Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 4
24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 KJARAMÁL Tryggingastofnun þarf að endurreikna 57,7 milljarða króna af lífeyri og öðru bótafé eftir að uppgjör samkvæmt tekjum eftir skattframtali hefur verið gert. Það er öllu meira en í fyrra þegar heildarfjár hæð endur- reiknaðra greiðslna var um 50 milljarðar. Um er að ræða líf- eyri og bætur skattárið 2011. Inneignir verða greiddar þann 3. ágúst og innheimta krafna hefst 1. september. Um 46 þúsund manns eru líf- eyrisþegar á Íslandi, þar af eru 29 þúsund ellilífeyrisþegar. Heildarupphæð inneigna sem greiddar verða 3. ágúst er tæpir þrír milljarðar króna saman- borið við 3,6 milljarða í fyrra. Greiðslur umfram rétt eru um 1,7 milljarðar króna en voru 1,2 milljarðar í fyrra. Ástæða þessarar skekkju er að vextir, verðbætur og arður voru í mörgum tilvikum ofáætlaðar í tekjuáætlun. Atvinnutekjur voru hins vegar vanáætlaðar. Því var 1,6 prósent frávik í lífeyrissjóðs- tekjum milli áætlunarinnar og skattframtals. Um 63 prósent lífeyrisþega mega eiga von á inneignum. Það eru tæplega 29 þúsund manns. Innheimtar verða kröfur á 30 prósent lífeyrisþega en sjö pró- sent hafa engan mismun. - bþh GENGIÐ 23.07.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 212,0317 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,23 124,83 193,07 194,01 150,58 151,42 20,238 20,356 20,43 20,55 17,816 17,92 1,5884 1,5976 186,26 187,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA lífeyrisþega mega eiga von á að fá greiddar inneignir frá Tryggingastofnun ríkisins þann 3. ágúst. 63% DANMÖRK Fleiri leituðu til slysa- varðstofa í Danmörku í fyrra vegna hundsbita en árið 2005. Þetta þykir skjóta skökku við þar sem tvö ár eru liðin síðan ný lög tóku þar gildi þar sem þrettán hundategundir voru bannaðar. „Að hluta til má rekja vandann til þess hversu auðvelt er að fara í kringum lögin,“ segir Gert Niel- sen, aðstoðaryfirlögregluþjónn í viðtali við Jótlandspóstinn. „Stærstur hluti hundanna er blendingshundar, svo nær ógerlegt er að skilgreina hvaða hundar eru ólöglegir. Þar að auki bíta hundar af fleiri tegundum en þessum. Sú trú manna að aðeins hættulegir hundar bíti stenst ekki.“ - ktg Deilt á tveggja ára lög: Fleiri bit þrátt fyrir hundalög ÓLÖGLEGUR HUNDUR Hundar af kyni Staffordshire bull terrier eru bannaðir í Danmörku. Tvö ár eru síðan þrettán hundategundir voru bannaðar í landinu. Rangt var haft eftir Friðriki J. Arn- grímssyni í blaði gærdagsins að bann framkvæmdastjórnar ESB við veiðum botnsækinna tegunda hefði lítil áhrif hér á landi. Hið rétta er að það hefur engin áhrif, þar sem Ísland stendur utan ESB. LEIÐRÉTT SVÍÞJÓÐ Nýir peningaseðlar sem taka á í notkun árið 2015 brjóta í bága við sænsk höfundarréttar- lög. Á nýju seðlunum eru myndir af þekktum Svíum, en ekkert samráð var haft við ljósmyndara myndanna áður en myndirnar voru notaðar. Auk þess eru þær ekki merktar ljósmyndaranum sem er brot á sænskum lögum. Frá þessu er greint á fréttavef Dagens Nyheter. Bankinn hefur nú hafið samn- ingaviðræður við ljósmyndarana, sem sagðir eru í afar góðri samn- ingsstöðu, enda nokkrir mánuðir síðan nýju peningaseðlarnir voru kynntir almenningi. - ktg Seðlabanki Svíþjóðar: Sænskir seðlar í trássi við höf- undarréttarlög Skotið á gúmmíbát Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hver skaut úr haglabyssu á gúmmíbát í Herdísarvík í síðustu viku. Þá var sex hestafla Tohatsu-utanborðsmótor jafnframt stolið úr bátnum. LÖGREGLUFRÉTTIR Dæmdur fyrir bensínþjófnað Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 36 ára gamlan mann fyrir að hafa í þrígang í fyrra sett bensín á bíl sinn og stungið af án þess að greiða fyrir. Samtals stal hann um átján þúsund krónum af Skeljungi og tíu þúsundum af N1. DÓMSTÓLAR Ætlaði að ráðast á lögreglu Lögreglumenn yfirbuguðu ölvaðan ökumann í Kópavogi í fyrrinótt þegar hann gerði sig líklegan til að hjóla í þá. Maðurinn hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur og tók því illa. Eftir að hann hafði verið yfirbugaður hélt hann áfram að ausa fúkyrðum og hótunum yfir lögreglumennina. Hann var vistaður í fangageymslu. SPÁNN, AP Sextugur maður og fimmtán ára dóttir hans létust þegar þau féllu eða stukku niður af kletti norðarlega við Miðjarðar- hafsströnd Spánar, þar sem þau voru komin í sjálfheldu vegna gróðurelda. Eiginkona mannsins og tvö önnur börn þeirra fóru einnig fram af klettinum en lifðu fallið af. Þetta gerðist á sunnudagskvöld í hæðunum fyrir ofan landamæra- bæinn Portbou. Fjölskyldan var ásamt fleira ferðafólki frá Frakklandi á leiðinni aftur heim þegar skyndilega var ekki hægt að aka lengra vegna gróð- ureldanna. Fólkið neyddist til að yfirgefa bifreiðarnar og fór að fikra sig fótgangandi niður hæðirnar. Fimm manna fjölskyldan varð viðskila við hitt fólkið og lenti í sjálfheldu með fyrrgreindum afleiðingum þar sem eldarnir þrengdu að þeim með hvössum vindhviðum. „Það eina sem þau gátu gert var að fara í sjóinn,“ sagði Tony Buix- eda, hafnarstjóri í Portbou. Hann var á báti fyrir neðan klettana þegar fólkið hrapaði niður. Faðirinn lést samstundis eftir að hafa lent á neðansjávarklettum en dóttirin drukknaði. Móðirin liggur þungt haldin á sjúkrahúsi með bakmeiðsl, en hin börnin tvö sluppu með minni háttar meiðsli. Miklir gróðureldar hafa geisað á norðaustanverðum Spáni undan- farna daga. Um helgina kostuðu þeir tvo aðra ferðamenn lífið. Um 1.400 hundruð manns þurftu að flýja að heiman vegna eldanna og dvöldu í neyðarskýlum í fyrri- nótt. Lestarsamgöngur lágu niðri og í borginni Figueres voru 44 þúsund íbúar hvattir til að halda sig heima við. Einnig þurfti að loka vegasamgöngum sums staðar yfir landamærin milli Spánar og Frakklands. Um 80 hópar slökkviliðsmanna hafa unnið hörðum höndum við að halda eldunum í skefjum og notaðar hafa verið flugvélar til að varpa vatni á eldana. Gróðureldar hafa geisað víðar í löndum Miðjarðarhafsins síðustu daga, meðal annars á Grikklandi og í Portúgal. Á Grikklandi þurfti í síðustu viku að rýma sumarbúðir barna, elliheimili og klaustur skammt frá höfuðborginni Aþenu meðan glímt var við eldana. gudsteinn@frettabladid.is Erfið barátta við gróðurelda á Spáni Gróðureldarnir á norðaustanverðum Spáni síðustu daga hafa kostað fjóra lífið. Fimm manna fjölskylda komst í sjálfheldu og féll af kletti við ströndina með þeim afleiðingum að sextugur faðir og fimmtán ára dóttir hans fórust. HÆÐIRNAR LOGA Við borgina La Jonquera á norðaustanverðum Spáni, rétt við landamæri Frakklands, hafa geisað miklir gróðureldar eins og víðar í nágrenninu. NORDICPHOTOS/AFP Tryggingastofnun ríkisins leiðréttir lífeyrisgreiðslur og tengdar bætur vegna 2011: Endurreiknar 57,7 milljarða VEÐUR Þrýstingurinn í lægðinni sem fór yfir landið á sunnu- daginn var sá lægsti sem mælst hefur í júlímánuði síðan árið 1923. Gamla metið var sett í Stykkishólmi og var 974,1 hPa en á sunnudaginn mældist loftþrýst- ingur lægstur í Önundarhorni eða 972,6 hPa. Nokkur vindhraðamet féllu einnig á sunnudaginn en talsvert hvassviðri fór á undan lægðinni. Vindhraðamet féllu í Vestmanna- eyjabæ, á Stórhöfða, Sámsstöðum og við Vatnsfell. - ktg Nýtt lágþrýstimet í júlí: Dýpsta lægðin síðan árið 1923 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 28° 26° 26° 27° 27° 23° 23° 25° 26° 31° 33° 31° 19° 27° 21° 24° Á MORGUN víða 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR Víða hæg NA-læg eða breytileg átt. 8 87 7 9 12 14 12 12 8 6 5 7 8 7 5 10 3 12 7 7 6 13 16 12 13 14 14 17 13 14 13 EITTHVAÐ FYRIR ALLA Úrkoma N- og A-til í dag og S- og SA-til á morgun. Ekki mikið sólbaðsveður í dag og á morgun en höldum í vonina fyrir fi mmtudaginn. Heldur svalt N-til í dag en hlýnar aftur til morguns. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 172. tölublað (24.07.2012)
https://timarit.is/issue/359462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

172. tölublað (24.07.2012)

Aðgerðir: