Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 24. júlí 2012 19 Leikhús ★★★ Gestaboð Hallgerðar Höfundur og leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Leikkona: María Ellingsen. Búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir Njálusetrið á Hvolsvelli Þarna stendur ein frægasta kona íslenskra fornsagna. Hún stendur ljóslifandi líklega í hlíðinni frægu. Í minningunni er hún stórskorin, í minningunni er hún gróf. Hvaða minningu? Minningarmyndunum í hug- skotinu. Þar sem hún nú tekur á móti gestum hvort heldur hún er kona fortíðar eða nútíðar er hún mittismjórri, betur tennt og betur klædd og smáfríðari en sú sem hafði hreiðrað um sig í minn- ingunni. Á Njálusetrinu á Hvols- velli var frumsýndur einleikur á sunnudagskvöldið. Þar sitja menn við langborð og væri vel hægt að hugsa sér að við slík borð hafi einmitt gestir þeirra Gunnars og Hallgerðar setið, nema kannski ekki með upphækkuðum aftari bekk, var líklega ekki búið að finna upp þá tækni á þeim tíma. Hlín Agnarsdóttir höfundur og leikstjóri verksins fer þá leið í þessu verki að láta nútíma konuna Hallgerði, sem af tilviljun er búsett á Hlíðarenda, taka á móti gestum, gestum sem hún hafði engan veginn átt von á. Gunnar, eiginmaður hennar var sennilega í heimsókn hjá nágrannanum Njáli og varð hún því sjálf að reyna að gramsa saman ein hverjum veit- ingum þó svo að þessi hópur hafi ekki verið í skipulagsbók- inni hennar. Þessi listfenga kona segir sögu sína sem er saga hinnar mögnuðu Hallgerðar. Áhorfendur sitja beggja vegna sviðsins sem er trégólf og nýtir leikkonan það rými vel. Sjálf frá- sögnin er nokkuð treg í gang, en um leið og hin stórgóða leikkona Elva Ósk er komin með bitastæð minningabrot úr samskiptasögu Hallgerðar og karlmannanna í Hallgerður lifnar við á Njálusetrinu Hjólaðu í Skálafelli í sumar PIPA R \ TBW A SÍA 12 2 0 5 5 Nánari upplýsingar má finna á www.skidasvaedi.is eða facebook.com/skalafell og á símsvara Skálafells í síma 5 30 3000 Hjólagarðurinn í Skálafelli er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna VIÐ FELLSMÚLA Sími: 585 2888 26.900 BÚTSÖG lífi hennar til túlkunar, gerist eitthvað. Það er engu líkara af lýsingum að dæma að enginn hafi verið eins kynþokkafullur, ljúfur og stórkostlegur og Glúmur, sennilega einhver tegund sem síðan hefur dáið út. Elva Ósk ljær þessari konu líf og það af miklum styrk, fágun og glettilegum léttleika. Þetta er eins konar uppistand og hefði kannski grætt á því að lyfta enn einum fleti inn í leikinn, nefni- lega lífi Elvu sjálfrar. Búningur Hallgerðar var mjög fallegur og undirstrikaði fegurð hennar þó hlýr væri. Hárið sem Valdís Haralds dóttir hafði útbúið var gróft, ljóst gert úr hampi eins og persónan sjálf var allan tímann að vinna í. Svarið við langbrókar- nafnbótinni er látið liggja í lausu lofti, þó tillögur komi fram. Hlín tekur sjálf gullfallegar myndir af þessari norrænu ofur- konu sem birtast á skjá milli þess sem nútímamyndir úr lífi Hall- gerðar eru sýndar. Það er ekki víst að djúpt sokknir Njálufræðingar hossi þessari túlkun, en sú Hall- gerður sem þarna birtist okkur var vel þess virði að kynnast eina kvöldstund. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Elva Ósk ljær einni frægustu konu bókmenntasögunnar líf af miklum styrk. Eftirminnileg kvöldstund, þrátt fyrir hnökra. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 24. júlí 2012 ➜ Tónleikar 20.30 Elsa Waage contra-alt, Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Peter Maté píanóleikari spila á sumartón- leikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 21.00 Kvartett dansk-íslensk-færeyska kontrabassaleikarans Richard G. Anders- son spilar á jazztónleikaröðinni á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Aðgangur er ókeypis og eldhús Kex er opið. ➜ Tónlist 21.30 Hljómsveitin Múgsefjun býður upp á ókeypis tónleika á Café Rosen- berg. Söngvari hljómsveitarinnar Hjalti Þorkelsson leikur nokkur lög einn og óstuddur áður en fullskipuð hljóm- sveit stígur á stokk. Tónlistarmaðurinn Brendan Þorvaldsson opnar tónleikana. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 172. tölublað (24.07.2012)
https://timarit.is/issue/359462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

172. tölublað (24.07.2012)

Aðgerðir: