Fréttablaðið - 19.07.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 19.07.2012, Síða 2
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR2 FÓLK „Mér finnst þetta ekki vera hlutur sem verður til þess að eldri borgurum líði vel,“ segir Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, um fyrirhug- aða áfengissölu á Hrafnistu í Reykjavík. E i n s o g Frétta blaðið skýrði frá í gær er verið að breyta borð- sal heimilis- fólks á Hrafn- istu í kaffihús þar sem hægt v e r ð u r a ð kaupa bjór og vín. „Ég er nú bindindismann- eskja í eðli mínu og finnst þetta dálítið furðulegt og skil þetta ekki almennilega,“ segir Jóna sem kveðst ekki hafa heyrt af málinu fyrr. „Hins vegar hef ég heyrt frá Vogi að það hafi aukist að það séu eldri borgarar sem þurfi þar að leita sér aðstoðar,“ segir Jóna. Til stendur að opna sérstaka deild fyrir aldraða þar. Erling Garðar Jónasson, for- maður Samtaka aldraðra, segir málið viðkvæmt. „Á öllum aldurs- skeiðum þurfum við að hafa visst frjálsræði og aðgengi að samfé- laginu. Það er grundvallar atriði en aðgangur að áfengi í óheftum mæli getur fyrir suma verið mjög óheppilegt. Þess vegna þarf að fara varlega,“ segir Erling og undir strikar að mannréttindi þessa hóps séu í húfi. „Við skulum heldur ekki gleyma því að fólk fer bara og nær í áfengi ef það vill það. Ef það kemst ekki sjálft þá sendir það leigubíl eftir því. Þá verður neyslan meiri og erfiðari og meiri leyndarhjúpur yfir henni,“ segir Erling. Jóna segist telja ýmislegt mikil vægara fyrir eldri borgara að gera en að hefja vínsölu á hjúkrunarheimilum. „Kaffihús væri allt í lagi að setja upp. Fólki finnst oft gaman að setjast niður saman og fá sér kaffi en það slær mig frekar illa að það sé vínveit- ingaleyfi þar,“ segir Jóna. Erling minnir á að einangrun gamals fólks sé oft mikil. „Þá leita sumir á náðir lyfja eins og áfengis til að eyða tímanum eða lina þjáningar,“ segir hann og vill gefa hugmyndinni á Hrafnistu tækifæri. „Við skulum leyfa þeim að prófa. Þeir eru með hjúkrunar- lið á heimsmælikvarða þannig að það er gætt að hverjum einasta sjúklingi mörgum sinnum á dag.“ gar@frettabladid.is Forystukonu illa við vínsölu á Hrafnistu Formanni Landssambands eldri borgara er illa við áformaða áfengissölu á Hrafnistu. Formaður Samtaka aldraðra segir að ekki megi hefta eldri borgara. Málið sé þó viðkvæmt því sumum öldruðum sé hætt við misnotkun á áfengi. NÝI MATSALURINN Glæsilegur borðsalur í eins konar bókakaffisstíl verður opnaður á Hrafnistu í haust. Þar verður selt áfengi til klukkan átta á kvöldin. MYND/HRAFNISTA JÓNA VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR ERLING GARÐAR JÓNASSON LÖGREGLUMÁL Tvennt var hand- tekið í Kópavogi í fyrrinótt eftir að hafa unnið skemmdarverk á íbúðarhúsi og veist að lögreglu- mönnum. Lögreglu barst tilkynning frá íbúum um að fólkið, sem er á þrí- tugsaldri, væri búið að brjóta rúðu í útidyrahurð hússins og léti ófrið- lega. Ekki liggur fyrir hvort það hugðist brjótast þar inn. Þegar lögregla kom á vett- vang brást fólkið hið versta við og sparkaði og sló til lögreglu- mannanna, sem sakaði þó ekki – að minnsta kosti ekki alvarlega. Fólkið var flutt í fangaklefa, undir talsverðum áhrifum vímugjafa, og til stóð að taka af því skýrslu síð- degis í gær. - sh Sváfu úr sér í fangaklefa: Vímaðir rúðu- brjótar réðust á lögreglumenn UPPLÝSINGATÆKNI Ísland er í sjö- unda sæti á lista landa Efna- hags og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir fjölda áskrifta að háhraðanettengingu hjá hverjum hundrað íbúum. Hér eru tenging- arnar 34,6 á hverja hundrað íbúa. Sviss er hins vegar í fyrsta sinn á toppi listans með 39,9 áskriftir á hverja hundrað í búa. Í öðru sæti er svo Holland með 39,1 og svo Danmörk í þriðja með 37,9 áskriftir. Af OECD löndunum 34 eru fæstar áskriftir í Tyrklandi og Mexíkó, 10,4 og 10,8. Meðaltalið í OECD er 25,6. - óká OECD telur háhraðatengingar: Sviss trónir á toppi listans Land Alls Á 100 íb. 1. Sviss 3.125.000 39,9 2. Holland 6.498.000 39,1 3. Danmörk 2.100.521 37,9 4. Frakkland 22.615.000 35,9 5. Noregur 1.745.607 35,7 6. Kórea 17.859.003 35,4 7. Ísland 110.010 34,6 8. Bretland 20.419.899 33,3 9. Þýskaland 27.185.816 33,3 10. Lúxemborg 163.617 32,6 - - - 32. Síle 2.002.573 11,7 33. Mexíkó 11.723.336 10,8 34. Tyrkland 7.576.798 10,4 Heimild: oecd.org/sti/ict/broadband Háhraðaáskriftir í OECD NOREGUR Margir víkinganna sem komu frá Noregi til Íslands, mögu- lega þriðjungur þeirra, komu frá norðurhluta Noregs en ekki vestur- hlutanum eins og áður var talið. Þetta er haft eftir pró fessornum Alf-Ragnar Nielssen á frétta- vefnum Tvedestrandsposten.no. Prófessorinn