Fréttablaðið - 20.06.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 20.06.2012, Síða 46
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR34 GOTT Á GRILLIÐ „Við bjuggum okkur bara til ofur- hetjubúninga,“ segir Örvar Helga- son, háseti á frystitogaranum Venusi, sem ásamt áhöfn sinni blés til keppni um flottasta ofur- hetjubúninginn á þjóðhátíðardag- inn. „Þetta byrjaði allt með því að við horfðum á heimildarmynd um alvöru ofurhetjur í Bandaríkjun- um. Svona ruglað fólk sem klæð- ir sig upp í búninga og reynir að stöðva glæpi á nóttinni,“ segir Örvar. Eftir áhorfið hófu félagarn- ir að útbúa eigin ofurhetjugervi og héldu keppni þar sem þeir spröng- uðu um togarann í búningunum í tvo tíma. Ekki var þó hægt að velja sigurvegara enda um of flotta bún- inga að ræða að sögn Örvars. „Við vorum komnir í þennan gír eftir tíu daga úti á sjó. Hvað ætli við gerum eftir fjörutíu daga. Það er nefnilega alveg snargeggjað lið hérna um borð,“ segir Örvar um uppátækjasemi þeirra félaga sem sigla nú um Reykjaneshrygginn og stefna á að halda keppnina árlega. „Við toppum þetta á næsta ári og gerum líka dagatal.“ - hþt Sjómenn héldu vígalega ofurhetjukeppni UPPÁTÆKJASAMIR Áhöfn frystitogarans Venusar var heldur skrautleg á þjóðhá- tíðardaginn. „Esjan er alltaf lúmsk,“ segir Sig- urður Kiernan, framkvæmda- stjóri Investum Holdings, sem hyggur á 70 kílómetra hlaup á Esjunni næsta laugardag í nýja íslenska ofurhlaupinu Mt. Esja Ultra Xtreme. Þátttakend- ur hlaupsins geta valið milli tveggja, fimm eða tíu ferða upp og niður Esjuna, eða 14, 35 og 70 kílómetra. Sigurður mun með hlaupi sínu taka þátt í erfiðasta fjallahlaupi sem haldið hefur verið á Íslandi, en fjórir eru skráðir í sömu vegalengd. Hann hóf að hlaupa af alvöru fyrir rúmum þrem- ur árum og hefur tekið þátt í Laugavegshlaupinu og hlaupum í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Kanaríeyjum. „Hlaupið á Kanarí var 123 kílómetra langt og náði þvert yfir eyjuna. Ég tók einnig þátt í 85 kílómetra fjallahlaupi í Bandaríkjunum í síðasta mán- uði.“ Að þessu sögðu mætti ætla að Esjuhlaupið væri lítið mál fyrir svo vanan hlaupara. „Það er ekkert létt að hlaupa Esjuna. Það er margt sem getur komið upp á og Esjan er mjög brött. Maður þarf sérstaklega að passa sig á að fara ekki of geyst á niðurleið.“ Sigurður segist velja fjalla- hlaup umfram götuhlaup. „Þau eru meira ferðalag og maður fær að dást að náttúrunni.“ Hugmyndin að baki Esjuhlaup- inu er að gefa fólki möguleika á að safna punktum hérlendis fyrir erlend hlaup. Rúmlega fimmtíu hafa skráð sig en netskráningu á hlaup.is lýkur á miðnætti í kvöld. Jafnframt verður mögulegt að skrá sig í versluninni Afreksvör- um í Glæsibæ til lokunar á morg- un. Nánari upplýsingar um hlaup- ið má finna á esjuhlaup.is. - hþt Hleypur 70 kílómetra á Esju ERFIÐASTA HLAUPIÐ Sigurður Kiernan mun hlaupa tíu ferðir upp og niður Esju í erfiðasta hlaupi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það er ótrúlega skemmtilegt að skrifa bók með karakterum sem voru algjörlega lifandi í höfðinu á manni,“ segir rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð. Hann sendir í haust frá sér skáldsöguna Blóð hraustra manna. Hið óvenjulega er að hún er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. Til stendur að byggja framhalds- mynd hennar, sem er í undir- búningi, að stórum hluta á sögu Óttars. „Það er oft áskorun fyrir rithöfunda að blása lífi í persón- urnar í bókunum sínum en þarna var ég að vinna með lifandi pers- ónur,“ segir Óttar, sem átti því auðvelt með að koma sér af stað í skrifunum. Leikstjóri Borgríkis, Ólafur Jóhannesson, hafði samband við hann í byrjun ársins og spurði hvort hann vildi taka þátt í sam- starfi hans og Hrafnkels Stefáns- sonar en þeir sömdu handritið að Borgríki. Þeir voru þegar búnir að skrifa beinagrind að handriti Borgríkis 2, eða Blóði hraustra manna, eins og hún kemur