Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 20
24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Ástkær föðursystir okkar, HELGA ÓLAFÍA JÓHANNSDÓTTIR frá Seyðisfirði, lést mánudaginn 9. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafía Þ. Stefánsdóttir Nína Waldmann Auður J. Stefánsdóttir Jóhann Stefánsson Stefán Þór Stefánsson Guðrún Íris Þórsdóttir Baldvin Þórsson og fjölskyldur. Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, MÁLFRÍÐUR MARÍA LINNET lengst af til heimilis að Svöluhrauni 2, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði þann 21. júlí sl. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 27. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hans Linnet Hafsteinn Linnet Anna Snjólaug Arnardóttir Gunnar Linnet Elín Gísladóttir Rósa Guðrún Linnet Þorvaldur Helgi Þórðarson Ástkær dóttir mín og systir okkar, HREFNA BRAGADÓTTIR SIGFÚSSON lést á sjúkrahúsi í Harrisonburg í Virginíu 21. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey. Jóhanna Ólafsdóttir Sigfússon Ragnhildur Garrison Jón K.B. Sigfússon Þórir Sigfússon og fjölskyldur. Móðir okkar og tengdamóðir, VIGDÍS JÚLÍANA BJÖRNSDÓTTIR Strandgötu 89, Eskifirði, lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð 18. júlí sl. Útför hennar verður gerð frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 27. júlí kl. 14.00. Edda Björnsdóttir Hlynur Halldórsson Helga Björnsdóttir Hilmar Hilmarsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, systur, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR (STELLU) BRYNJÓLFSDÓTTUR Norðurbrú 5, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar A6 á Landspítalanum Fossvogi fyrir frábæra umönnun. Sigurður Þorsteinsson Ragnheiður Benediktsdóttir Brynjólfur Sigurðsson Hrafnhildur Hlöðversdóttir Steinunn Guðmundína Sigurðardóttir Ásgeir Einarsson Ruth Sigurðardóttir Guðmundur Guðmundsson Hrefna Sigurðardóttir Baldur Baldursson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK ERLENDUR ÓLAFSSON Frá Gilsbakka í Vestmannaeyjum, Strikinu 10, Garðabæ, lést á Landspítalanum, fimmtudaginn 19. júlí. Jarðsungið verður frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ fimmtudaginn 26. júlí klukkan 13.00. Erna Friðriksdóttir Ólafur Friðriksson Þuríður Guðjónsdóttir Sighvatur Friðriksson Hjördís Hjálmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMUNDUR PÁLL LÁRUSSON múrarameistari, Seljalandi 1, Reykjavík, lést föstudaginn 20. júlí á Land- spítalanum Fossvogi. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. júlí kl. 15.00. Anna Hjörleifsdóttir Sigdís Sigmundsdóttir Jón Óskarsson Hjördís Sigmundsdóttir Kristinn Waagfjörð Benedikt Sigmundsson Erna Þórunn Árnadóttir Lárus Sigmundsson Sandra Pohl Þóra Arnheiður Sigmundsdóttir Jóhannes Oddsson barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir 1847 Mormónar undir forystu Brigham Young nema land í Utah. 1896 Nunnur koma til Íslands í fyrsta sinn eftir siðaskipti. Þær voru fjórar og settust að til að annast hjúkrun og vitja sjúkra. Þetta er upphaf starfs St. Jósefssystra í Reykjavík og Hafnar- firði. 1933 Ferðafélag Íslands fer í sína fyrstu Þórsmerkurferð. 1956 Vinstri stjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar tekur við völdum. Hún situr í rúm tvö ár. 1966 Michael Pelkey stekkur fyrsta BASE-stökkið af fjallveggn- um El Capitan í Bandaríkjunum, ásamt Brian Schubert. Báðir beinbrotna í stökkinu. Á sýningu í Ráðhúsinu sem nefnist Bakgarðar Reykja- víkur eru ljósmyndir af fögrum svæðum í borgarland- inu. Elliðaárdalurinn á þar sinn sess, enda er sýningin haldin í tilefni af stofnun hollvinasamtaka hans. „Sumir vilja kalla Elliðaárdal síðasta dalinn í bænum, náttúru- perlu sem þurfi að hlúa að og varðveita,“ segir í fréttatil- kynningu um sýninguna. Hópurinn sem stendur að hollvinasamtökunum telur brýnt að skilgreina betur ytri mörk Elliðaárdalsins, meðal annars með tilliti til byggðar og að ná sátt um vegaframkvæmdir og mannvirki á mörkum svæðisins og innan þess. Ljósmyndasýningin í Ráðhúsinu stendur út þessa viku. Bakgarðar borgarinnar í Ráðhúsinu RAUÐHÓLAR Einn af bakgörðum borgarinnar. MYND/SIGURÐUR KR. EGILSSON 33 BIRKIR JÓN JÓNSSON alþingismaður er 33 ára í dag. „Mamma var ekkert hissa á því að ég væri kominn á þing svona ungur.