er höfundur bókar- innar Landnåm fra Nord en í henni er fjallað um ferðir Norðmanna frá Hálogalandi og Namdal. Hefur prófessorinn fundið nákvæmlega út hvaðan í Noregi 37 landnáms- menn komu. - ibs Norskur prófessor: Víkingar komu frá N-Noregi KOSNINGAR Þrír fatlaðir kjósendur lögðu í gær fram formlega kæru til Hæstaréttar og kröfðust þess að nýafstaðnar forsetakosningar yrðu ógiltar. „Kjósandi, sem ekki gat kosið eigin hendi, átti aðeins tveggja kosta völ. Annaðhvort beygja sig undir þá framkvæmd, að aðstoð- armaður hans kæmi úr röðum kjörstjórnarmanna, eða víkja af kjörstað án þess að taka þátt í kjöri forseta,“ segir í kæru þeirra Guðmundar Magnús- sonar, formanns Öryrkjabanda- lags Íslands, Ásdísar Jennu Ást- ráðsdóttur og Rúnars Björns Herrera Þor- kelssonar. Þetta fyrir- komulag hafi leitt til þess að kosningin hafi ekki verið leynileg, enda miði megin- reglan um að kosningar séu leynilegar ekki síst að því að vernda kjósendur fyrir afskiptum hins opinbera. Kjósendur hafi ekki ástæðu til að bera trúnað til kjörstjórnarfull- trúa, sem séu einmitt fulltrúar hins opinbera á staðnum. Í kærunni eru kosningarnar bornar saman við kosningarnar til stjórnlagaþings, sem voru ógiltar. „Í hinum fyrri kann að vera að áliti Hæstaréttar að leynd kosninga hafi verið rofin, en í þeim síðari var hún sannan- lega og án nokkurs vafa rofin. Hinar fyrri voru dæmdar ógildar og hinar síðari eru óhjákvæmi- lega ógildar með verulega þung- vægari rökum,“ segir í kærunni. - sh Þrír fatlaðir kjósendur kæra nýafstaðnar forsetakosningar til Hæstaréttar: Þungvæg rök fyrir ógildingu GUÐMUNDUR MAGNÚSSON LÖGREGLUMÁL Þriðjungi fleiri fíkniefnabrot komu til kasta lögreglunnar á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Alls komu 996 fíkniefnamál upp frá ársbyrjun og út júní, samanborið við 768 mál í fyrra. Árið 2010 voru þau 713. Langstærstur hluti fíkniefnabrota, 72 prósent, er vegna vörslu eða meðferðar þeirra, 9,7 prósent vegna framleiðslu, tvö prósent vegna dreifingar fíkniefna og 5,5 prósent vegna innflutnings. Afgangurinn, um tíu prósent, flokkast sem önnur fíkniefnamál, til dæmis þegar fíkni- efni finnast á víðavangi. Líkamsárásum hefur sömuleiðis fjölgað milli ára, úr 480 í 528, og eignaspjöllum úr 938 í 1.109. Auðgunarbrotum hefur aftur á móti fækkað. Þannig komu 775 innbrot á borð lögreglu á fyrri helmingi þessa árs, samanborið við 885 í fyrra. Það er fækkun um tólf prósent. Þjófnaðarbrotum hefur sömuleiðis fækkað veru- lega, úr 2.435 í 1.859, sem er tæplega 23 prósenta sam- dráttur. Umferðarlagabrot hafa hins vegar færst í vöxt. Hrað- akstursbrotum fjölgaði úr 14.061 í 16.454, eða um sautján prósent, og ölvunarakstursbrotum úr 577 í 658, um fjórtán prósent. - sh Fleiri brjóta af sér í umferðinni í ár en í fyrra en þjófnaðarbrotum fækkar: Fíkniefnabrotum fjölgar um þriðjung KANNABISFRAMLEIÐSLA Einungis lítill hluti fíkniefnamála sem upp koma snýr að framleiðslu eða sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Erlendur karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa komið afritunar búnaði fyrir í kortalesara hraðbanka í miðborg Reykjavíkur. Málið kom upp þegar kort viðskiptavinar fest- ist í raufinni með þeim afleiðingum að afritunarbúnaðurinn losnaði. Ekki er talið að maðurinn hafi náð að koma kortaupplýsingum í umferð en hann var handtekinn á fimmtudaginn fyrir viku á Akur- eyri. Búnaðurinn samanstendur af kortalesara í kortaraufinni og örsmárri myndavél sem beint er að lyklaborðinu þar sem PIN-númer eru slegin inn. Síðast kom slíkt mál inn á borð lögreglu í mars á þessu ári þegar tveir rúmenskir kortaþrjótar voru handteknir. - bþh Erlendur maður handtekinn: Kom afritunar- búnaði fyrir í hraðbönkum Fækkar á Facebook Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Banda- ríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rann- sóknarniðurstöðum greiningarfyrir- tækisins Capstone Investments. TÆKNI Varð undir dráttarvél Karlmaður á níræðisaldri rifbeins- brotnaði þegar hann varð undir aftur- hjóli dráttarvélar í Brynjudal í Hvalfirði í gærkvöld. Slysið varð þegar verið var að reyna að koma vélinni í gang með því að láta hana renna af stað. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS Ég er nú bindindis- manneskja í eðli mínu og finnst þetta dálítið furðulegt. JÓNA VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR FORMAÐUR LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA Elín, verða engir risar á Baunagrasinu? „Jújú, og Jói mætir.“ Elín J. Ólafsdóttir er einn skipuleggjenda þjóðlagahátíðarinnar Baunagrassins á Bíldudal.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.