Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 30
24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 „Það var fullt af ókunnugu fólki að koma upp að manni með tárin í augunum og knúsa mann. Í gær voru síðan allir að gefa okkur „high five“ og segja hvað þetta hefði verið æðislegt,“ sagði Valdís Helga Þorgeirsdóttir í gærmorg- un en kærasti hennar Óli Valur Þrastar son fór niður á skeljarnar uppi á sviði að útitónleikum listahá- tíðarinnar LungA loknum aðfara- nótt sunnudags. Hátíðin fór fram á Seyðisfirði í síðastliðinni viku og voru tónleikarnir hálf gerður endapunktur. Því má því segja að LungA hafi lokið með bónorði. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, kynnti Óla næstan á svið eftir lokalag sveitarinnar. Upp- átækið vakti mikla undrun hjá Valdísi, sem og hátíðar gestum, en hún stóð grunlaus í mann- þrönginni ásamt vinkonum sínum. „Ég, hann og tvær vinkonur mínar höfðum verið að dansa og síðan vorum við bara: „hvar er Óli?“,“ segir Valdís sem sá að þessu sögðu kærastann, sem hafði horfið þeim úr augnsýn, stíga á svið og biðja hennar. „Ég bjóst ekkert við þessu,“ segir hún og tekur fram að Óli hafi gert þetta í hita augna bliksins. Hann er að vonum ánægður með ákvörðunina en Valdís sagði já við bóninni á stundinni. „Ég þurfti ekkert að hugsa mig um,“ segir hún í glöð í bragði. Nýtrúlofaða parið hefur ekki rætt frekari áform um giftingu og svarar Óli spurður um hvenær þau muni ganga upp að altarinu: „Við erum ekki farin að huga að giftingu, það er seinni tíma hausverkur.“ Á sama tíma segir Valdís sig vera að venjast tilhugsuninni um væntan- lega giftingu. Nýtrúlofaða parið er ungt að árum en Valdís er tuttugu og fjög- urra ára og Óli, oft nefndur Óli Ofur vegna hljóðkerfaleigu sinnar Ofur hljóð/ljós, er tuttugu og níu ára. Þau mikla ekki fyrir sér að hafa verið saman í fremur stuttan tíma og eru bæði í skýjunum. „Hún er bara svo fín að ég gat ekki annað. Mér fannst þetta bara hið rétta í stöðunni svo ég fór þarna upp og spurði hana,“ segir hann. hallfridur@frettabladid.is MORGUNMATURINN Við erum ekki farin að huga að giftingu, það er seinni tíma haus- verkur. ÓLI VALUR ÞRASTARSON „Ég er svo matgrannur á morgn- ana að ég fæ mér yfirleitt ekki annað en kaffibolla og AB-mjólk með jarðaberjabragði. Ef ég er í stuði fæ ég mér banana með.“ Kjartan Dagur Hólm, gítarleikari. „Þetta er auðvitað bara mín saga og ég ákvað að segja hana vegna þess að ég hefði svo sannar lega þurft að horfa á svona mynd þegar ég var yngri,“ segir Hrafn- hildur Guðmundsdóttir sem er viðfangsefni heimildar myndar sem ber nafn hennar, Hrafn- hildur. Hrafnhildur var orðin 26 ára gömul þegar hún gafst upp á að reyna að lifa lífinu sem Hall- dór Hrafn og tilkynnti sínum nánustu að hún væri í raun kven- maður fastur í líkama karlmanns. Hún hóf kynleið réttingar ferli í kjölfarið og tók höndum saman við sjónvarps konuna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur um að gera um það heimildarmynd. Myndin hefur verið í vinnslu í gegnum allt ferlið og upptöku- vélar hafa meðal annars fylgt Hrafnhildi eftir í heimsóknir til geðlæknis og í hormónameð- ferðir. „Ég er auðvitað smeyk við að opinbera mig á þann hátt sem ég geri í myndinni, hingað til hef aldrei viljað blanda mér opin- berlega í umfjöllun um trans- mál. Ég vil ekki að fólk telji mig einhvern talsmann transfólks á Íslandi,“ segir hún en réttarstaða transfólks hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og mikið að gerast í baráttumálum þeirra. Þar má til dæmis nefna að um miðjan júní voru samþykkt lög til að tryggja transfólki jafna stöðu á við aðra, nokkuð sem átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Heimildarmyndin Hrafnhildur verður frumsýnd á fyrsta degi Gay Pride, þann 7.ágúst, í Bíói Paradís. - trs Transkona opnar sig á hvíta tjaldinu VILL HJÁLPA Hrafnhildur segir að hún hefði sjálf þurft mikið á sams konar mynd að halda þegar hún var yngri og þess vegna ákvað hún að taka þátt í gerð hennar. MYND/ELENA LITSOVA Ég er auðvitað smeyk við að opinbera mig á þann hátt sem ég geri í myndinni. HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR VALDÍS HELGA ÞORGEIRSDÓTTIR: ÉG BJÓST EKKERT VIÐ ÞESSU LungA lauk með bónorði NÝTRÚLOFUÐ Valdís Helga Þorgeirsdóttir kyssir unnusta sinn Óla Val Þrastarson eftir að hafa játast honum á sviði útitónleika listahátíðarinnar LungA aðfaranótt sunnudags. MYND/MAGNÚS ANDERSEN Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramótaskaupinu í ár og er þetta í fjórða sinn sem hann leikstýrir Skaupinu. Gunnar Björn mun að öllum líkindum einnig koma að hand- ritaskrifunum líkt og fyrri ár og segir Skaupið skemmtilegt verkefni þó það geti oft á tíðum verið stressandi. „Þetta er skemmtilegt verk- efni og mikil áskorun en alltaf jafn stressandi. Þó mönnum hafi líkað hin Áramóta skaupin er ekki öruggt að þeim þyki næsta Skaup gott. Maður er alltaf á byrjunarreit og það er líklega ástæðan fyrir því að mér finnst þetta svona gaman,“ útskýrir hann. Gunnar Björn er í sumar- fríi með fjölskyldu sinni um þessar mundir og segist ekki hafa fylgst sérstaklega vel með fréttum það sem af er ári en að brátt verði breyting þar á. „Ég hef ekki verið duglegur að fylgjast með fréttum fram að þessu, en það breytist núna. Undirbúningsvinnan fer að hefjast og oftast spretta bestu hug myndirnar upp þegar maður byrjar að vinna í handritinu.“ Í öðrum fréttum af Gunnari Birni er frá því að segja að hann steig aftur á svið sem leikari eftir nokkurt hlé í leik verkinu Ævintýri Múnkhásens sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu í vor. Verkið er byggt á ýkju sögum þekktasta lygara heimsins, þýska barónsins Múnkhásens, og verður sett aftur á svið í haust. - sm Leikstýrir Skaupinu í fjórða skipti LEIKSTÝRIR SKAUPINU Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramóta- skaupinu í fjórða sinn í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 172. tölublað (24.07.2012)
https://timarit.is/issue/359462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

172. tölublað (24.07.2012)

Aðgerðir: