Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 6
24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
Samningar GÁF, félags
sex sveitarfélaga á Norð-
austurlandi, við Zhongkun,
fjárfestingarfélag Huangs
Nubo, um kaup og leigu á
Grímsstöðum á Fjöllum
eru á lokametrunum. Enn
er þó ýmislegt ófrágengið
áður en framkvæmdir geta
hafist. Fréttablaðið rýnir í
ferlið.
Greint var frá því í síðustu viku
að samningar félagsins GÁF ehf.,
í eigu sex sveitarfélaga á Norð-
austurlandi, við Zhongkun-fjár-
festingarfélag Huangs Nubo
um kaup og leigu á Grímsstöð-
um á Fjöllum væru á lokastigi.
Reiknað er með því að full trúar
GÁF og Huang skrifi undir samn-
ing um fyrirhuguð viðskipti á
næstu vikum. Í kjölfarið mun
GÁF þurfa að ganga frá málum
við landeigendur Grímsstaða og
Zhongkun við iðnaðarráðuneytið.
Skipta þarf upp jörðinni
Jörðin Grímsstaðir er í heild
sinni um 300 ferkílómetrar og er
í óskiptri sameign ríkisins að um
fjórðungi og annarra eigenda að
þremur fjórðu. Í einkaeigu eru
Grímsstaðir I, um 50% jarðarinnar,
og Grímstunga, um 25% jarðar-
innar. Grímsstaðir I eru til sölu
og megnið af Grímstungu. Land-
eigendur sem eiga samtals 2,8%
af heildarjörðinni vilja hins vegar
ekki selja. Þá mun hið opinbera
að öllum líkindum halda sínum
eignar hlut.
Sú staðreynd að ákveðnir land-
eigendur vilja ekki selja ætti hins
vegar ekki að setja áformin í upp-
nám. Festi sveitarfélögin kaup á
meirihluta jarðarinnar geta þau
farið fram á svokölluð landskipti.
Verður þá gengið til samninga við
hina landeigendurna um hvernig
beri að skipta upp jörðinni sem yrði
þá ekki lengur í óskiptri sameign.
Náist ekki samkomulag fer málið
til landskiptanefndar sem myndi
úrskurða um hvernig bæri að skipta
jörðinni. Sé óánægja með úrskurð-
inn gætu landeigendur svo aftur
samið um landskiptin sín á milli.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu
hvernig jörðinni verður skipt upp.
Þær hugmyndir hafa þó verið settar
fram að Vatnajökulsþjóðgarður
verði stækkaður til norðurs. Þá
fengi ríkið syðsta hluta jarðarinnar
fyrir sinn fjórðungshlut í henni sem
myndi bætast við þjóðgarðinn.
Greint hefur verið frá því í fjöl-
miðlum að til standi að breyta 99%
þess lands sem leigja á Huang Nubo
í fólkvang. Á eina prósentinu yrði
lagst í þá ferðaþjónustuuppbygg-
ingu sem Huang hefur boðað. Verði
hluti svæðisins gerður að fólkvangi
verður almenningi heimilt að nota
hann til almennrar útivistar, auk
þess sem náttúran á svæðinu mun
njóta sérstakrar verndar. Gera þarf
hefðbundinn lóðarsamning til 99 ára
um landið undir húsin en um hinn
hluta jarðarinnar stendur til að gera
40 ára leigusamning.
Ráðherra gerir ívilnunarsamning
Auk samninganna á milli GÁF
og Zhongkun annars vegar og
GÁF og landeigenda hins vegar
þarf Zhongkun að gera svo-
kallaðan ívilnunarsamning við
iðnaðar ráðuneytið. Slíkir samn-
ingar byggjast á lögum um íviln-
anir vegna nýfjárfestinga sem
Alþingi setti árið 2010. Heimila
þau iðnaðar ráðherra að veita inn-
lendum sem erlendum aðilum
ýmsar undanþágur frá lögum
með það fyrir augum að stuðla
að atvinnuuppbyggingu. Í tilfelli
Zhongkun þyrfti að veita félaginu
undanþágu frá lagaákvæðum sem
banna erlendum félögum að leigja
land á Íslandi til langs tíma.
Þegar hafa í það minnsta fjögur
fyrirtæki fengið ívilnanir á grund-
velli laganna. Þau eru aflþynnu-
verksmiðja Becromal á Akureyri,
kísilmálmverksmiðja Thorsil sem
til stendur að reisa á Húsavík,
kísil málmverksmiðja í Helguvík
og loks gagnaver Verne Holding á
Keflavíkurflugvelli.
