Fréttablaðið - 31.07.2012, Síða 12
12 31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. „Sjá
roðann í austri/hann brýtur sér braut“,
sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrnd-
inni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut
alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaða-
hálendið. Og – eins og íslensku útrásar-
víkingarnir – heillar þúsundirnar upp úr
skónum með fögrum framtíðarfyrirheit-
um. Dreymnir Íslendingar, sem neyddust
til að hætta að láta sig dreyma um Ísland
sem miðdepilinn í fjármálaumsvifum
heimsins, sjá nú fyrir sér heilsuhótel og
golfvöll uppi á öræfum landsins, ásamt
með flugvelli fyrir farþegaþotur (sumir
halda orrustuþotur), hundrað villur við
hótelið fyrir austræna auðmenn (sumir
halda leiðtoga kínverskra kommúnista),
risaumskipunarhöfn rétt við hlaðið á
Gunnarsstöðum (sumir halda herskipa-
höfn), olíuhreinsunarstöð á hafnarbakk-
anum og risahótel í Reykjavík (fyrir
ennþá fleiri kínverska kommúnista).
„And you ain’t seen nothing yet“, eins og
komist var svo vel að orði þegar íslensku
útrásarvíkingarnir voru um það bil að
leggja undir sig heiminn. „You ain´t seen
nothing yet.“ Hvílíkur sæluhrollur fer
um landann þegar þessi orð og atvik rifj-
ast upp. Sjálfur voldugi kínverski drek-
inn sér mikilleik landans og landsins og
hyggst hefja land og landsmenn upp í
þann háa sess sem vér vitum oss ber en
þar sem öfundsjúkir og illa þenkjandi
útlendingar (ekki þó Kínverjar) stöðvuðu
oss í miðri vegferð. Já, roðinn úr austri
hann brýtur oss braut.
Kínverjar eru sagðir vera vitmenn
miklir, Konfúsíus og Lao Tse voru mikl-
ir vitringar. Ekki fer hins vegar eins
mikið orð af Kínverjum fyrir glens eins
og gáfur. Kínverjanum Huang Nubo
hefur til dæmis ekki hugkvæmst eins og
Jóni Gnarr að bjóða landsmönnum upp
á hvítabjörn í húsdýragarðinn þó svo
Kínverjinn segist eins og Jón vilja gera
allt fyrir aumingja. Þess vegna er Jón
Gnarr borgarstjóri í Reykjavík en ekki
Huang Nubo. Jón Gnarr hefur nefni-
lega miklu meiri húmor en Huang Nubo
– þó hann sé að vísu ekki jafn stórtæk-
ur. Gnarr hefur nefnilega þennan fína
húmor – ekki þennan stórkarlalega. Ekki
svona svakalega stórkarlalegan. Er svo
miklu betri en Huang í að gnarrast í
fólki. Enda Íslendingur! Nema hvað?!?
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Huang Gnarr
Stjórnmál
Sighvatur
Björgvinsson
fyrrverandi
ráðherra
FRÁBÆR TILBOÐ
Kúlutjöld - Svefnpokar
Takmarkað magn
lÍs en kus
G
ildandi aðalskipulag var samþykkt fyrir áratug. Sam-
kvæmt því á í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þar sem
nú er flugvöllur sem þjónar innanlandsflugi, að vera
blönduð byggð með íbúðum og þjónustu- og atvinnu-
húsnæði.
Engin teikn eru á lofti um að farið sé að huga að færslu flug-
vallarins þrátt fyrir að samkvæmt aðalskipulaginu eigi önnur
flugbrautin að víkja árið 2016 og flugvöllurinn að vera alfarinn
úr mýrinni átta árum síðar.
Svo virðist sem þegjandi
samkomulag flugmálayfirvalda
og flugrekstraraðila hafi verið
þessi tíu ár sem liðin eru frá því
aðalskipulagið var samþykkt um
að láta sem það sé ekki til.
