Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 2
24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR2
Miðvikudagurinn 25. júlí:
20.00 Kvöldverður í
móttökuhúsi Þórshafnar.
Fimmtudagurinn 26. júlí:
12.00 Sigling í eyna Koltur
19.00 Kvöldverður í
Áarstovu
Föstudagurinn 27. júlí:
10.00 Heimsókn í leik-
skólann á Norðasta horni
12.00 Hádegisverður í
Kirkjubæ
16.00 Faroe Pride 2012
(ekki hluti af opinberri
heimsókn). Borgarstjóri
tekur þátt í göngunni.
Laugardagurinn 28. júlí:
14.00 Setning Ólafsvöku
14.20 Boð í Ráðhúsinu
15.00 Heimsókn til ræðis-
manns Íslendinga í Þórs-
höfn
15.30 Kappróður
18.00 Kvöldverður hjá
borgarstjóra Þórshafnar
Sunnudagurinn 29. júlí:
-Ólafsvaka-
12.00 Fylgst með skrúð-
göngu
24.00 Samsöngur á mið-
nætti
MENNING „Búningurinn verður
surprise,“ segir Jón Gnarr, borgar-
stjóri í Reykjavík, sem tekur þátt
í gleðigöngunni Faroe Pride í
Fær eyjum á föstudaginn.
Jón verður gestur Þórshafnar
frá því á morgun og þar til á mánu-
dag. Hann tekur þátt í ýmsum dag-
skrárliðum sem hluta af opinberu
heimsókninni, meðal annars Ólafs-
vökunni víðfrægu. Faroe Pride er
þó ekki hluti af dagskránni sem
gestgjafarnir hafa skipulagt fyrir
reykvíska borgarstjórann.
„Ég frétti eftir á að gangan væri á
sama tíma og ég er þarna þannig að
ég bað um að fá að taka þátt í henni.
Aðstandendur göngunnar voru him-
inlifandi,“ segir Jón sem kveðst ein-
faldlega hafa viljað nota tækifærið
til að styðja réttindabaráttu sam-
kynhneigðra í Færeyjum. Þar er
umburðarlyndi fyrir samkynhneigð
ekki það sama og á Íslandi og mál-
efnið því umdeildara en hér.
„Eitt sem við Íslendingar
höfum að miðla er mannréttindi,
umburðar lyndi og náungakær leikur.
Við erum til algerrar fyrirmyndar
þegar kemur að réttindamálum
samkynhneigðra,“ undirstrikar
borgarstjórinn, sem játar því að
vera búinn að máta búning fyrir
gönguna en kveður hann þó leyndar-
mál þar til í göngunni síðdegis á
föstudaginn sem fyrr segir.
Jón kveðst oft hafa furðað sig á
að ekki skuli vera meiri sam gangur
milli Íslendinga og Færeyinga
og Grænlendinga. Stuðla megi að
breytingu á því í gegnum samstarf
borgarinnar við höfuðstaðina Nuuk
og Þórshöfn. „Ég hef lýst því yfir
þegar ég hef hitt fulltrúa frá Þórs-
höfn og Nuuk að ég hafi áhuga á því
að auka samstarfið,“ segir Jón.
Gnarr fer á færeyskt
Gaypride í Þórshöfn
Borgarstjórinn í Reykjavík notar tækifærið í opinberri heimsókn í Færeyjum
til að taka þátt í gleðigöngunni Faroe Pride og styðja þannig réttindabaráttu
samkynhneigðra í eyjunum. Jón Gnarr fer líka á Ólafsvökuna og er spenntur.
JÓN GNARR Þessi mynd
af borgarstjóranum
var send úr Ráðhúsinu
til færeyska blaðsins
Dimmalættings.
Óljóst er hvort Jón
Gnarr verður í þessu
gervi í færeysku
gleðigöngunni.
Opinber heimsókn borgarstjórans í Reykjavík til Færeyja
Dagskrá borgarstjóra í Færeyjum
NÁTTÚRA Unnið er að mosa-
ígræðslum við Grábrókargíga, en
nokkuð bar á því á árum áður að
fólk skemmdi mosa á svæðinu og
ritaði stafi í gíginn. Með mosa-
ígræðslunum er ætlunin að fela
þessi ummerki.