til með að heita, og vildu að Óttar hjálp- aði þeim við að þróa hugmyndina áfram. „Þetta er eitthvað nýtt og það er kannski ástæðan fyrir því að ég samþykkti að gera þetta. Ég var með nýja bók í höfðinu en síðan kom þetta á ská,“ segir Óttar, sem hefur í gegnum árin hjálpað nokkrum leikstjórum með handritin þeirra. „Þetta er orðinn „díalógur“. Stóra hugmyndin hjá þeim var fín en það voru litlar holur í henni hér og þar. Það er langur vegur frá tuttugu blað- síðna beinagrind í fjögur hundr- uð blaðsíðna skáldsögu. Núna er ég kominn með bók og þá fara þeir að bregðast við henni. Þetta er bolti sem við ætlum að kasta á milli okkar.“ ÓTTAR MARTIN NORÐFJÖRÐ: BOLTI SEM VIÐ ÆTLUM AÐ KASTA Á MILLI Samdi nýja skáldsögu sem er framhald Borgríkis Í Blóði hraustra manna er haldið áfram með sögu aðal- persónanna fjögurra sem Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigur- jónsson og Zlatko Krickic léku í Borgríki, auk þess sem ein ný persóna er kynnt til leiks. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er líklegt að Þorvald- ur Davíð Kristjánsson leiki hana í myndinni en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Stikla úr framhaldsmyndinni var nýlega sýnd erlendum fjárfestum og hún hitti í mark því dreifing- arfyrirtækið Celluloid Dreams tryggði sér sýningarrétt hennar í Evrópu þrátt fyrir að enn eigi eftir að taka hana upp. Verið er að fjármagna myndina og reikn- að er með frumsýningu eftir um tvö ár. Hvað varðar endurgerð Borg- ríkis í Hollywood er vinna hafin á vegum fyrirtækisins New Regency við að skrifa handrit- ið og samkvæmt því á myndin að gerast í Chicago. Enn á samt eftir að koma í ljós hvort endur- gerðin verði að veruleika. freyr@frettabladid.is FRAMHALD BORGRÍKIS Óttar Martin Norðfjörð hefur samið bók sem er framhald glæpamyndar- innar Borgríkis með Ingvari E. Sig- urðssyni í einu aðalhlutverkanna. Mér finnst best að grilla kjúklingabringur og búa til sérstaka sælkerafyllingu sem ber heitið Hrafnkell Gunni og inniheldur rjómaost, chili, kóríander, sólþurrkaða tómata, salt og pipar. Þyrí Huld Árnadóttir, dansari og með- limur listahópsins Garms Garmssonar. FRÉTTIR STÖÐVAR 2 Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag 1316 1713 3631 3863 5105 6809 7716 9803 11279 12540 13217 13440 14790 15316 15406 15886 16731 17846 20086 21486 24814 25013 25160 25532 25686 26606 27820 28366 29573 30181 30269 30557 31855 33596 34544 34801 38236 39564 40848 40956 41681 42815 43442 44279 46684 47773 49036 49492 50253 50498 51172 51768 52328 53043 53710 55195 56752 57313 58485 61272 61277 61331 62648 63134 63509 64843 65549 65629 69309 69559 69664 72947 76528 77052 77516 78952 80061 80285 80345 82144 84056 84185 85595 86760 87384 88073 88357 89428 89742 90630 93740 94111 96738 98719 101988 106451 106964 107044 108671 111095 113084 113112 113732 115086 115662 116061 117956 118049 118433 119690 119785 121756 122033 123019 123630 123733 125903 127797 128723 128815 129493 130986 132282 132696 133359 133621 137568 138426 138487 140349 140395 141571 141976 142074 142129 142242 142290 143032 143894 144008 144587 148539 148930 149171 149707 3728 6524 8822 14630 19860 26254 28096 31859 34030 36371 37510 39935 41770 46374 46381 54266 54965 55665 61817 62595 63210 63397 67157 67607 70378 73312 75479 78462 79853 83515 85834 85936 88251 90313 94391 95264 95406 96134 100447 115062 118081 118280 118472 121340 122483 133857 136234 136416 147875 149276 Vinningar Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 540 1900. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 2. júlí nk. Bi rt án á by rg ›a r Suzuki Kizashi, 5.880.000 kr. 3257 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 142835 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. Sumarhappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur 17. júní 2012 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.