Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.07.2012, Qupperneq 12
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna PRÓSENTA hækkun varð á verði aðgöngumiða í Þjóðleik- húsið frá árinu 2001 til ársins 2011. Á sama tíma hækkaði verð á vínarpylsum um 29 prósent samkvæmt Hagstofu Íslands. Velferðarráðuneytið og Neytenda- samtökin hafa undirritað nýjan þjónustusamning um Leigjenda- aðstoð Neytendasamtakanna og mun samningurinn gilda til ársloka 2013. Með slíkum þjónustusamningi, sem fyrst tók gildi 1. maí 2011, taka samtökin að sér að leiðbeina og aðstoða leigjendur í deilum þeirra við leigusala. Mikil þörf var fyrir slíka aðstoð, að því er fram kemur á vef Neytendasamtakanna. Alls bárust 817 erindi til Leigjendaaðstoðarinnar frá 1. maí 2011 til loka þess árs. Það sem af er þessu ári hafa borist rúmlega 800 erindi til Leigjendaaðstoðarinnar. ■ Húsnæði Samningur um leigjendaaðstoð framlengdur WOW air mun innan skamms bjóða upp á snjall- símaforrit fyrir bæði iPhone og Android-síma þar sem hægt verður að bóka flug, að því er vefurinn Turisti.is hefur eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, tals- konu flugfélagsins. Þar segir hún að farþegar geti haldið utan um bókun sína, fengið upplýsingar um komu- og brottfarartíma ásamt því að geta skoðað upplýsingar um áfangastaði. Á vefnum segir jafnframt að málið sé til skoðunar hjá Iceland Express. Icelandair er með sérstaka heimasíðu sem er hönnuð fyrir farsíma með vafra. ■ Flugferðir Mögulegt að bóka flug með snjallsímafor- riti WOW air Bandaríski vísindamaðurinn David Edwards og franski hönnuðurinn Philippe Starck hafa þróað bragðúða undir heitinu Wahh sem seldur er í París og á netinu. Úðinn er til með piparbragði og vodkabragði og er í umbúðum sem eru á stærð við varalit. Síðarnefndi úðinn er hins vegar ekki eingöngu notaður við matargerð ef marka má umfjöllun erlendra fjölmiðla. Fullyrt er að hægt sé að finna fyrir ölvunaráhrifum sé úðað beint í munninn í stað þess að úða á matinn. David Edwards hefur áður fundið upp koffínúða með kaffi- eða súkku- laðibragði. ■ Matvæli Úði með vodkabragði þróaður fyrir matargerð 110 NEYTENDUR Verðmerkingum var ábótavant í fimm af fimmtán ísbúðum sem Neytendastofa gerði athugun hjá. Þetta voru Ísbúðin Garðabæ, Ísbúðin Háaleiti, Ísbúðin Smára- lind, Ísfólkið og Ísgerðin. Þeim var gefinn frestur til að laga verð- merkingar. Allar nema ein ísbúð höfðu farið að tilmælunum, þegar Neytenda- stofa kannaði málin síðar. Það var Ísbúðin í Háaleiti sem fékk athugasemdir í seinni heim- sókninni, en þar hafði hluti af sölu- vörum verið verðmerktur en vörur í kæli ásamt kökuþjónustu voru enn án verðmerkinga. - ktg Verðmerkingum ábótavant: Vantaði verðmiða í ísbúðum ÍS Í BRAUÐFORMI Verðmerkingar eiga að tryggja gagnsæi í verðupplýsingum svo auðveldara sé fyrir neytandann að gera verðsamanburð. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Í BANKA Með því að nýta sér sjálfvirka þjónustu bankanna er hægt að komast hjá því að greiða ýmis gjöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það getur kostað 120 krónur að fá yfirlit yfir reikning afhent hjá starfsmanni í bankaútibúi og 75 krónur að hringja í þjónustuver banka til að fá yfirlit yfir stöðuna svo dæmi séu tekin. Við- skiptavinir geta hins vegar komist hjá þessum gjöldum og fleiri með því að nýta sér sjálfvirka þjónustu bank- anna í eins miklum mæli og hægt er. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þjón- ustugjöld geta átt fullan rétt á sér óski viðskiptavinur eftir ákveðinni þjónustu og ef greitt er sannvirði fyrir þjónustuna, eins og hann orðar það. „Gjöldin eiga að endur- spegla kostnaðinn sem er á bak við þjónustuna sem viðskiptavinur óskar sérstaklega eftir. Ef gjöldin væru ekki tekin í þeim tilfellum væri verið að dreifa kostnaðinum á alla viðskiptavinina. Það er lítið hægt að segja um þessi gjöld ef um raunkostnað er að ræða. Álagning Hægt að komast hjá þjónustugjöldum banka Arion banki Íslandsbanki Millifærsla í annan banka 110 kr. 125 kr. Yfirlit fengið í banka 110 kr. 120 kr. Yfirlit sent heim 110 kr. 120 kr. Hringt í þjónustuver vegna stöðu 75 kr. 0 kr. Hringt í sjálfvirkan þjónustusíma 0 kr. 0 kr. Úttekt með debetkorti í banka 50 kr. 15 kr. Dæmi um þjónustugjöld á að vera takmörkuð en ekki ein- hver tekjulind fyrir bankana.“ Að sögn Jóhannesar geta þeir einstaklingar sem ekki eiga tölvu eða kunna ekki á tölvu lent í því að borga ýmis þjónustugjöld sem aðrir geta komist hjá. „En við- skiptavinir sem geta nýtt sér sjálf- virka þjónustu eins og heimabanka geta sparað sér ýmis gjöld sem bankarnir eru með. Þeir geta til dæmis látið vita að þeir vilji ekki greiðsluseðil sendan heim, hvorki frá banka né þeim aðila sem fær greiðsluna. Viðskipta vinir geta líka sparað með því að láta skuld- færa lán á gjalddaga. Það er auð- velt að fylgjast með stöðunni á reikningunum í heimabanka og það er einnig hægt að skoða þá reikninga sem maður greiðir raf- rænt.“ Á heimasíðum bankanna er verðskrá yfir þau gjöld sem tekin eru fyrir ákveðna þjónustu sem starfsmenn bankans sjá um. Hjá Íslandsbanka kostar það til dæmis 120 krónur að fá útprent af yfirliti afhent í bankanum sjálfum. Það er sama gjald og tekið er þegar yfirlitið er sent heim til viðskipta- vinar. Ekkert gjald er tekið þegar hringt er í þjónustuver Íslands- banka til að fá yfirlit yfir stöðuna. Arion banki rukkar hins vegar viðskiptavini um 75 krónur vegna slíkrar þjónustu. Hvorugur bank- inn tekur gjald þegar hringt er í sjálfvirkan þjónustusíma til að fá upplýsingar um stöðu og færslur. „Við hvetjum neytendur til þess að skoða öll þessi gjöld til þess að þeir sjái hverjum þeirra er hægt að komast hjá. Þannig er hægt að spara sér peninga,“ segir Jóhannes. ibs@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.