Fréttablaðið - 31.07.2012, Page 10
31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
HVER ÞREMILLINN! Sendið okkur myndir og upplýsingar um sóðaskap, hirðuleysi, slysagildrur og fleira. thremillinn@frettabladid.is
1. Hvar var tónlistarhátíðin
Bræðslan haldin?
2. Hvaða fyrirtæki hefur Um-
hverfisstofnun bannað að sigla upp
að arnarhreiðrum?
3. Hvaða tegund af hval mátti líta í
Njarðvík og Keflavík um helgina?
SVAR
1. Á Borgarfirði eystri 2. Sæferðum
3. Grindhval
SAMFÉLAGSMÁL Opnunarhátíð
Iðjubergs og Gylfaflatar verður
haldin klukkan 13 í dag á Markús-
artorgi við Gerðuberg. Á hátíðinni
mun fjöldi góðra gesta koma fram
auk þess sem haldin verður sölu-
sýning með listmunum frá Iðju-
bergi og Gylfaflöt.
„Það er frábær stemning í hópn-
um, við erum öll rosalega spennt
og hlökkum mikið til,“ segir Mel-
korka Jónsdóttir, forstöðumaður
Gylfaflatar og Iðjubergs. Tara
Þöll Eurovisionfari fatlaðra mun
taka lagið á hátíðinni, Elfa Dögg
uppistandari mun einnig koma
fram og trúðarnir Jóhann og
Jóhanna úr Sirkus Íslands.
Verkefnið Torg í biðstöðu snýst
um að lífvæða biðsvæði með tíma-
bundnum lausnum. - ktg
Verkefnið Torg í biðstöðu:
Hátíð haldin á
Markúsartorgi
við Gerðuberg Árvakur lesandi sendi Frétta-
blaðinu myndir frá Sléttuvegi við
Fossvog. Fræst hefur verið upp úr
veginum og mikið af glerbrotum
liggur nú í fræsingunni. Einnig er
stígur í botni götunnar lýstur upp,
en stígurinn sjálfur einungis mal-
arvegur.
Lesandinn bendir á að mikið af
eldri borgurum og hreyfihömluðum
búi í næstu húsum sem eigi erfitt
með að ferðast um í jafn miklum
torfærum.
„Stígurinn er inni á bygging-
arsvæði og það er fyrirhugað að
byggja austan megin við stíginn.
Við slíkar framkvæmdir fara stíg-
ar gjarnan mjög illa. Við værum
að henda peningum ef við færum
út í stígagerð þarna,“ segir Jóhann
S. D. Christiansen, starfsmaður
skrifstofu gatna- og eignaumsýslu
Reykjavíkurborgar. Hann bendir á
að skammt frá sé fullbúinn stígur.
„Það er annar stígur 26 metrum
frá þessum. Hann er fullgerður og
reiknað er með að umferðin fari um
hann.“ Í sambandi við fræsta mal-
bikið á Sléttuveginum segir Jóhann
lítið mál að sópa glebrotunum upp,
en malbikunin fari fram samfara
frekari uppbyggingu á svæðinu. - ktg
Sléttuvegurinn alls ekki sléttur
UMHVERFI VIÐ SLÉTTUVEG Stígurinn virðist enda á miðri leið og við tekur malarvegur.
Slíkt getur reynst mikil hindrun fyrir fólk sem á erfitt með gang eða ferðast um í
hjólastól.
GLERBROT Á VEGINUM Lesandi bendir á
að mikið af glerbrotum séu á veginum.
SAMFÉLAGSMÁL Þjóðskrá Íslands
gaf út mun fleiri vegabréf í júní
heldur en á sama tíma í fyrra.
Munurinn nemur 22,5 prósentum.
Í júní voru 6.932 vegabréf gefin
út en í fyrra voru þau 5.658.
„Skýringin liggur að hluta í
því að 23. maí árið 2006 breytt-
ust vegabréfin og var þá örflögu
komið fyrir í þeim öllum. Sam-
fara þessu var gildistími vega-
bréfanna styttur úr tíu árum
niður í fimm ár,“ segir Gígja
Hjaltadóttir, fulltrúi hjá Þjóð-
skrá Íslands.
„Nú er verið að endurnýja tvo
árganga, bæði gömlu vegabréfin
sem gefin voru út fyrir tíu árum
og fyrstu árgangana af vegabréf-
um með örflögunum“.
Gígja bendir á að þetta geti þó
varla skýrt hvers vegna fleiri
hafa sótt um nýtt vegabréf í ár,
þar sem endurnýjunin á vega-
bréfum með fimm ára gildistíma
hófst 2011.
„Við héldum að þetta yrði stöð-
ugt frá því í fyrra, en svo er
ekki,“ segir Gígja.
„Ætli þetta skýrist ekki helst
af ferðaþrá landsmanna.“
- ktg
Fleiri sækja um nýtt vegabréf í ár en í fyrra:
Vegabréfin rjúka út þetta árið
VEGABRÉF Nýju vegabréfin gilda aðeins í
fimm ár sem skýrir að hluta hvers vegna
fleiri sækja um nýtt vegabréf í ár. Vega-
bréf án örflögu sem ekki eru útrunnin
eru þó í fullu gildi enn þá.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
ÚKRAÍNA Stjórnarandstöðuflokk-
arnir í Úkraínu hafa ákveðið að
sameinast um Júlíu Tímósjenkó
sem forystuframbjóðanda sinn í
þingkosningum í haust.
Þetta hafa flokkarnir ákveð-
ið jafnvel þótt Tímósjenkó sitji í
fangelsi dæmd fyrir að hafa mis-
notað völd sín þegar hún var for-
sætisráðherra.
Dómurinn yfir henni hefur
verið harðlega gagnrýndur og
stjórnvöld sökuð um að misnota
sér dómstólana til að koma höggi
á þennan andstæðing sinn. - gb
Stjórnarandstaðan í Úkraínu:
Tímósjenkó í
forystuframboð
VEISTU SVARIÐ?
7.660 kr. á mán. í 18 mánuði.