Fréttablaðið - 20.06.2012, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 20. júní 2012 25
Tónlistarmaðurinn Bobby
Brown gekk að eiga umboðs-
mann sinn, Aliciu Etheredge, á
Havaí á mánudaginn. Athöfnin
var haldin að viðstöddum nán-
ustu vinum og ættingjum þeirra
en Brown kraup á kné og bað
Etheredge á tónleikum með sveit
sinni New Edition árið 2010.
Brown skildi við söngkonuna
sálugu Whitney Houston árið
2007 en þau eiga saman eina
dóttur, Bobbi Kristinu Brown,
sem er 19 ára gömul. Hún mætti
ekki í brúðkaupið en samband
feðginanna ku ekki vera upp á
sitt besta þessa stundina.
Giftir sig
GIFTUR MAÐUR Bobby Brown giftist
unnustu sinni Aliciu Etheredge á Havaí á
mánudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY
Sharon Osbourne brast í grát er hún ræddi veik-
indi sonar sín í sjónvarpsþættinum The Talk fyrir
stuttu. Jack Osbourne, sonur Sharon og Ozzy
Osbourne, greindist nýverið með MS, aðeins 26
ára að aldri.
Osbourne þakkaði fyrir allar þær heillaóskir
sem borist hafa fjölskyldunni frá því að greint
var frá sjúkdómi sonar hennar áður en hún
brast í grát. „Það sem ég er að gera núna hjálp-
ar engum því ég er full sjálfsvorkunnar. Þá er
betra að hugsa jákvætt,“ sagði Osbourne sem er
einn af þáttastjórnendum The Talk sem sýndur
er á sjónvarpsstöðinni CBS.
Pabbi Jacks, rokkarinn Ozzy Osbourne, hefur
hvatt son sinn til að fá álit hjá fleiri læknum.
„Ég var ranglega greindur með MS,” sagði hann.
Grét vegna Jack
GRÉT Í BEINNI Sharon Osbourne brast í grát er hún ræddi
veikindi sonar síns. NORDICPHOTOS/GETTY
Karlfyrirsætan David Gandy
hefur barist ötullega fyrir launa-
jöfnuði innan fyrirsætubransans,
en kvenfyrirsætur fá að jafnaði
töluvert hærri laun en karlfyrir-
sætur. Að auki segir Gandy að
sumar ofurfyrirsæturnar séu
hortugar og erfiðar að vinna með.
„Mér semur ekki vel við Gisele
Bündchen. Við rífumst mikið
og finnst ekki gaman að vinna
saman. Við erum vissulega hepp-
in með útlitið en við björgum ekki
mannslífum með starfi okkar og
mér mun aldrei semja við mann-
eskju sem telur sig betri en annað
fólk. Mitt ráð til upprennandi
fyrirsæta er einfalt: Ekki ofmetn-
ast þrátt fyrir velgengni,“ sagði
Gandy.
Ekki hrifinn
af Bündchen
EKKI VINUR BÜNDCHEN David Gandy
segist ekki hafa gaman af því að vinna
með Gisele Bündchen. NORDICPHOTOS/GETTY
Ungstirnið Justin Bieber er orð-
inn náinn fjölskyldu kærustu
sinnar, Selenu Gomez, en hann
sást á góðgerðakvöldverði ásamt
móður Gomez og stjúpföður á
dögunum. Bieber sat við fjöl-
skylduborðið og þykir það merki
um að Bieber hafi verið sam-
þykktur af tengdafjölskyldu sinni
en kærustuparið sat hlið við hlið
við borðhaldið. Samkvæmt heim-
ildum People voru Gomez og Bie-
ber út af fyrir sig og vildu ekki
stela athyglinni frá sjálfu mál-
efninu en þau eru eitt frægasta
kærustupar í heimi um þessar
mundir.
Hangir með
tengdó
NÁIN Fjölskylda Selenu Gomez bauð
kærasta hennar, Justin Bieber, með sér
á góðgerðakvöldverð á dögunum.
NORDICPHOTOS/GETTY
LEIÐIN TIL
HOLLUSTU
www.skyr.is
Norræna matvælamerkið
Skráargatið auðveldar þér að
velja holla matvöru.
Vörur með Skráargatinu verða
að uppfylla ákveðin næringar-
viðmið og teljast hollastar í
sínum fæðuflokki.
Skyr.is drykkirnir standast
þessar ströngu kröfur, þú
getur því treyst á hollustu
Skyr.is.