Nefnd stjórnvalda um nýfjárfest-
ingar hefur þegar farið yfir fyrir-
hugaðan ívilnunarsamning vegna
fjárfestingar Huangs Nubo og mælt
með samþykki hans. Að lokum er
það þó Steingríms J. Sigfússonar
iðnaðarráðherra að annað hvort
samþykkja eða hafna samningnum.
Sé gengið út frá því að ráðherra
samþykki ívilnunarsamninginn
er ferlinu þó ekki alveg lokið. Þá
myndi taka við hefðbundin stjórn-
sýslu- og undirbúningsvinna vegna
framkvæmda sem þessara. Fyrir
það fyrsta þyrfti að hanna þau
mannvirki og þá uppbyggingu sem
til stendur að reisa og sækja um
framkvæmdaleyfi. Í annan stað
þyrfti að vinna og samþykkja deili-
skipulag fyrir svæðið. Þá þyrfti
sennilega að gera umhverfismat
vegna framkvæmdanna. Ekki er
ólíklegt að þetta ferli allt saman
taki einhver misseri og því gætu
framkvæmdirnar sjálfar hafist í
fyrsta lagi árið 2014.
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Skoðaðu úrvalið og prufukeyrðu
í sýningarsal okkar að Askalind 1, Kópavogi.
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 121124
Rafskutlur
Vandaðar og kraftmiklar rafskutlur sem
henta vel við íslenskar aðstæður.
Flókin samningsgerð um Grímsstaði á Fjöllum
ÁGÚST 2011
Huang Nubo lýsir yfir áhuga á því að
kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Zhongkun, fjárfestingafélag
Huangs Nubo, sækir um undanþágu
frá lögum um eignarhald fasteigna
svo félagið geti eignast jörðina.
NÓVEMBER 2011
Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra
hafnar undanþágu-
beiðni Zhongkun.
DESEMBER 2011
Íslensk stjórnvöld
hefja í gegnum
Fjárfestingastofu
viðræður við Huang
Nubo um það með
hvaða hætti hann
geti fjárfest í íslenskri
ferðaþjónustu.
JANÚAR 2012
Félag Huangs Nubo sækir um
undanþágu frá skilyrðum laga
um að afnotaréttur fasteigna
sé í höndum íslenska ríkis-
borgara á grundvelli laga um
ívilnanir vegna nýfjárfestinga.
FEBRÚAR 2012
Greint frá því að sveitarfélög
á Norðausturlandi íhugi að
kaupa Grímsstaði á Fjöllum
og greiða fyrir með láni frá
Huang Nubo sem myndi
síðan leigja jörðina.
MAÍ 2012
Nefnd stjórnvalda um nýfjárfestingar leggur til að þau geri
fjárfestingasamning við Zhongkun um ferðaþjónustuverkefni
á Grímsstöðum á Fjöllum á grundvelli laga um ívilnanir
vegna nýfjárfestinga.
Sex sveitarfélög á Norðausturlandi stofna undirbúnings-
félagið GÁF ehf. um kaup og leigu á Grímsstöðum á Fjöllum.
JÚLÍ 2012
Greint frá því að niðurstaða sé
fengin í nær öll samningsatriði á
milli GÁF og Zhongkun.
HAUST 2012?
GÁF klárar samninga við landeigendur Grímsstaða á Fjöllum um
kaup á hluta jarðarinnar og landskipti vegna þess hlutar sem ekki
er til sölu. Náist ekki samningar um landskipti fer málið að öllum
líkindum til landskiptanefndar sem úrskurðar í kjölfarið um hvernig
beri að skipta jörðinni.
Iðnaðarráðherra tekur ákvörðun um hvort samþykkja skuli
ívilnunarsamning við Zhongkun eins og nefnd stjórnvalda um
nýfjárfestingar hefur lagt til.
ÁRIÐ 2013?
Hönnun á mannvirkjum og þeirri uppbyggingu
sem til stendur að leggjast í á Grímsstöðum á
Fjöllum.
Umhverfismat framkvæmt vegna
framkvæmdanna.
Deiliskipulag búið til og samþykkt fyrir svæðið.
ÁRIÐ 2014?
Framkvæmdir
gætu hafist á
Grímsstöðum á
Fjöllum.
Tímalína
FRÉTTASKÝRING: Staðan á fyrirhugaðri uppbyggingu Huangs Nubo á Grímsstöðum
Magnús Þorlákur
Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM Ákveðnir landeigendur Grímsstaða hafa ekki áhuga á því að selja hluti sína í jörðinni. Henni verður því að öllum líkindum skipt upp á grundvelli laga um landskipti. MYND/SIGGA HALLGRÍMS