæti kr. 500.000
12721 26751 52581
15481 32537 57360
21614 36466 64376
Ferðavinningar frá Úrval-Útsýn að verðmæti kr. 250.000
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar veittan stuðning og óskar
vinningshöfum til hamingju.
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu félagsins að
Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535-0900.
361
1293
1859
2809
3296
4422
6155
6308
8070
8898
10528
10624
11873
12254
12892
13092
13563
14253
14918
16365
16871
17231
21190
21254
21416
22695
23680
26166
27010
28420
30559
31461
31933
32973
33745
34286
36054
37412
39403
40905
41325
42435
42571
43632
45468
45766
46136
46555
46985
49436
50626
52508
52815
53205
53547
53816
56964
58372
58665
59455
60644
61357
61414
61438
61972
62444
62465
62595
63576
64016
64113
64386
66728
68010
69844
71262
72252
72803
74929
75631
76372
78493
79895
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA
Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds
Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast
glæsilegt grill.
ER
VINN
INGS
SKÍFA
Í PAK
KANU
M
ÞÍNU
M?
VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT
WEBER GRILL?
2 x Weber E310
kr. 132.990
28 x Weber Smokey Joe
kr. 16.950