Fréttablaðið - 20.06.2012, Qupperneq 38
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR26 26
menning@frettabladid.is
UNNUR BIRNA KARLSDÓTTIR Fannst það kærkomin tilbreyting að stíga út úr glímunni við fræðin og heimildirnar og hverfa á vit
skáldskaparins, sem hún fékkst við hvenær sem henni gafst laus stund undanfarin þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það kemur alltaf nýr dagur
nefnist fyrsta skáldsaga
Unnar Birnu Karlsdóttur,
sem kom út hjá Bjarti á
dögunum. Bókina skrifaði
Unnur Birna samhliða dokt-
orsritgerð í sagnfræði.
Það kemur alltaf nýr dagur fjallar
um Ásu, sem búið hefur í New York
um skeið. Þegar maðurinn hennar
yfirgefur hana fyrir aðra konu og
faðir hennar deyr snýr hún heim á
eyðibýlið sem einu sinni var æsku-
heimili hennar og við tekur upp-
gjör við fortíðina.
Þetta er fyrsta skáldsaga Unnar
Birnu Karlsdóttur, sem er sagn-
fræðingur að mennt. Hún varði
doktorsritgerð sína um náttúrusýn
Íslendinga fyrir tveimur árum og
skrifaði skáldsöguna með fram
henni og öðrum verkefnum.
„Þetta byrjaði á því að ég fékk
hugmynd að sögu,“ rifjar hún upp.
„Ég fór að punkta hjá mér ýmsar
hugleiðingar og hugdettur varð-
andi hana og eitt leiddi af öðru.
Fyrr en varði var ég langt komin
með handrit að skáldsögu.“
Unnur Birna vann við skáldsög-
una á kvöldin og um helgar eða
hvenær sem það gafst laus tími.
Hún segir það ekki hafa vafist
fyrir sér að vera á kafi í fræða-
heimunum á daginn en hverfa á
vit skáldskaparins á kvöldin.
„Ég átti ekki í neinum vand-
ræðum með það, þvert á móti var
það mjög kærkomin tilbreyting að
stíga út úr hinni fræðilegu glímu;
heilastarfsemin er öðruvísi þegar
maður skrifar fræðitexta og skáld-
skap. Doktorsritgerð leggur maður
í dóm annarra og er sniðinn annar
stakkur. Í skáldskap eru efnistökin
frjálsari.“
Spurð út í efni bókarinnar segir
hún lífið sjálft hafa látið sér það
í té.
„Maður heyrir sögur bæði frá
fólki sem maður þekkir og þekkir
ekki og fer að hugsa hvernig það
er að vera manneskja í samtíma-
heimi, að vinna með ást, sorg og
svik. Þetta eru hin undirliggjandi
þemu hjá mér, sem og minningar
sem mér finnst heillandi viðfangs-
efni; hvernig við minnumst yfir
ævina, hvers við minnumst og vilj-
um ekki minnast og hvernig það
hefur áhrif á okkur og getur mótað
ákvarðanir okkar, bæði góðar og
vondar.“
Unnur Birna segir líklegt að hún
eigi eftir að skrifa fleiri skáld-
sögur en efast um að það verði á
kostnað sagnfræðinnar. „Ég hef
ástríðu fyrir hvoru tveggja og
gæti líklega ekki af öðru séð. Mér
finnst heillandi tilhugsun að sam-
eina þessi tvö svið, til dæmis í
sögulegri skáldsögu og á sjálfsagt
eftir að skoða það í fullri alvöru.
Af nógu er að taka í heimildum.“
bergsteinn@frettabladid.is
Kærkomið að stíga út úr
hinni fræðilegu glímu
Kammerkórinn Schola cantorum
syngur íslenskar og erlendar
kórperlur í hádeginu í dag í Hall-
grímskirkju í
tilefni Alþjóð-
legs orgel-
sumars 2012
sem hófst um
síðustu helgi.
Þannig verður
það alla mið-
vikudaga í
sumar klukk-
an 12. Á sama
tíma á fimmtu-
dögum munu íslenskir orgelleik-
arar leika á hið stóra og hljóm-
mikla Klais-orgel og í þessari
viku ríður Laszlo Petö, organisti
Stykkishólmskirkju, á vaðið. Allir
organistarnir gefa vinnu sína til
styrktar viðgerðarsjóði orgelsins
í Hallgrímskirkju.
