Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. júlí 2012 11 MEÐ GÓRILLU Á BAKINU Þjóðgarðs- vörður í Kongó leikur sér að ungri górillu sem er munaðarlaus og fékk athvarf í þjóðgarðinum. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarstjórn sveitar- félagsins Skagafjarðar kynnti nýverið fyrir starfsmönnum stórtækar skipurits- breytingar sem þar standa fyrir dyrum. Markmiðið með þeim er að ná launkostnaði niður í 57 prósent af heildartekjum sveitar- félagsins en hann er nú tæp 66 prósent. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bygg- ingaráðs, kynnti breytingarnar og segir hann að þær feli ekki í sér uppsagnir en óneitanlega þurfi margir að taka á sig ein- hverja skerðingu. Starfssviðum verður fækkað úr sjö í þrjú þannig að eftir verða fjölskyldusvið, mann- auðs- og fjármálasvið og veitu- og fram- kvæmdasvið sem framvegis mun taka yfir rekstur Skagafjarðaveita. „Við ákváðum að fara ekki í neinar uppsagnir en hins vegar verður öllum fastlaunasamningum sagt upp og þeir síðan endurskoðaðir,“ segir Stefán Vagn. „Við látum svo starfsmannaveltuna sjá um að þynna flokkinn en auðvitað gerum við okkur líka grein fyrir því að stundum komumst við ekki hjá því að ráða fyrir ein- hvern sem hættir. Svo verður sett á auka- vinnubann þannig að það þarf að fá sérstakt leyfi fyrir allri aukavinnu.“ Hann leggur ríka áherslu á að unnið verði að þessu með starfsfólkinu svo að lendingin verði sem far- sælust í þessum annars erfiðu breytingum. - jse Skagfirðingar standa frammi fyrir stórtækum skipulagsbreytingum til að ná niður launakostnaði: Boðar skerðingu en engar uppsagnir FRÁ SAUÐÁRKRÓKI Skagfirðingar munu aldeilis ekki fara varhluta af aðhaldsaðgerðunum sem nú standa fyrir dyrum. ÆGIR Varðskipið kom hingað síðasta haust eftir að hafa verið í Miðjarðar- hafinu. MYND/GUÐMUNDUR ST. VALDIMARSSON LANDHELGISGÆSLAN Varðskipið Ægir hefur verið sjósett á ný eftir að hafa staðið í slipp við Reykjavíkurhöfn undanfarnar vikur þar sem sinnt var almennu viðhaldi á skipinu. Það mun síðar í mánuðinum sigla í Miðjarðar- hafið og sinna landamæragæslu fyrir Evrópusambandið eins og það gerði í fyrra. Ísland er aðili að Frontex, landamærastofnun Evrópusam- bandsins í gegnum Schengen- samstarfið um ytri landamæri ESB. Landhelgisgæslan hefur lagt til tæki fyrir Íslands hönd. Í slippnum var varðskipið Ægir yfirfarið, öxuldregið, bol- skoðað og málað. Skipið er 44 ára gamalt en hefur hlotið talsverðar endurbætur í gegnum tíðina. Ægir hefur verið við Íslands- strendur síðan í haust og sinnt almennum öryggisskyldum á meðan varðskipið Þór hefur verið í viðgerð. - bþh Enn sinnir varðskipið eftirliti: Ægir heldur í Miðjarðarhafið BANDARÍKIN, AP Íþróttasamband háskóla í Bandaríkjunum sektaði í gær fótboltalið Penn State- háskólans í Pennsylvaníuríki um sextíu milljónir dollara, jafnvirði sjö og hálfs milljarðs króna, og svipti fótboltalið skólans öllum titlum þess undanfarin fjórtán ár. Rannsókn alríkislögreglunnar leiddi nýlega í ljós að Jerry Sand- uski, aðstoðarþjálfari liðsins, hefði gerst sekur um að misnota tíu pilta kynferðislega um fimm- tán ára skeið. Hann lést í janúar. Jafnframt voru fjórir starfs- menn skólans sagðir ábyrgir fyrir því að hafa ekki brugðist við kvörtunum yfir Sanduski. Þeirra á meðal var aðal þjálfarinn Joe Paterno, sá sigursælasti í sögu bandarísks háskóla fótbolta. Stytta af honum sem stóð fyrir utan skólann hefur nú verið fjarlægð. - sh Brást í barnaníðsmáli: Penn State fær risavaxna sekt LÍFEYRISAUKI SJÖ LEIÐIR TIL ÁVÖXTUNAR Lífeyrisauki Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem sinnir eingöngu viðbótarlífeyrssparnaði. Í Lífeyrisauka eru sjö ávöxtunarleiðir í boði. Sjö fjárfestingarstefnur sem henta ólíkum þörfum. Sendu okkur póst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is og fáðu að vita hvað Lífeyrisauki getur gert fyrir þína framtíð. 5% 0% 10% 15% Lífeyrisauki 1 Lífeyrisauki 2 Lífeyrisauki 3 Lífeyrisauki 4 Lífeyrisauki 5 Lífeyrisauki, erlend verðbréf Lífeyrisauki, innlend skuldabréf -1,8% 6,9% 1,5% 9,9% 5,9% 11,0% 8,5% 7,9% 13,0% -1,0% 2,2% 12,6% 13,4% Nafnávöxtun 30.06.2011 – 30.06.2012 5 ára meðalnafnávöxtun tímabilið 30.06.2007 – 30.06.2012 4,3%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.