Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag SÝRLAND, AP Sýrlandsstjórn segir að efnavopn, sem hún hefur í fórum sínum, yrðu eingöngu notuð gegn innrásarliði. Þeim yrði aldrei beitt gegn eigin landsmönnum. „Öll þessi vopn eru geymd undir eftir- liti og í beinni umsjón sýrlenska hersins og verða aldrei notuð nema Sýrland verði fyrir árás að utan,“ sagði Jihad Makdissi, tals- maður utanríkisráðuneytis Sýrlands. „Engin efna- eða lífefnavopn verða nokkurn tímann notuð, og ég endurtek, verða aldrei notuð, í átökunum í Sýrlandi, hvernig sem þau þróast,“ sagði hann. Þetta er í fyrsta sinn sem Sýrlandsstjórn viðurkennir að vera með efnavopn, en undanfarna daga hefur vaxandi þrýstingur verið á stjórnina frá leiðtogum annarra landa, sem eru farnir að krefjast þess að hún segi af sér. Talið er að stjórnvöld hafi í fórum sínum sinnepsgas og efni sem hafa áhrif á taugastarfsemi. Arababandalagið hefur boðið Bashar al Assad Sýr- landsforseta og fjölskyldu hans örugga útleið ef hann kýs að segja af sér. Assad er giftur og á þrjú ung börn. „Þessi ósk kemur frá öllum arabaríkjunum: Dragðu þig í hlé,“ sagði Hamid bin Jassim al Thani, forsætis- ráðherra Katars, eftir fund utanríkisráð- herra ríkja Arababandalagsins. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að notkun á þessari tegund vopna væri óásætt- anleg. „Sýrlenska stjórnin hefur skyldur gagnvart heiminum, og fyrst og fremst gagn- vart eigin borgurum,“ sagði Victoria Nuland. Hún sagði einnig að Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar fylgdust með ástandinu og hefðu komið þeim skilaboðum til bæði stjórnvalda og uppreisnarmanna að forðast notkun óhefðbundinna vopna. Harðir bardagar hafa geisað síðustu daga milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins í Aleppo og Damaskus, tveimur stærstu borgum landsins. - gb/- þeb MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur skoðun 12 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Fólk 24. júlí 2012 172. tölublað 12. árgangur Þessi ósk kemur frá öllum araba- ríkjunum: Dragðu þig í hlé. HAMAD BIN JASSIM AL THANI FORSÆTISRÁÐ- HERRA KATAR U nnur Kolka Leifsdóttir hefur þróað og blandað þrenns konar saltskrúbba eftir eigin uppskrift. „Ég hef lengi verið áhugamanneskja um húðumhirðu. Ég kynntist notkun á saltskrúbbi fyrst þegar ég var að vinna á spa-i. Þá blandaði ég saman sjávar-salti og olíu og skrúbbaði fólk fyrir nuddið. Ég prófaði þetta sjálf og varð ástfangin,“ segir Unnur sem fór að þróa eigin uppskriftir.Grunnurinn í hugmynd Unnar er sá að allt sem sett er á húðina fer inn í hana.„Húðin „borðar“ í raun þ ðá skrúbburinn, kaffi-súkkulaði skrúbbur, er örvandi og vinnur á appelsínuhúð. Annar er kókos-lime skrúbbur. Hann er styrkjandi, græðandi og uppbyggjandi. Sá þriðji er búinn til úr goji-berjum og app- elsínu. Hann er frískandi og hressandi. Skrúbbarnir eru allir andoxandi og bakt- eríudrepandi,“ segir hún. Saltskrúbb er aldagömul aðferð til þess að viðhalda heilbrigði húðarinnar. Saltið slípar húðina á mildan hátt, losar hana við dauðar húðfrumur ohan FRÍSKANDI OFUR-FÆÐA FYRIR HÚÐINAFALLEG HÚÐ Unnur Kolka Leifsdóttir, heilsunuddari, þróar sína eigin salt- skrúbba. Skrúbbarnir eru lífrænir og bakteríudrepandi og vinna með húðinni. ANDOXANDI OG LÍFRÆ HUGSIÐ UM HÚÐINA Unnur segir fólk ekki vera nógu meðvitað um hvaða efni það setur á húð sína. Húðin „borðar“ í raun það sem sett er á hana og því má ekki bera á hana hvað sem er. MYND/ERNIR STYRKJANDI FYRIR HENDURNAR Hér er uppskrift að heimagerðu handabaði sem styrkir hendurnar og byggir upp neglur. Blandið saman hun- angi, þeyttri eggjarauðu og mjólk og látið hendurnar liggja í baðinu í 10 til 15 mínútur. Skolið af með volgu vatni. Boston leður svart, hvítt st. 35-48rautt st. 36-42blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssóla st. 36-42 Verð: 11.900 kr. Verð: 7.990 kr. Verð: 10.900 kr. Verð: 6.990 kr. fæst í B,C skálum á AÐEINS KR. 2.750,- TILBOÐ TILBOÐ Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is Útsalan er hafin Verð: 7.950 kr. Fjölþrepa bakbrettiðTeygir á hrygg og bakvöðvum Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒ ƒ ƒƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒ ƒ ƒ ƒ LOKSIN S FÁANL EG AFTUR ! KLIFRAÐ Á TOPPINN