“ „Mótið er sérstakt að því leyti að þetta er hundrað ára afmælismót Skátahreyf- ingarinnar á Íslandi en fyrir hundrað árum var fyrsta skátafélagið stofnað hér á landi,“ segir Hrólfur Jónsson, mótsstjóri Landsmóts skáta, um tuttug- asta og þriðja landsmót þeirra sem var sett formlega á Úlfljótsvatni í fyrra- kvöld. Gestir mótssetningarinnar voru á þriðja þúsund en auk íslenskra skáta sækja mótið um 600 erlendir skátar frá 18 þjóðlöndum en eitt af aðalmark- miðum Bandalags íslenskra skáta er að gefa meðlimum kost á þátttöku í alþjóð- legu skátastarfi og eru landsmótin, sem haldin eru þriðja hvert ár, liður í því. Flestir þátttakendur eru á aldrinum tíu til fjórtán ára en hópurinn skiptist í þrjú aldursstig. Skátar á aldrinum 10 til 12 ára teljast til Fálkaskáta, Drótt- skátar eru á aldrinum 13 til 15 ára og Rekkaskátar eru unglingar á aldrinum 16 til 18 ára. Eldri þátttakendur, eða Róverskátar, taka einnig virkan þátt og hófu uppsetningu mótsins um helgina. „Hér er heilmikið í gangi en það er búið að opna þrjú kaffihús, setja á laggirnar útvarpsstöð, gefa út blaðið Öldung og koma upp eldunaraðstöðu utandyra og mötuneyti fyrir 300 manns,“ segir Hrólfur og bætir við að steypiregn hafi mætt ungu skátun- um í fyrradag. „Það rigndi alveg ótrú- lega en þau létu það ekkert á sig fá og tjölduðu. Svo vorum við það heppin að þegar mótssetningin hófst klukk- an hálf níu hætti að rigna,“ segir hann og vonast til að veðrið muni leika við mótsgesti fram eftir vikunni. Dagskráin er að miklum hluta sótt í sögu skáta, lands og þjóðar og spila álfar, tröll og víkingar stóran þátt í henni. Skátafélögin ráða fram úr ýmsum verkefnum í tjaldbúðunum ásamt því að skátarnir sækja fjögur þorp sem nefnast Álfar og tröll, Leiktu þitt lag, Á víkingaslóð og Orka jarðar. Gönguferðir, hjólaferðir og raftækja- smíði eru meðal dagskrárliða ásamt fræðslu um fornt handverk og lífs- hætti víkinga. Þorpið Leiktu þitt lag er tileinkað listsköpun og þar geta skátarnir ungu meðal annars unnið að mótsmerki aldarafmælisins úr mósa- íkflísum. „Þetta gengur út á að læra í leik og að bæta félagsfærni og sjálfs- traust ásamt því að byggja á líkams- færni og fræðslu um náttúruna og umhverfisvernd,“ segir Hrólfur. Ingó og Veðurguðirnir syngja fyrir gesti ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem kom fram á mótssetningunni. Skátarnir skemmta sér þó einnig með hefðbundnum hætti við varðeld og lýkur mótinu á laugardagskvöldið með lifandi báli, fjöldasöng og skemmti- atriðum. „Tveir skátaflokkar sýna atriði á þriðjudags- og fimmtudags- kvöld og þau bestu rata á stóra sviðið að viðstöddum allt að fimm til sex þús- und gestum,“ segir hann. Fjöldi fjölskyldna og eldri skáta tekur þátt í mótinu í svonefndum fjöl- skyldubúðum sem eru með sérstaka dagskrá alla vikuna. Um helgina geta svo allir tekið þátt í almennri dagskrá að hluta til og leyst þrautir, sungið og glaðst með ungu skátunum á þessu merka aldarafmæli. hallfridur@frettabladid.is BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA: HELDUR 23. LANDSMÓT SITT SKÁTAR FAGNA ALDARAFMÆLI ALÞJÓÐLEG AFMÆLISHÁTÍÐ Hrólfur Jónsson, mótsstjóri hundrað ára afmælismóts íslenskra skáta, er ánægður með hátíðina sem var sett í fyrradag. Gestir mótssetningarinnar voru á þriðja þúsund og um sex hundruð þeirra erlendir skátar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.