Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 12
12 24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR
R
eykjavík sumarið 2012 er svo sannarlega lifandi borg.
Veðrið í sumar hefur auðvitað verið í liði með mann-
lífinu en til viðbótar hefur fjölgun ferðamanna aukið
umsvifin í miðborginni sem aftur gerir að verkum
að borgarbúar eiga frekar erindi niður í bæ en áður.
Undanfarin ár hefur hugmyndaflug borgaryfirvalda aukist
varðandi ýmsar tilraunir í borgarlandinu. Vinjar hafa verið
gerðar, litlar og stórar, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Í
sumum tilvikum er tjaldað til
eins sumars en í öðrum til vikum
lengur. Hugmyndaflug íbúa
borgarinnar er þarna virkjað
og niðurstaðan verður frjó
og skemmtileg. Torg og græn
svæði í miðbænum og á mörkum
miðbæjar og íbúðahverfa laða
sannarlega til sín fólk þegar
vel viðrar, að ekki sé talað um þegar þar birtast sölubásar og/
eða boðið er upp á listrænar uppákomur. Heilsa borgarinnar og
mannlífsins þar er þannig með betra móti.
Sátt virðist ríkja um að þau fáu hús sem staðið hafa í borginni
í meira en mannsaldur fái að standa þar áfram og að þeim sé
hlúð þannig að í þeim birtist andi og menning þess tíma sem þau
voru byggð á. Enn er þó skipst á skoðunum um borgina, skipulag
hennar, nýtingu á rými og umgjörðina utan um elstu húsin.
Skoðanaskipti um skipulag og uppbyggingu við Ingólfstorg
og Austurvöll snúast þannig ekki beinlínis um húsfriðun, eins
og oft hefur verið þegar skipst er á skoðunum um skipulagsmál
í borginni, heldur ásýnd, götu- og torgmyndir, byggingarmagn
og það hvort nýbyggingar styrki það sem fyrir er eða spilli
fyrir því. Hún snýst líka um ýmislegt annað svo sem hvernig
starfsemi eigi að vera í þeim húsum sem um ræðir. Engan skyldi
undra að sitt skuli hverjum sýnast þegar um ræðir skipulag á
allra elsta hluta borgarinnar. Í Reykjavík er afar lítið um bygg-
ingarsögulegar minjar og því skiptir miklu að sem best takist
til um að veita elstu húsunum sómasamlega umgjörð.
Efnt var til metnaðarfullrar hugmyndasamkeppni um upp-
byggingu svæðisins en eins og Pétur Ármannsson arkitekt
hefur meðal annars bent á þá voru gefnar forsendur (úrelt deili-
skipulag) þannig að útkoman gat líklega aldrei orðið ásættanleg
meðal annars vegna þess byggingarmagns sem gert var ráð
fyrir í forsendunum og er ekki einu sinni fullnýtt í vinnings-
tillögunum.
Rómantík um mjó götusund á heldur illa við íslenskan veru-
leika. Skuggsæl sund geta veitt indæla hvíld frá sterkri sól og
hita í borgum sem eru nær miðbaugi en Reykjavík. Hér eru
þau hins vegar heldur svöl og ónotaleg, jafnvel á allra heitustu
dögum ársins. Hér þarf að huga að því að skýla fyrir vindi án
þess að skyggja á sól.
Formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur segir að skipulagsmál
séu vísindi og þess vegna sé óþarfi að þjarka um þau. Vissulega
eru skipulagsmál fræðigrein sem lýtur ákveðnum lög málum. Hitt
er fullvíst að fólk mun alltaf hafa áhuga og skoðanir á umhverfi
sínu og það sem sumum finnst gott finnst öðrum vont.
Þegar átt er við elstu hús borgarinnar og umhverfi þeirra
hlýtur þó að verða að hafa að leiðarljósi að minna er meira. Þau
eiga skilið bæði frið og rými.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
Steinnunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
SKOÐUN
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Sunny 8 No toe
Sokkabuxur
Tálausar
Þunnar
Sólbrúnt útlit
fullkomnar í
sandalana/bandaskó
Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í grein-
inni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann
forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum
tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem
lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari
rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur
um þá menntun sem hún hefur til að bera
til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef
honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa.
Að undanskildum tveim vinsamlegum e
-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég
engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigur-
sæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og
sjá hverju Halldór fær áorkað.
Sennilega var það bjartsýni að búast við
að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða
þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara
þeim spurningum sem koma fram í grein
minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarfor-
maður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu.
Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem
sumir myndu kalla óhóflegt bruðl.
Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi
að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu
kvarti undan vantrausti almennings, þá
kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir
að svara við spurningum sem margir vilja fá
svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna
verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. ára-
tug og verið m.a. að vinna að því að kenna
Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er
ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur
mér ofboðið og ég skrifað forseta franska
lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég
fengið svar á skömmum tíma og í annað
skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skipt-
ið skýringar sem ég varð að sætta mig við.
Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í
Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki
á Íslandi.
Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir
minni):
Varðar mest til allra orða
undirstaðan sé réttleg fundin.
Galli við Hörpu er að mínu mati að undir-
staðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er
gott en forsendurnar verða að vera réttar og
öll umgjörð.
Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu
að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum
höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir
mega vera stoltir af sínu verki.
Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undir-
stöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda
þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um
þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og
hver er ábyrgur fyrir henni.
Enn um Hörpu
Menning
Ármann Örn
Ármannsson
viðskiptafræðingur
Ekki króna frá ríkinu
Illugi Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, fór í leyfi frá
þingstörfum frá apríl 2010 til septem-
ber 2011. Ástæðan var rannsókn á
sjóði 9, en Illugi var þar í stjórn. Í
febrúar 2009, skrifaði Illugi grein á
heimasíðu sína þar sem hann rakti
að stjórn Glitnis hefði ákveðið að
kaupa skuldabréf Stoða af sjóði
9 með afföllum. Til kaupanna
hefði Glitnir notað sína eigin
fjármuni og engir peningar
hefðu farið úr ríkissjóði í þau.
Þetta tvítekur hann í rökstuðn-
ingi sínum: „Engir peningar fóru
úr ríkissjóði í sjóð 9.“
Veit ESA af þessu?
Í ljósi þessarar fullyrðingar er nýtil-
komin niðurstaða ESA, eftirlits-
stofnunar EFTA, allrar athygli verð.
Stofnunin kemst að því að kaup
þriggja stóru bankanna á eignum í
vörslu átta fjárfestingasjóða, þar með
talið sjóði 9, hafi verið ríkisaðstoð.
„ESA lítur svo á að kaupin á
skuldabréfasöfnunum, sem
sýnilega höfðu skerst verulega í
virði, hafi verið fjármögnuð
af ríkisfjármunum og að
ákvarðanirnar um kaupin
megi rekja til íslenska
ríkisins,“ segir ESA. Þarf
Illugi ekki að útskýra
þetta misræmi?
Kosningafjöld
Óhætt er að segja að Íslend-
ingar verði kosningaglaðari eftir
því sem fram líða stundir. Alþingis-
kosningarnar næsta vor verða
sjöundu kosningarnar frá síðustu
Alþingiskosningum. Tvisvar hefur
verið kosið um Icesave, einu sinni til
sveitarstjórnar, stjórnlagaþings og um
forseta. Þá á eftir að kjósa
um nýja stjórnar-
skrá. Það veltur svo
á Hæstarétti hvort
kjósa þarf á ný til
forsetans, þannig að
enn getur kosningum
fjölgað.
kolbeinn@frettabladid.is
Sól og skjól í elsta hluta borgarinnar:
Minna er meira