Einnig er unnið að því að
merkja og afmarka göngustíga
á svæðinu en algengt er að fólk
gangi utan stíganna á svæðum
sem eru viðkvæm fyrir raski.
Fimm sjálfboðaliðar á vegum
Umhverfisstofnunar eru nú stadd-
ir í Grábrókargígum og vinna að
endurbótum ásamt landverði. - ktg
Sporna við frekara raski:
Umbætur við
Grábrókargíga
ÍRAK, AP Sprengjuárásir og
skotbardagar kostuðu meira
en hundrað manns lífið í Írak í
gær. Árásirnar eru þær mann-
skæðustu í meira en tvö ár.
Alls voru árásir gerðar í 15
borgum landsins og er talið að
hryðjuverkamenn tengdir Al-
Kaída eigi þar hlut að máli.
Í síðustu viku lýsti leiðtogi
Al-Kaída í Írak því yfir að ný
sókn væri í bígerð til að sýna
fram á hve ástandið í landinu
væri óstöðugt eftir að bandaríski
herinn fór þaðan. - gb
Sprengjuárás í Írak:
Yfir hundrað
manns látnir
STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður
Alþingis telur að skýra þurfi lög-
gjöf um útreikning á afplánunar-
tíma og reynslulausn fanga.
Þetta kemur fram í áliti Róbert
R. Spanó, setts umboðsmanns
Alþingis, um útreikning refsi-
tíma og hvenær fangar eigi rétt
á reynslulausn.
Innanríkisráðuneytið úrskurð-
aði að ákvörðun fangelsis-
málastofnunar um útreikning
af plánunar tíma Tinds Jóns-
sonar fyrir reynslulausn stæði.
Umboðsmaður tók málið til
skoðunar í kjölfar kvörtunar
T i n d s y f i r
úrskurði ráðu-
neytisins.
Tindur hlaut
sex ára fangels-
isdóm árið 2006
fyrir hrotta-
lega líkams-
árás í Garða-
bæ þegar hann
réðist að öðrum
pilti vopnaður sveðju.
Honum var veitt reynslulausn
árið 2008 en rauf skilyrði reynslu-
lausnar og var gert að sæta fram-
haldsafplánun í 1.080 daga.
Árið 2010 var Tindur dæmdur
til átta ára fangelsisvistar fyrir
aðild sína að framleiðslu amfeta-
míns í fullkominni fíkniefna-
verksmiðju í Hafnarfirði ásamt
Jónasi Inga Ragnarssyni.
Fangelsismálastofnun tilkynnti
Tindi að afplánun hans væri
reiknuð þannig að hann ætti kost
á reynslulausn þegar helmingur
eða tveir þriðju dómsins frá 2010
auk eftirstöðva dómsins frá 2006
væru liðnir.
Tindur taldi hins vegar að
refsitíma sinn bæri að reikna
miðað við sex ára dóminn árið
Tindur Jónsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna úrskurðar innanríkisráðuneytis:
Lög um reynslulausn verði gerð skýrari
RÓBERT R. SPANÓ
2006 auk áranna átta frá 2010.
Þannig gæfist honum færi á
reynslulausn mun fyrr.
Innanríkisráðuneytið hafði
lagt til að Tindi bæri að ljúka
afplánun dómsins frá 2006 og þá
hæfist nýr refsitími.
Umboðsmaður Alþingis segist
í áliti sínu ekki geta fallist á til-
lögu ráðuneytisins.
Ekki gafst þó tilefni fyrir
umboðsmann að fara fram á að
mál Tinds yrði endurskoðað þar
sem ráðuneytið féllst á tillögu
fangelsismálastofnunar.
- bþh
Borgarstjórinn segir áberandi
hversu margir Íslendingar hafi á
orði að þá hafa alla tíð langað að
fara til Færeyja og Grænlands en
fáir láti samt verða af því. Sjálfur
sé hann einmitt einn af þeim sem
hafi alltaf langað til Færeyja en
aldrei farið.
„Ég hlakka til að sjá Færeyjar
og Þórshöfn,“ segir Jón sem meðal
annars fær útsýnissiglingu í eyjuna
Koltur á fimmtudaginn. „Síðan fæ
ég að sjá nokkur atriði á Ólafs-
vökunni og upplifa hvernig hún er.
