Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 22
24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR18 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórn- sýslunni, bæði hvað pólitíkina og emb- ættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfé- lagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu. UMSÓKNUM hælisleitenda hefur fjölgað undanfarin ár. Í svari innan ríkisráðherra um þessi mál, sem var lagt fram í júní, kemur fram að á síðustu tveimur árum hafi hælisleitendum hér á landi fjölgað um tæplega 50% á milli ára og því megi reikna með að þær verði yfir 100 á árinu 2012. Í sama svari kemur fram að innanríkisráð- herra telji að það geti lækkað aukaútgjöld vegna umönnunar hælisleitenda að ráða tvo nýja lögfræðinga til stofnunarinnar. Nú hefur forstöðumaður Útlendinga stofnunar sagt að bæta þurfi fjórum lög- fræðingum við, en ekki tveimur. MARKMIÐIÐ er að hægt sé að afgreiða umsóknir hælisleitenda á innan við sex mánuðum. Fyrir því liggja einnig efna- hagsleg rök, en í títtnefndu svari kemur fram að beinn kostnaður af umönnun hælisleitenda í eitt ár sé um 2,6 milljónir króna. Þetta ætti því að vera tiltölu- lega einfalt reikningsdæmi, þó aðeins sé horft á krónur og aura. PENINGAR eiga hins vegar ekki að ráða ferðinni þegar kemur að málum þess örvinglaða fólks sem hingað leitar eftir betri framtíð. Þegar blautur og hrakinn ferðalangur fannst á hrakhólum fyrr á tíðum var ekki hugsað fyrst og fremst um hvort þröngt væri í búi, heldur gengið úr rúmum og besti viðurgjörningur dreginn fram. Þetta var kallað sveitagestrisni og af þessu stærum við okkur þegar sá gállinn er á okkur. Minna fer fyrir henni varðandi það fólk sem kúldrast árum saman í félagslegri einangrun og full- kominni óvissu um eigin framtíð. EINFALDLEIKINN ætti að vera leiðar- ljós í allri stjórnsýslu, en á því er mein- bugur. Ef ljóst er að hælisleitendum mun fjölga, nú þá þarf að bregðast við því með því að fjölga starfsmönnum. Flóknara er það nú ekki. Mannúðin og krónutalningin fara saman þegar að því kemur. Mannúð á hrakhólumLÁRÉTT2. bátur, 6. gjaldmiðill, 8. kvk nafn, 9. sefa, 11. númer, 12. huldumaður, 14. ársgamall, 16. í röð, 17. móðuþykkni, 18. eyrir, 20. tveir eins, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. skrifa, 3. mun, 4. skyldraæxlun, 5. samstæða, 7. stilltur, 10. ái, 13. þangað til, 15. hrína, 16. flík, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. skip, 6. kr, 8. una, 9. róa, 11. nr, 12. álfur, 14. einær, 16. fg, 17. ský, 18. aur, 20. tt, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. ku, 4. innrækt, 5. par, 7. rólegur, 10. afi, 13. uns, 15. rýta, 16. fat, 19. ró. Mig hefur dreymt um þetta! Baráttu um markvarðarstöðuna! Þetta mun auka viðleitnina á æfingum og í leikjum. Sam- mála, strákar? Sam- mála! Fullkom- lega! That‘s the spirit! Eigum við að byrja? Eru þið TILBÚNIR? Yes! Shoot! Var reyndar ekki alveg tilbúinn. Ég var með eitt- hvað í auganu. Ég SÁ það! Hæ pabbi ég var að spá fyrst þú ert ekki að gera neitt hvort þú gætir fært mér hand- klæði? Svona svona, elskan. Þú kvartaÐir aldrei þegar hann var hvolpur. Eitt gott skipti kallar á annað. Þangað til einhver þarf að æla. Ókei. Nú þú. SOLLA & HANNES Heilsueldhúsið VERÐDÆMI: PALOMINO YE ARLING, 10 fet Útsöluverð kr. 2.390.000. Mán.greiðsla k r. 21.500 * PALOMINO ÚTSALA STÓRLÆKKAÐ VERÐ Á ÖLLUM FERÐAVÖGNUM Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is * Forsendur Ergo: Mánaðarleg greiðslubyrði miðast við bílasamning Ergo, 70% fjármögnun til 84 mánaða m.v. gullvildarkjör og 9,55% óverðtryggða vexti HVETTU BARNIÐ TIL AÐ VERA GÆTIÐ ÞEGAR ÞAÐ VEITIR PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR Á NETINU www.saft.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.