Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 16
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Borghildur Sverrisdóttir, fyrrum einkaþjálfari og B.A. í sálfræði, er framkvæmdastjóri MatAsks ehf., íslensks sprotafyrirtækis sem hóf göngu sína síðastliðið haust. HeilsuAskur ruddi brautina með persónusniðnum matarpökkum sem byggja á orkuþörf fólks. Hann er í fríi í sumar en er væntan- legur aftur í haust. „Viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir,“ segir Borghildur. Í vor bættist við nýr askur en það er FerðaAskur. Hann inniheldur nesti fyrir útivistarfólk. „Hægt er að velja um þrjár mismunandi stærðir, fyrir lengri og styttri ferðir,“ útskýrir Borghildur. Hún segir ýmiss konar hópa nýta sér þjón- ustu þeirra: „Það er útivistarfólk af öllu tagi; fólk á leið í veiðiferðir, ævintýra- ferðir og svo gönguhópar og ferðaskipu- leggjendur.“ Pantanir og nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíðunni www. mataskur.is eða í síma 555 0909. Askarnir eru svo sóttir á leiðinni út úr bænum, annað hvort á Stöðinni í Suðurfelli eða á Vesturlandsvegi. „Við viljum efla íslenskan land búnað og hvetja fólk til að kaupa íslenskt. SveitaAskurinn, sem er nýjasta vöru línan okkar, byggir sérstaklega á því og þá förum við í grasrótina – til bændanna,“ segir Borghildur. SveitaAskurinn kom á markað í lok júní og er fylltur alls konar sælkeramat, frá íslenskum bændum. „Þeir eru að framleiða svo spennandi og skemmtilegar vörur sem margar eru ófáanlegar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Borghildur. „Þetta er tilvalin gjöf fyrir útlendinga, nú eða til þess að taka með sem nasl í bústaðinn eða lautarferðina.“ SveitaAskur er seldur á sjö stöðum, meðal annars í Leifsstöð. „Á sölu- stöðunum eru fyrirfram tilbúnir Askar, en á netinu er hægt að velja innihaldið sjálfur,“ útskýrir Borghildur. Tvö prósent af allri sölu MatAsks renna til góðgerðarfélags sem viðskipta- vinirnir velja. Í dag styrkja viðskiptavinir Líf, styrktarfélag kvennadeildarinnar. ASKAR FYRIR ALLA MATASKUR KYNNIR MatAskur ehf. hóf göngu sína haustið 2011. Fyrirtækið framleiðir nú þrjár gerðir af matarpökkum, stílaðar inn á heilsu og útivist. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Þroskaþjálfinn Agnes Jensdóttir mælir heilshugar með Alpha Daily. „Drykkurinn hefur bætt meltinguna hjá mér mikið. Ég finn ekki lengur fyrir lofti í maga en ég er lengi búin að eiga við það vandamál að stríða. Alpha Daily er besta lausnin sem ég hef fundið við því vandamáli,“ segir Agnes. Hún segir Alpha Daily einnig losa um bjúg. „Ég er orðin sextug og bjúgurinn fylgir oft breytingaskeiðinu. Eftir að ég fór að drekka Alpha Daily finn ég síður fyrir bjúgnum. Drykkurinn er frískandi og hressandi og ég fæ mér glas af honum á hverjum morgni.“ Agnesi var bent á að prófa drykkinn. Hún keypti sér flösku og svo kassa af flöskum þegar sú fyrsta kláraðist. „Ég fann þessi góðu áhrif af drykknum mjög fljótlega eftir að ég byrjaði að drekka hann. Ég finn hvað drykkurinn gerir mér gott og get því hiklaust mælt með Alpha Daily.“ Alpha Daily fæst í Hagkaupum, Víði, Fjarðarkaupum, Kosti, Melabúðinni, Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Garð- heimum og Blómavali. Drykkurinn er í glerflöskum sem má skila til HP Heilsu, Smiðjuvegi 38 í Kópavogi, og fá áfyllingu. Ef skilað er inn sex flöskum fæst áfylling á heildsölu- verði. VATNSLOSANDI EIGINLEIKAR Blandan eplaedik og hunang sem Alpha Daily saman- stendur af er þekkt fyrir vatnslosandi eiginleika sína og hefur áhrif á bjúg og bólgur. Hún styrkir ónæmis- kerfið og hefur sýrustillandi áhrif. Fjölbreytt og hollt mataræði úr öllum fæðu- flokkum og regluleg hreyfing er leiðin til betra lífs hvar sem við erum stödd í tilverunni. Regluleg neysla eplaediks er ein leið til að bæta og styrkja líkama okkar svo við megum enn frekar njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. ■ EKKI GOTT Það er jafnhættulegt að vera sófadýr og að reykja. Þetta sýnir ný bandarísk könnun sem birtist í tímaritinu The Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknablað í heimi. Könnunin var gerð af vísinda mönnum á 33 rannsóknastofum víða um heiminn. Hreyfingarleysi getur haft í för með sér ýmsa alvarlega sjúkdóma, svo sem hjarta- og kransæðasjúkdóma, sykursýki II, brjóst- og ristil- krabbamein. Áhættan af því að vera sófadýr er svipuð og að reykja, segja vísindamennirnir. SÓFADÝR Í ÁHÆTTUHÓPI ■ MIKILL MUNUR Það er varasamt að brenna í sólinni en ef svo illa fer má nota te til að lina þjáningarnar. Aðferðin er bæði einföld og áhrifarík. Hitið vatn og setjið nokkra tepoka út í. Það á ekki að skipta svo miklu máli hvaða tegund er notuð. Þegar teið er orðið dökkt og hefur kólnað er tusku eða þvottapoka dýft ofan í það. Notið þvottapoka sem ykkur er sama þótt verði blettóttur. Klappið þvotta- pokanum á brennda svæðið og látið húðina draga vökvann í sig. Ekki þurrka teið af húðinni. Látið það vera á í nokkra klukkutíma. Það er sniðugt að gera þetta áður en farið er í háttinn og þvo teið svo af í morgunsturtunni. Sól bruninn ætti þá að hafa minnkað um- talsvert. Því fyrr sem teið er borið á brunann því áhrifameiri er aðferðin. Einnig er hægt að leggja tepokana beint á húðina eða jafnvel nota telauf. Notið þetta ráð eingöngu á fyrsta stigs bruna. Ef bruninn er meiri þarf að leita til læknis. TELAUF VIÐ SÓLBRUNA Einfalt og áhrifaríkt FERÐAASKUR ALPHA DAILY ER BESTA LAUSNIN HP Heilsa kynnir Agnes Jensdóttir segir Alpha Daily hafa bætt meltinguna og minnkað bjúg. ÚTSALA Í FULLUM GANGI! NÝ SENDING AF DRÖGTUM! Skipholti 29b • S. 551 0770 Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Við flytjum þér góðar fréttir

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 172. tölublað (24.07.2012)
https://timarit.is/issue/359462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

172. tölublað (24.07.2012)

Aðgerðir: