Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. júlí 2012 13 Stjórnarskráin í brennidepli þjóðfélagsumræðunnar Stjórnarskráin hefur verið í brennidepli á undanförnum misserum. Í nýlegri umræðu um Landsdómsmálið, vald- svið forseta og breytingar á stjórnarskránni hafa komið fram ýmis sjónarmið um hvernig beri að túlka og beita henni. Eitt af þeim atriðum sem deilt hefur verið um er hvort merking stjórnarskrár- innar þróist með tímanum án þess að henni sé formlega breytt. Þýðir stjórnarskráin eitt í dag og annað á morgun eða er merking hennar ávallt sú sama? Hvaða gildi hafa hefðir og venjur þeirra sem fara með ríkisvald við túlk- un stjórnarskrárákvæða um störf þeirra? Við þessum stóru spurningum er ekki hægt að veita einföld svör. Að þessu sinni verður þó gerð tilraun til að lýsa nokkrum almennum sjónarmiðum um þetta efni. Hvað er stjórnarskrá? Stjórnarskrá í lýðræðisþjóð- félagi er samfélagssáttmáli, sem samþykktur er af meiri- hluta þjóðfélagsþegnanna, og fjallar um grundvöll og dreifingu ríkisvalds og vörn einstaklinga gegn því. Með stjórnarskrá setja borgarar í samfélagi sér almennar leik- reglur og umgjörð utan um þær stofnanir sem sátt ríkir um að fari með vald í þágu almanna- hagsmuna, þ.e. ríkisvald. Í vestrænum samfélögum er auk þess leitast við með stjórnar- skrá að tryggja að ríkisvald safnist ekki á fárra manna hendur. Er því ríkisvaldi venju- lega skipt á milli þeirra sem fara með löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Með mannréttindaákvæðum er lagt til grundvallar að grunnviðmið hvers lýðræðislegs samfélags sé frelsi einstaklingsins til orða og athafna sem aðeins verður takmarkað í þágu almanna- hagsmuna ef brýna nauðsyn ber til. Þá mæla nýlegri stjórn- arskrár gjarnan fyrir um þau grunnréttindi af efnahagsleg- um, félagslegum og menningar- legum toga sem hið opinbera skal tryggja borgurunum. Lagagildi stjórnarskrárinnar og mismunandi eðli stjórnarskrár- ákvæða Stjórnarskráin hefur lagagildi og er jafnframt æðri lögum sem Alþingi setur. Borgararn- ir njóta því þeirrar mannrétt- indaverndar sem stjórnarskrá- in mælir fyrir um. Handhafar ríkisvalds mega auk þess ekki ganga lengra en valdheimildir þeirra í stjórnarskránni bjóða. Þá er jafnan hægt að fram- fylgja efni hennar fyrir dóm- stólum. Mannréttindaákvæði eru yfirleitt orðuð með frekar matskenndum hætti. Þau lýsa jafnan tilteknum réttindum sem einstaklingar eiga gagn- vart ríkisvaldinu og mögu- legum frávikum frá þeim rétt- indum. Til samanburðar eru hins vegar flest ákvæði um handhafa ríkisvalds orðuð með tiltölulega nákvæmum hætti ef grannt er skoðað, en þau lýsa því hver fer með til- tekna valdheimild og við hvaða aðstæður. Við túlkun ákvæða um handhafa ríkisvalds skiptir þó miklu máli að lesa ákvæðin saman og kanna sögulegt sam- hengi þeirra. Á það sérstak- lega við um völd forseta. Allar stjórnarathafnir vinnur hann til að mynda fyrir tilstuðlan og á ábyrgð ráðherra, þótt mörg ákvæði séu orðuð þannig að þau fjalli aðeins um vald for- seta. Stjórnarskráin sem grund- vallarreglur og breytilegt inntak mannréttindaákvæða Í ljósi eðlis stjórnarskráa hljóta þær jafnan að hafa að geyma grundvallarreglur. Að baki þeim búa tilteknar póli- tískar hugsjónir sem ætlað er að hafa langvarandi gildi og skapa stöðugleika og vissu um þann ramma sem samfélagið býr við hverju sinni. Túlkun slíkra grundvallarreglna lýtur því nokkuð öðrum lögmálum en túlkun annarra lagareglna. Þótt texti stjórnarskrárákvæð- is sé, eins og annarra laga- ákvæða, útgangspunktur lög- skýringar verður því alltaf að hafa í huga undirliggjandi gildi þess og meginmarkmið. Merking stjórnarskrár- ákvæða, einkum mannréttinda- ákvæða, kann að taka breyt- ingum í tímans rás. Þetta getur gerst með tvennum hætti. Í fyrsta lagi getur ný þekk- ing skapað breyttan skilning á þeim staðreyndum sem liggja til grundvallar mannréttinda- ákvæði. Þannig verður sem dæmi að beita tjáningarfrelsis- ákvæðinu í dag í ljósi þróunar í upplýsingatækni og –miðlun sem ekki var fyrir hendi hér á árum áður. Í öðru lagi kann merk- ing mannréttindaákvæðis að taka breytingum í takt við ný viðhorf eða skilning á þeim undirliggjandi gildum eða markmiðum sem búa að baki viðkomandi ákvæði. Hér á árum