Engar ráðstafanir hafa verið
gerðar til þess að færa flugvöll-
inn innan höfuðborgarsvæðisins eða undirbúa flutning innan-
landsflugs til Keflavíkur. Ekki hefur heldur verið hægt, vegna
aðalskipulagsins, að byggja upp og ekki einu sinni viðhalda með
eðlilegum hætti mannvirkjum á Reykjavíkurflugvelli í Vatns-
mýri. Þetta er bæði ábyrgðarlaust og í raun algert klúður af hálfu
þessara aðila.
Í grein sem borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson skrifar
í blaðið í gær ítrekar hann að vilji borgarfulltrúa í Reykjavík sé
að tryggja samgöngur allra landsmanna til og frá borginni. Þeim
sé hins vegar líka falið að skipuleggja byggðina í borginni til
framtíðar og í því samhengi sé ekki hægt að líta fram hjá þeim
kostum sem landið í Vatnsmýri er búið. „Með byggð í Vatnsmýri
geta borgaryfirvöld náð markmiðum sínum um styttri ferðatíma,
fjölbreytilegri ferðamáta, minni mengun, meiri sjálfbærni og
þétta og skemmtilega borg,“ segir Gísli Marteinn meðal annars
í grein sinni.
Umræður um flugvöllinn í Vatnsmýri hafa tilhneigingu til að
verða æði tilfinningaþrungnar. Það er auðvelt að setja sig í spor
þeirra sem nota flugvöllinn mikið og hafa, eins og gefur að skilja,
lítinn áhuga á að hann flytjist úr miðbænum. Það breytir þó engu
um það aðalskipulag sem er í gildi og ber að fara eftir meðan
svo er.
Það liggur líka fyrir að skoðanir eru afar skiptar um stað-
setningu flugvallarins og fyrirkomulag innanlandsflugs. Ef að
líkum lætur vill meirihluti þeirra sem búa á landsbyggðinni hafa
flugvöllinn áfram þar sem hann er. Meðal íbúa höfuðborgarsvæð-
isins eru deildari meiningar. Ágreiningurinn um staðsetningu
vallarins er einnig þvert á alla flokka.
Ekkert af þessu breytir þó neinu um það að skipulagsvald er í
höndum sveitarstjórnar, í þessu tilviki Reykjavíkurborgar. Hún
hefur mótað stefnu sem meðal annars var grundvölluð á leiðbein-
andi íbúakosningu um staðsetningu flugvallarins en umboðið er
í höndum kjörinna fulltrúa í borginni og það er skýlaust.
Tíminn líður án þess að nokkuð bóli á lausn á
flugvallarmálum vegna innanlandsflugs:
Aðalskipulagi
ber að hlíta
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
SKOÐUN
Tveir menn og heilar
Vandfundið er leiðinlegra lesefni
en ritdeila prófessoranna Stefáns
Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar um það hvor er meira
með hinn á heilanum. Hannes
bloggaði síðast á sunnudaginn
– vitaskuld um Stefán. Það
eru hins vegar heilir fimm
dagar síðan Stefán bloggaði
síðast um Hannes. Af því
mætti draga þá ályktun að
Hannes hefði vinninginn. Það
væri hins vegar óvarlegt,
enda allt eins víst að
Stefán verði búinn
að blogga sig upp
að hlið hans þegar þetta blað kemur
úr prentun.
Jafnósammála
Þeim sem hafa fylgst með opinberri
umræðu undanfarin ár og gott betur
er hins vegar fullljóst að báðum er
fræðingunum jafnumhugað
um að vera ósammála hvor
öðrum. Um allt. Líka um
það hvor er meira ósammála
hinum.
Vandamál fyrsta
heimsins
Íslendingum
er margt
ofviða. Til dæmis að fara úr skónum.
Nú erum við orðin óskaplega leið
á því að þurfa að reima af okkur
skæðin við öryggisleit í Leifsstöð og
láta lýsa í gegnum þau. Innanríkis-
ráðherra er kominn í málið og búið
er að boða endurskoðun
á öryggisreglum með
haustinu. Við erum orðin
býsna vön því að tuða
yfir tittlingaskít, en það
er ekki oft sem það ber
svona mikinn árangur.
stigur@frettabladid.is