Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 20.06.2012, Qupperneq 40
28 20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR Leikkonan Anne Hathaway fer með hlutverk í söngvamynd- inni Les Miserables og þurfti að grenna sig töluvert fyrir það. Hathaway segir í viðtali við tíma- ritið Allure að það hafi reynst henni erfitt að þola megrunar- kúrinn sem hún var sett á. „Ég er á sjötta degi í megrun og kúrinn varð til þess að ég fékk útbrot, sem er frábært. Það jafnast ekkert á við það að borða hummus og radísur allan daginn og fá bólur þar að auki,“ sagði leikkonan. Hathaway fer einnig með hlut- verk Kattarkonunnar í spennu- myndinni The Dark Knight Rises sem frumsýnd verður í lok júlí. Óánægð með kúrinn „Ég spila á flest hljóðfæri á nýju plötunni,“ segir Ólöf Arnalds, sem leikur lög af væntanlegri breið- skífu sinni, Sudden Elevation, í bland við tónsmíðar af fyrri plöt- um og eftir aðra tónlistarmenn á tvennum tónleikum á Café Flóru í Grasagarðinum á morgun og hinn. Nýja platan er væntanleg með haustinu og stýrir Skúli Sverris- son, bassaleikari og tónskáld, upp- tökum hennar og verður henni til halds og traust í Grasagarðinum. Tilefni tónleikanna eru sumarsól- stöður og fylgir hún þar með eftir sumar- og vetrarsólstöðutónleikum sínum á síðasta ári. „Platan verður öll á ensku, það er breyting frá fyrri plötunum en annars er ég að fara dýpra inn í þá fagurfræði sem ég hef verið að búa til í nokkur ár. Þetta eru stærri útsetningar en ég hef gert áður,“ segir Ólöf sem spilar á ýmsa gítara, strengi og syngur margar raddir í nýju verkunum. Upptökum plöt- unnar er lokið en hún er væntan- leg í október. Á sama tíma koma út þrjár smáskífur með b-hliðum frá Ólöfu sem hafa að geyma ábreið- ur. „Ábreiða fyrstu smáskífunnar verður Mr. Tambourine Man eftir Bob Dylan,“ segir Ólöf sem leggur land undir fót í haust. „Ég mun setj- ast aftur upp í flugvélina og spila víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan á næsta eina og hálfa ári.“ - hþt Leikur ný lög á Flóru ALÞJÓÐLEG Ólöf spilar á flest hljóðfæri nýju laganna sem eru væntanleg með haustinu. Eftir útgáfuna mun hún spila í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Japan. ÓSÁTT MEÐ MEGRUN Anne Hathaway er ósátt við megrunarkúrinn sem hún er á. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlist ★★★★ ★ Leyfðu ljósinu Hildur Guðnadóttir Leyfðu ljósinu er þriðja platan sem Hildur Guðnadóttir, selló- leikari og tónsmiður, gefur út hjá enska fyrirtækinu Touch Records. Touch starfar á mörkum nýklass- ískrar tónlistar og raftónlistar og Leyfðu ljósinu passar vel inn í það umhverfi. Eins og Jóhann Jóhannsson, sem einnig gefur út hjá Touch, þá byrjaði Hildur í poppinu, söng í hljómsveitinni Rúnk og hefur spilað með hljóm- sveitum á borð við múm, Stórsveit Nix Noltes og Stillupp- steypu, en er nú komin yfir í aðra sálma. Tónlistin á Leyfðu ljósinu er öll tekin upp „live“. Hildur spilar á sellóið, syngur og notar raftól, m.a. til að vinna með hljóðin, en hún gerir það allt saman á meðan á upptökum stendur. Það er engu breytt eða bætt við eftir á. Það eru tvö verk á plötunni, Prelude, sem er stutt forspil og svo Leyfðu ljósinu sem er rúmar 35 mínútur. Í Prelude er sellóið eina hljóð- færið, en í Leyfðu ljósinu notar Hildur meðal annars tólin