áður var sem dæmi ekki viðurkennt með sama hætti og nú að mismunandi staða manna að lögum eftir kyn- ferði eða kynhneigð bryti gegn þeim undirliggjandi gildum sem jafnræðisregla byggir á. Nú er öldin önnur, merking jafnræðisreglunnar hefur þró- ast í takt við aukinn skilning á mikilvægi þess að menn séu í reynd jafnir. Jafnframt hefur reglan í æ ríkari mæli verið talin gilda þegar hið opinbera úthlutar takmörkuðum gæðum. Þegar grannt er skoðað eiga þessi sömu sjónarmið við um flest mannréttindaákvæði með einum eða öðrum hætti, enda séu þau orðuð þannig að þau hafa að geyma matskennda mælikvarða en ekki nákvæmar reglur. Hefðir og venjur um störf hand- hafa ríkisvalds Í störfum handhafa ríkisvalds skapast ýmsar venjur eða verk- lag. Slíkar venjur geta, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, öðlast lagagildi og nefnast þá stjórnskipunarvenjur. Reglu- bundið verklag í störfum hand- hafa ríkisvalds getur þannig látið stjórnarskrána virka í samræmi við raunveruleikann í nútímasamfélagi. Það er t.d. viðurkennt að löggjafinn geti framselt ráðherrum vald til að setja almennar reglur, svoköll- uð stjórnvaldsfyrirmæli. Það er því töluvert svigrúm fyrir handhafa ríkisvalds til að móta venjur um störf sín. Að sama skapi eru þó takmörk fyrir því að hvaða marki þeir geta vikið frá þeim venjum sem mynd- ast hafa með lögmætum hætti, enda á stjórnarskráin að skapa stöðugleika og vissu, eins og áður er rakið. Það er því t.d. ekki sjálfgefið að nýr forseti hafi lagalega óheft svigrúm til að „móta embættið eftir eigin höfði“, eins og stundum er haldið fram, og þá horft með öllu fram hjá venjum sem áður hafa þróast í störfum þess. Verklag handhafa ríkis- valds getur þó almennt ekki haft lagagildi gangi það bein- línis í berhögg við stjórnar- skrána. Forseti, alþingis- menn og ráðherrar geta því að jafnaði ekki í krafti hefðar eða venju tekið sér vald sem stjórnarskráin veitir þeim ekki eða áskilur með skýrum hætti að beitt sé með öðrum hætti en lagt hefur verið til grund- vallar í framkvæmd. Í dómi meirihluta Landsdóms var þannig hafnað þeirri málsvörn ákærða að reglubundið verk- lag um óformlegt samráð odd- vita ríkisstjórnarflokka utan ráðherrafundar um mikilvæg stjórnarmálefni tengd banka- hruninu hefði getað girt fyrir refsiábyrgð hans á grund- velli laga um ráðherraábyrgð í ljósi 17. gr. stjórnarskrárinn- ar. Þann lærdóm má draga af dómi Landsdóms að handhafar ríkisvalds verða að fylgja þeim skilningi sem leiðir af skýrum texta stjórnarskrárákvæðis. Slíkum ákvæðum verður ekki breytt með hefðum eða venjum, jafnvel þótt þeim hafi verið fylgt um langan tíma. Samantekt Stjórnarskrárákvæði eru ekki öll sama eðlis eða hafa sama tilgang. Eins og leitast hefur verið við að útskýra hér að framan eru sum þeirra þannig fram sett að breytileg túlkun kemur til greina, en önnur eru orðuð með nákvæmari hætti þannig að lítið svigrúm er til þess að merking þeirra geti breyst með tímanum. Róbert R. Spanó prófessor við lagadeild HÍ HUGLEIÐINGAR UM LÖG OG RÉTT Breytist stjórnarskráin með tímanum? Í ljósi eðlis stjórnarskráa hljóta þær jafnan að hafa að geyma grund- vallarreglur. Að baki þeim búa tilteknar pólitískar hugsjónir sem ætlað er að hafa langvarandi gildi og skapa stöðugleika og vissu um þann ramma sem samfélagið býr við hverju sinni. Túlkun slíkra grundvallar- reglna lýtur því nokkuð öðrum lögmálum en túlkun annarra lagareglna. ÍS L E N SK A SI A .I S U T I 60 19 1 06 /1 2 ÚRVAL AF VÖNDUÐUM GÖNGUSKÓM FRÁ ÞEKKTUM FRAMLEIÐENDUM. ÞÚ GETUR TREYST OKKUR ÞEGAR VELJA ÞARF GÖNGUSKÓ. VERÐ: 52.990 KR. MEINDL ISLAND GTX Hálfstífir og margrómaðir. Fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. TILBOÐ: 34.392 KR. MEINDL KANSAS GTX Sérlega þægilegir og traustir, Gore- Tex vatnsvörn. Fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. Almennt verð: 42.990 kr. VERÐ: 29.990 KR. TNF VINDICATOR MID GTX Þægilegir í léttar göngur. Fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. VERÐ: 54.990 KR. SCARPA HEKLA GTX Klassískir gönguskór fyrir dömur. Fást í Kringlunni og Glæsibæ. Herraútfærsla: Scarpa Ladakh. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS GAKKTU LENGRA Í SUMAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.