Tónleikarnir standa í um hálfa
klukkustund. Miðaverð er 1.500
krónur en ókeypis er fyrir félaga
í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.
- gun
Hádegistón-
leikar í Hall-
grímskirkju
LASZLO PETÖ
ORGANISTI
ÞÝSKI SPUNATÓNLISTARMAÐURINN Christoph Schiller heldur tónleika í 12
tónum, Skólavörðustíg 15, ásamt Loïc Grobéty. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00.
Næstu daga, 21. til 24. júní, verður
Reggísumar í Bíói Paradís. Á þess-
ari litlu kvikmyndahátíð verður
sýnd ný heimildamynd um Bob Mar-
ley, Marley eftir Kevin McDonald,
auk heimildarmyndarinnar Rise Up
og kvikmyndarinnar Rockers.
Gestir munu einnig njóta lifandi
tónlistar þessa daga, en fimmtu-
daginn 21. júní mun reggíhljóm-
sveitin Ojba Rasta spila eftir sýn-
ingu á Marley, upp úr klukkan
22.30. Á föstudaginn 22. júní mun
svo reggísveitin Amaba Dama
spila fyrir gesti eftir sýningu á
Rockers, upp úr klukkan 21.45.
Auk þeirra mun plötusnúðahópur-
inn RVK Soundsystem spila ljúfa
reggítóna í sal fyrir sýningu og í
hléi alla fjóra daga sýningarinnar.
Það er einmitt RVK Soundsys-
tem sem stendur fyrir sýning-
unni í samstarfi við Bíó Paradís,
en það er hópur fimm plötusnúða
og tónlistarmanna, þeirra DJ Elv-
ars, Gnúsa Yones, DJ Kára, Kalla
Youze og Arnljóts úr Ojba Rasta.
Hópurinn vill auka veg og virð-
ingu reggítónlistar á Íslandi og
stendur fyrir reglulegum reggí-
viðburðum bæði á Hemma & Valda
og Faktorý.
Tveir dagar helgaðir
reggíkvikmyndum
OJBA RASTA Leikur fyrir gesti á Reggísumari í Bíói Paradís á morgun,
eftir sýningu heimildarmyndarinnar Marley eftir Kevin McDonald.
Heilsueldhúsið
1. vinningur:
Chervrolet Cruze LTC sjálfskiptur. Nýr bíll frá Bílabúð Benna.
Verðmæti kr. 3.690.000
38039
2.-31. vinningur:
Ferðavinningur að eigin vali fyrir 2 eða fleiri með Heimsferðum.
Hver að verðmæti kr. 300.000
994 23420 35857 39015 46512
5000 25109 35976 39052 49477
13878 26253 36282 39162 49767
17338 29241 36334 39497 53413
18220 29698 37582 39795 57565
20166 31538 38111 43128 60187
32.-61. vinningur:
Apple iPad spjaldtölva, 32GB 4G/Wi-Fi frá Epli.is.
Hver að verðmæti kr. 144.900
203 9210 20183 32078 51617
1424 9673 22569 33531 52035
2188 11867 28586 35386 55207
4879 14132 30776 38780 56632
5228 18533 31044 40711 56940
7067 18873 32072 41727 57923
62.-105. vinningur:
Gisting ásamt morgunverði í tvær nætur fyrir 2 auk kvöldverðar
annað kvöldið hjá einhverju Fosshótelana.
Hver að verðmæti kr. 60.000
1991 5218 16889 22041 25165 37229 47362 56910
2983 6102 20496 22630 25713 40533 47897 57234
3716 6586 20547 23214 31039 44119 48723
3813 7483 20892 23685 31635 45306 49663
4260 7880 21391 24021 33852 45746 51072
4342 11655 21471 24613 35266 45876 52421
Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindraafélagsins, Hamrahlíð 17.
Upplýsingasími 525 0000. Birt án ábyrgðar
VINNINGASKRÁ
Vorhappdrætti 2012. Dregið 15. júní 2012