Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 14
24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR allt sumar er möguleiki á vinningum sælgætis- öskjum frá Góu yfir 5.000 vinningar! Athugaðu hvort vinningur leynist í Góu-öskjunni þinni. Ef það er númer í öskjunni, skaltu setja það inn í sumarleikinn á Facebook-síðu Góu (www.facebook.com/goa.is). Þá veistu strax hvað þú hefur unnið. Allir sem skrá sig gætu svo átt von á risa - vinningum til viðbótar á FM957 í allt sumar. Allar gerðir rúsínuaskja frá Góu eru með í leiknum. Nokkuð hefur verið tekist á um nýjar tillögur að uppbyggingu í Kvosinni. Mér og fleiri þykir að þarna ráði hagsmunir lóðareig- anda of miklu. Lóðareigandinn er í viðskiptum og eðlilegt að hann hugsi um hámarksávöxtun. En er það hlutverk pólitíkusanna í borg- arstjórn að láta hagsmuni hans ráða för? Reiturinn sem um ræðir er í hjarta borgarinnar. Margir landsmenn og erlendir ferða- menn (eins og þeir sem sækja Iceland Airwaves í þúsundavís) vilja njóta á svæðinu fjölbreytni í menningu, mat og upplifun. Bent er á að aukið byggingarmagn og einsleit starfsemi þrengi að slík- um kostum auk þess sem stóru hóteli fylgir aukin bílaumferð. Hroki og yfirlæti Áhrifamenn í opinberri umræðu hafa að mínu mati sýnt af sér fádæma hroka í þessu máli. Þannig spyr Dagur B. Eggertsson – þegar forseti þingsins varpar fram efasemdum og áhyggjum af nýjum tillögum um reitinn – hvort ekki sé rétt að loka Hótel Borg? Sjón spyr hvort Páll Óskar og þeir sem hamist mest gegn hótelum í miðbæ Reykjavíkur myndu gista í úthverfum stór- borga heimsins á ferðalögum sínum. Og Egill Helgason talar um bábilju og segir fólki sem er á móti þessum áætlunum að það hafi ekki vit á skipulagsmálum. Það er eins og þeir ásamt þröngum hópi beinna hagsmuna- aðila, séu í herferð fyrir því að nákvæmlega þarna verði að rísa nýtt hótel og orðið miðbær nái aðeins yfir þennan reit. Með yfir- læti er gert lítið úr gagnrýni og ábendingum frá fólki sem lætur sig þetta mál varða. Samt hafa meira en 11.000 manns þegar skrifað undir áskorun gegn þess- um tillögum. Og fyrir því eru margar gildar ástæður. Hvar er úttektin á framboði og eftirspurn? Nú þegar er fjöldi hótela í og allt í kringum Kvosina og síðan í Þingholtum og við Laugaveg, Hverfisgötu og Sæbraut. Ráðgert er að byggja 250-300 herbergja lúxushótel við Hörpu og í einum af þremur ráðgerðum turnum við Höfðatorg er gert ráð fyrir 300- 350 herbergja hótelbyggingu. Gistiheimili er í bígerð við Lauga- veg 77 og fleira mætti nefna. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar voru 3.611 gistirými á höfuðborgarsvæðinu árið 2011, langflest í Reykjavík. Gistirými í miðborginni eykst um mörg hundruð herbergi á næstu 1-2 árum fyrir utan þau 159 her- bergi sem ráðgerð eru í þessum nýju tillögum. Við Höfðatorg og Lækjargötu 12 má svo eiga von á hundruðum herbergja til viðbótar og fleiri hugmyndir eru í farvatn- inu. Þetta mun þýða allt að 30% aukningu á framboði hótelher- bergja á afar stuttum tíma sem er mun meira en ráðgerð fjölgun ferðamanna. Á vef Reykjavíkurborgar birtist frétt um úttekt 28.6. sl. undir fyrirsögninni „Mikil þörf fyrir gistirými í Reykjavík“. Mér finnst umhugsunarvert að þessi ágæta úttekt skuli birt- ast fyrst núna og fyrirsögnin að ýmsu leyti villandi. Niðurstöð- urnar sýna einmitt mikinn þétt- leika gististaða í miðborginni og 65% nýtingu þess gistirýmis sem þegar er til staðar á sumrin og 35% nýtingu á veturna. Sé nýting hótelherbergja skoðuð ein og sér þá er hún 80% á sumrin. Eftir situr spurningin hvort það liggi fyrir heildaráætlun og skipulag varðandi hóteluppbygg- ingu í Reykjavík og hvort aukið framboð sé í samræmi við eftir- spurn? Eða er yfirlætið svo mikið að leiðandi aðilar í umræðunni bjóða okkur upp á „afþvíbara rök“? Almenningur á heimtingu á því að borgarstjórn leggi við hlustir og að gagnrýni sé ekki svarað með skætingi þegar svo ríkir almannahagsmunir eiga í hlut. Hótelumræðan – framboð og eftirspurn? Niðurstaða samkeppni um fram-tíð Ingólfstorgs og nágrennis hefur verið efni margra blaða- greina undanfarna daga og þykir mörgum sem hagsmunir húseig- enda á svæðinu hafi verið þungir á metum. Að hagsmunir almenn- ings hafi ekki verið hafðir að leið- arljósi. Þetta mál á sér langan aðdrag- anda og forsöguna má rekja jafn- vel alla leið til ársins 1927 þegar fyrsta heildarskipulag borgar- innar leit dagsins ljós og ákveðið var að timburhúsabyggðin skyldi víkja fyrir steinsteyptum húsum. Hér gefst ekki svigrúm til að rekja söguna í smáatriðum, en mikilvæg þáttaskil urðu þegar borgarstjórn samþykkti deiliskipulag Kvosar- innar árið 1987 þar sem kveðið var á um að rífa mætti öll timbur- hús á þeim lóðum sem samkeppnin nær til og reisa í þeirra stað miklu stærri hús úr steinsteypu. Síðan hafa hús og lóðir gengið kaupum og sölu og verðlagning þeirra hefur tekið mið af því hve stór hús mætti byggja samkvæmt deiliskipulaginu. Um það leyti sem skipulagið gekk í gildi voru viðhorf til gamla bæjarins hins vegar að breytast á þann veg að okkur bæri að varðveita sem mest af sögulegum minjum bæjarins. Borgaryfirvöld litu þó svo á að ef deiliskipulaginu yrði breytt og byggingarheimildir skertar kynni borgarsjóði að verða skylt að bæta lóðareigendum sem keypt hefðu eignir sínar á grundvelli ákveðins „byggingarréttar“ þá rýrnun sem yrði á verðgildi lóðanna. Aldrei hefur verið látið á þetta reyna fyrir dómstólum en öllum kröfum um endurskoðun á byggingarheim- ildum hefur verið mætt með mik- illi tregðu sem rökstudd er með skaðabótaskyldunni. Í þessu stappi hefur nú staðið í meira en aldarfjórðung og sam- keppnin um Ingólfstorg snerist í raun um hið ómögulega: Hvernig hægt væri að byggja á þessu svæði þannig að almenningur geti vel við unað en þó án þess að skerða „byggingarrétt“ húsa- og lóðahafa. Ekki vil ég draga í efa að borg- arstjórn hafi talið sig vera að gæta hagsmuna borgarbúa allra þegar hún efndi til samkeppninnar. Hún hafi reiknað með því að það myndi kosta mikil fjárútlát að draga úr „byggingarréttinum“ og því hafi hún efnt til samkeppninnar í sam- vinnu við eiganda stærstu húsa svæðisins í von um að finna lausn sem væri ásættanleg af beggja hálfu. Þessi meinti „byggingarréttur“ hvílir hins vegar á forsendum um framtíð miðbæjarins sem fyrir löngu hefur verið hafnað. Nútíma- viðhorf til framtíðar sögulegs umhverfis verða ekki beygð undir úreltar ákvarðanir frá 1987. Það er auðvitað hægt að leysa þennan hnút en til þess þarf ein- beitingu og vilja. Verðgildi eigna breytist ævin- lega. Fasteignir hækka og lækka í verði og gjöld sem eigendur greiða af þeim sveiflast. Sveitarstjórnir sem fara með skipulagsmál eiga lögum samkvæmt að endurskoða bæði aðal- og deiliskipulag og sjá til þess að skipulagsáform séu í samræmi við gildismat á hverjum tíma eftir því sem unnt er. Sá „byggingarréttur“ sem sam- þykkt deiliskipulag veitir lóðar- eigendum gildir auðvitað aðeins á meðan skipulagið heldur gildi sínu og að því tilskildu að forms- atriðum og kröfum reglugerða sé fylgt. Þegar deiliskipulag er end- urskoðað vegna breyttra viðhorfa kann réttur lóðahafa að breytast og hafi lóðareigandi ekki fært sér í nyt „byggingarrétt“ sem er skert- ur með nýju deiliskipulagi verður hann að lúta því á sama hátt og hann nýtur þess ef rétturinn er aukinn. Húseigandi verður að þola verðsveiflur á fasteign sinni hvort sem þær eru upp á við eða niður. Verðsveiflur á eigum okkar geta orðið vegna margvíslegra stjórn- valdsákvarðana og þegar þær eru teknar með hagsmuni samfélags- ins að leiðarljósi verður við þær unað. Borgarstjórn hefur af einhverj- um sökum kosið að líta þetta öðrum augum án þess þó að láta á þetta reyna fyrir dómstólum. Lögfræðingar borgarinnar hafa hikað og ekki dreg ég í efa að tví- sýnt kunni að vera um niðurstöðu slíks dómsmáls. Hins vegar skiptir gríðarlega miklu máli að taka af vafa í þess- um efnum og ýmislegt má gera til þess að treysta lagalegan grund- völl þessara viðhorfa. Borgarstjórn ætti að horfast í augu við þá staðreynd að hún verð- ur að breyta um afstöðu til þess- ara mála. Hún ætti sem fyrst að hafa frumkvæði að því að undir- búa breytingu á skipulagslögum til þess að endurspegla þennan skiln- ing á takmörkum byggingarréttar sem veittur er með deiliskipulags- ákvörðunum. Þá verður hægt að skipuleggja miðbæinn með sanna hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Ingólfstorg og hagsmunir okkar Skipulagsmál Anna Hildur Hildibrandsdóttir verkefnastjóri hjá NOMEX Skipulagsmál Hjörleifur Stefánsson arkitekt Almenningur á heimtingu á því að borgarstjórn leggi við hlustir og að gagnrýni sé ekki svarað með skætingi. Borgarstjórn ætti að horfast í augu við þá staðreynd að hún verður að breyta um af- stöðu til þessara mála. Hún ætti sem fyrst að hafa frumkvæði að því að undirbúa breytingu á skipulagslögum til þess að endurspegla þennan skiln- ing á takmörkum byggingarréttar sem veittur er.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.