sín til þess að taka upp röddina og spila hana aftur og býr þannig til marglaga röddun. Þegar ég hlustaði á plötuna fyrst hélt ég að hún væri með kór með sér. Verkið byrjar mjög lágstemmt með sellói og einni rödd, en smám saman bætast raddir og hljóð við verkið og það stigmagnast og tekur ýmsum breytingum. Hildur vinnur líka með steríóhljóminn, tónlistin ferðast á milli hátalaranna sem bætir í þá tilfinningu að þarna sé hópur flytjenda að verki, en ekki ein manneskja. Á heildina litið er þetta mjög flott verk sem virkar best spilað á góðum styrk. Í senn einfalt og margslungið. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Þriðja plata Hildar Guðnadóttur fyrir Touch-útgáfuna er athyglisvert sambland af raftónlist og nýklassík. Einfalt en margslungið SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS WHAT TO EXPECT WHEN... KL. 5.45 - 8 - 10 12 PIRANHA 3D KL. 10.20 16 PROMETHEUS KL. 5.45 - 8 16 WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 5.35 - 8 - 10.25 L WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING LÚXUS KL. 5.35 - 8 L MADAGASCAR 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L MADAGASCAR 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L PRIANHA 3DD ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10 16 PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.30 16 PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 10.30 16 MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 STUNDUM ÞARFTU AÐ STÍGA INN Í LÍF ANNARRA, TIL AÐ SJÁ HVAÐ VANTAR Í ÞITT. MYNDIN SEM ER AÐ SLÁ Í GEGN UM ALLAN HEIM! -V.J.V., SVARTHOFDI.IS- ROGER EBERT WHAT TO EXPECT WHEN EXPECTING KL. 5.35 - 8 - 10.25 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16 MOONRISE KINGDOM KL. 8 - 10.10 L MIB 3 2D KL. 5.30 10 WHAT TO EXPECT 5.50, 8, 10.15 INTOUCHABLES - ISL TEXTI 4, 8 MADAGASKAR 3 3D 4, 6 MADAGASKAR 3 2D 4 PROMETHEUS 3D 10.20 SNOW WHITE 7, 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% „Scott ... tekst að skapa rafmagnaða stemningu í Prometheus“ -V.J.V., Svarthofdi.is - Roger Ebert EGILSHÖLL 12 12 12 10 16 16 16 16 V I P 12 12 12 L L L L L L L ÁLFABAKKA 12 12 L L AKUREYRI 16 JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MILEY CYRUS DEMI MOORE 12 12 12 L L L KRINGLUNNI 12 12 16 KEFLAVÍK L SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á FRÁ LEIKSTJÓRA HAIRSPRAY KEMUR PARTÝMYND SUMARSINS – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 00 01 6 /1 2 Gildir til 30. júní Lægra verð í Lyfju 20% afsláttur Lactocare daily kemur jafnvægi á þarmaflóruna. Lactocare travel er talið fyrirbyggja meltingar- óþægindi á ferðalögum. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas MIÐVIKUDAGUR: UNG (GOODBYE FIRST LOVE) 17:50, 20:00, 22:10 SUMARTÍÐ (SUMMER HOURS) 17:50, 20:00 COOL CUTS: LEGENDS OF VALHALLA-THOR 18:00 COOL CUTS: JAR CITY 20:00 COOL CUTS: LAST DAYS OF THE ARCTIC 22:00 TYRANNOSAUR 18:00 IRON SKY 22:10 BLACK’S GAME 20:00, 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. “Létt og ánægjuleg.” -The Guardian “Einstök mynd.” -The New York Times 21. JÚNÍ: MARLEY + REGGÍHÁTÍÐ!ALLT Á SÉR SÍNA TÍÐ SUMARTÍÐGOODBYE FIRST LOVEUNG Myndin sem slegið hefur í gegn í Evrópu og vestanhafs á undanförnum vikum!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.