Guðbjörg Vilný Lárusdóttir var á hraðri leið upp klifurvegginn á Úlfljótsvatni þegar ljósmyndari Frétta- blaðsins tók þessa mynd af henni. Fjölmennt landsmót skáta fer þar fram í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIRKJANAMÁL Orkustofnun hefur til meðferðar þrjár umsóknir um rannsóknarleyfi á svæðum sem skilgreind eru í biðflokki í þings- ályktunartillögu um vernd og nýt- ingu náttúrusvæða. Umsóknirnar uppfylla formskilyrði þannig að hægt er að hefja lögformlegt ferli. Sótt hefur verið um framleng- ingu rannsóknarleyfis vegna hug- mynda um Hagavatnsvirkjun, nýtt leyfi vegna hugmynda um Búðar- tunguvirkjun í Hvítá ofan við Gull- foss og tvö fyrirtæki hafa sótt um leyfi vegna virkjana í Skjálf- andafljóti. Öll þessi svæði eru í biðflokki samkvæmt tillögu um rammaáætlun. Þá hefur verið sótt um rannsóknarleyfi vegna virkj- unar í Stóru Laxá í Hreppum, en það svæði er ekki í rammaáætlun. Þingsályktunartillagan var lögð fram á Alþingi í mars og vísað í nefnd að fyrstu umræðu lokinni. Hún var eitt þeirra mála sem ekki tókst að ljúka á vorþinginu. Áætl- unin skiptir landsvæðum upp í nýt- ingar-, bið- og verndarflokk. Í bið- flokkinn eiga að falla hug myndir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við og betri upplýsingar svo meta megi hvort þau verði nýtt til virkjana eða verndunar. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir að útgáfa rann- sóknarleyfis sé ekki trygging virkjanaleyfis. Rannsóknarleyfi sé opnun á frumrannsóknir sem gætu leitt til virkjunar, en einnig til þess að ekki sé virkjað. Guðni segir að auk hinna form- legu umsókna séu ýmsir að skoða ýmis vatnsföll, af mismikilli alvöru. Orkustofnun verði að fara eftir þeim lögum sem í landinu gilda um útgáfu leyfanna. „Þangað til rammaáætlun er samþykkt gildir núverandi laga- umhverfi, sem er í raun og veru það sem hefur gilt um virkjanir hingað til. Ef menn vilja leggja einhver sérstök bönd á virkjanir þá verða þeir að fara með það í gegnum löggjafavaldið.“ Guðni segir að breytist lagaum- hverfið við samþykkt rammaáætl- unar þurfi að taka tillit til þess. „Bæði í biðflokki og verndar- flokki er mjög takmarkað hvaða rannsóknir má leyfa.“ - kóp / sjá síðu 8 Sótt um rannsóknarleyfi á svæðum sem eru í biðflokki Sótt hefur verið um rannsóknarleyfi á svæðum sem skilgreind eru í biðflokki eða verndarflokki í tillögu að Rammaáætlun. Orkustofnun fer eftir reglum sem í gildi eru og því hefur fyrirhuguð verndun ekkert vægi. Gestaboð Hallgerðar Elva Ósk Ólafsdóttir túlkar Hallgerði langbrók af miklum styrk að mati gagnrýnanda. menning 19 Leikstýrir Skaupinu Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramótaskaupinu í fjórða sinn. popp 26 Ef menn vilja leggja einhver sérstök bönd á virkjanir þá verða þeir að fara með það í gegnum lög- gjafavaldið. GUÐNI A. JÓHANNESSON ORKUMÁLASTJÓRI LÆGIR OG LÉTTIR TIL Víða 5-12 m/s í dag en lægir með deginum. Hvassast allra austast. Skýjað að mestu og úrkoma N-og A-til en léttir til þegar líður á daginn. Hiti 6-16 stig. VEÐUR 4 8 8 9 1412 Sýrlandsstjórn viðurkennir í fyrsta sinn að hafa yfir efnavopnum að ráða: Aðeins beitt gegn útlendingum FÓLK Mikill fjöldi skáta er nú samankominn á Úlfljótsvatni, þar sem tuttugasta og þriðja landsmót skáta var sett um helgina. „Mótið er sérstakt að því leyti að þetta er hundrað ára afmælis mót Skátahreyfingar- innar á Íslandi en fyrir hundrað árum var fyrsta skáta félagið stofnað hér á landi,“ segir Hrólfur Jónsson, mótsstjóri. Á þriðja þúsund manns sóttu setninguna í fyrrakvöld, en auk íslenskra skáta sækja um 600 erlendir skátar frá átján löndum mótið. Flestir þátt- takendur eru á aldrinum tíu til fjórtán ára, en eldri skátar eru einnig á mótinu. Fjöldi fjölskyldna tekur þátt í mótinu í fjölskyldubúðum, sem eru með sérstaka dagskrá alla vikuna. Um helgina geta svo allir tekið þátt í almennri dagskrá. - hþt / sjá síður 16 og 17 Nóg að gerast á Úlfljótsvatni: Skátar fagna aldarafmæli Breytist stjórnarskrá með tímanum? Túlkun stjórnarskrár lýtur öðrum lögmálum en túlkun annarra lagareglna, skrifar Róbert Spanó. umræðan 13 Dramatískt kvöld Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deildinni í gær. ÍBV nálgast toppbaráttuna. sport 23

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.