Þetta verður mjög spennandi.“
gar@frettabladid.is
JAMES E. HOLMES Holmes virkaði
þreytulegur og fjarrænn í réttinum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP James E. Holmes
kom fyrir dómara í fyrsta skipti
í gær, eftir að hafa myrt tólf
manns og sært rúmlega fimmtíu
til viðbótar í Colorado í Banda-
ríkjunum fyrir helgi.
Holmes var klæddur í fanga-
búning og virtist þreytulegur og
fjarrænn fyrir dómi. Hann tjáði
sig ekkert heldur sáu verjendur
hans um að svara fyrir hann.
Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um það hvort dauðarefsingar
verði krafist yfir honum. Hann
verður formlega ákærður á
mánudaginn eftir viku, en ekki er
búist við því að réttarhöld hefjist
fyrr en eftir nokkra mánuði. - þeb
Maðurinn sem drap tólf:
Mætti fjarrænn
fyrir dómara
SKIPULAGSMÁL Grænu hliði hefur
nú verið komið fyrir á Laugavegi
en það afmarkar byrjun göngu-
götunnar á veginum.
Hliðið er gert úr gömlu reið-
hjóli og er málað skærgrænt.
Það hefur nú þegar vakið mikla
athygli ferðamanna og gangandi
vegfarenda við verslunargötuna.
Hliðið er þáttur í átaki borg-
arinnar sem ber nafnið Sumar
götur eru sumargötur, þar sem
hlutar Laugavegs og Skólavörðu-
stígs eru lokaðir bílaumferð fram
yfir Menningarnótt sem haldin
verður 18. ágúst. - ktg
Nýjung á göngugötunni:
Nýstárlegt hlið
á Laugavegi
GÖNGUGATA Fyrir aftan hjólið er
bílaumferð ekki heimil. Bannið gildir
fram yfir Menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPÁNN, AP Slæmar fréttir af efnahagslífi Spánar
síðustu daga þykja hafa aukið mjög líkurnar á því
að stjórn landsins þurfi að leita á náðir björgunar-
sjóðs evruríkjanna. Mikill titringur var á verð-
bréfamörkuðum í Evrópu vegna ástandsins og
gengi evrunnar lækkaði.
Seðlabanki Spánar sagði samdrátt á öðrum árs-
fjórðungi hafa numið 0,4 prósentum og stjórn
landsins spáir því nú að samdráttarskeiðinu ljúki
ekki fyrr en 2014. Stjórnin hefur þegar beðið um
aðstoð við banka landsins úr neyðarsjóði ESB upp á
100 milljónir evra. Nú bætist hins vegar við vandi
héraða landsins, sem hafa beðið ríkisstjórnina um
fjárhagsaðstoð.
Lántökukostnaður hefur einnig hækkað á Ítalíu.
Bæði spænsk og ítölsk stjórnvöld gripu í gær til
þess ráðs að banna skortsölu tímabundið til að koma
í veg fyrir frekara verðfall á verðbréfamörkuðum.
Fjárhagsvandi Grikkja er einnig kominn aftur
í kastljósið, því óvíst er um niðurstöður erfiðra
samningaviðræðna grísku stjórnarinnar við
Evrópu sambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn nú
í vikunni.
Evrópskir stjórnmálamenn hafa verið með yfir-
lýsingar um að Grikkir hafi ekki staðið við þau
sparnaðaráform, sem þeir lofuðu í skiptum fyrir
fjárhagsaðstoð frá AGB og ESB. - gb
Óttinn við að evruríkin sautján ráði ekki við skuldavanda sinn blossar upp aftur:
Vandi Spánar illviðráðanlegur
MÓTMÆLI Í MADRID Enn á ný mótmæla Spánverjar sparnaðar-
aðgerðum stjórnvalda, sem framlengja samdráttarskeiðið.
NORDICPHOTOS/AFP
SPURNING DAGSINS
Ester, eruð þið að leita að
póstmódernískri hönnun?
„Já, í bland við sveitarómantík.“
Efnt hefur verið til samkeppni um fal-
legasta póstkassann í Eyjafjarðarsveit í
tilefni Handverkshátíðar og landbúnaðar-
sýningar þar í ágúst. Ester Stefánsdóttir er
framkvæmdastjóri hátíðanna.