Fréttablaðið - 31.07.2012, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. júlí 2012 13
Þetta er sterkt til orða tekið en sumir hafa kallað elli- og hjúkr-
unarheimili þessu nafni og fáum
við væntanlega flest einhverja
hryllingsmynd í hugann. Einhverj-
ir munu hugsa með sér að þangað
muni þeir aldrei fara, á meðan
aðrir lofa góða þjónustu, yndis-
legt viðmót, fagleg vinnubrögð
sem og það öryggi sem slíkt veitir
þeim sem slíka aðhlynningu þurfa.
Ekki síst hefur samfélagsmynstr-
ið breytt möguleikum fjölskyldna
á að búa saman frá vöggu til grafar
vegna aukins álags, vinnuframlags
og tímaskorts hvort heldur sem er
gagnvart börnum okkar eða for-
eldrum. Þó skyldi stefna að búsetu
á eigin heimili eins lengi og þess er
nokkur kostur.
Umræðan undanfarið hefur
verið áhugaverð vegna fyrirætl-
ana um að setja upp kaffihús og
selja áfengi á slíku heimili hér í
bænum. Víti til varnaðar segja
sumir á meðan aðrir fagna frelsi
íbúa, þroskaðra einstaklinga, sem
vilja hafa eitthvað að segja um líf
sitt og tilveru þrátt fyrir að vera
vistmenn.
Það er vitaskuld rétt út frá
læknisfræðilegu sjónarmiði að
áfengi og viss lyf, hár aldur og
lélegri efnaskipti geta haft nei-
kvæð áhrif á nautnina við að fá
sér í glas eins og það er kallað á
góðri íslensku. Fylgifiskar ölv-
unar eru alþekktir, fyrir utan þá
sértæku sem snúa að heilsu eldri
borgara eins og hætta á falli og
beinbrotum svo eitthvað sé nefnt.
Ég hef ekki kafað djúpt í greinar
um slíkt en ugglaust er áfengis-
víma ekki til að auka öryggi ein-
staklingsins.
En snýst þetta um frelsi, val-
möguleika og rétt einstaklingsins
til að ákveða fyrir sjálfan sig hvað
hann vill? Mögulega er það svo. En
hver á að ákveða fyrir okkur hve-
nær við erum fær um slíkt? Senni-
lega læknirinn sem ber ábyrgð á
heilsu vistmanna. Rétt eins og
læknar veita leyfi til aksturs ald-
urhniginna einstaklinga með því
að gefa út vottorð.
Það mætti með kímni spyrja
hvort læknar vistheimila þurfi í
framtíðinni að gefa út drykkju-
vottorð og þar með leyfi til að fá
sér í staupinu á kaffihúsinu. En að
öllu gamni slepptu þá er ólíklegt
að við myndum stuðla að afvelta
kengfullum eldri borgurum á
göngum elli- og hjúkrunarheimila
landsins með þeim ráðahag.
Rétturinn til sjálfsákvörðunar
er afar sterkur, sömuleiðis eign-
arrétturinn og því er áhugavert í
þessu ljósi að velta fyrir sér öðru
máli er tengist gjaldþrotameðferð
„efnaðs“ vistmanns á öðru stóru
vistheimili í Reykjavík vegna
skuldar hans við heimili sitt. Þetta
er hið einkennilegasta mál ef horft
er fram hjá að mínu viti gölluðum
reglum um greiðsluþátttöku ein-
staklinga í kostnaði við rekstur
vistheimila og staldrað við for-
dæmið sem þetta mál setur. Okkur
er tíðrætt um samtrygginguna og
það að við viljum auðvitað sann-
gjarnt og gott velferðarkerfi, gott
og vel! Væntanlega hefur þessi
umræddi maður greitt skatta og
skyldur og aflað um ævina svo
hann ætti eign í lífeyrissjóði eða
viðlíka, hans lífeyrissjóð. Er hann
ekki búinn að greiða samtrygg-
inguna í gegnum áratugi í vinnu?
Til hvers greiddi hann í sjóð-
inn ef hann getur ekki notið hans?
Hann á vitaskuld sama rétt og
allir aðrir á „fullkomnustu heil-
brigðisþjónustu sem völ er á
hverju sinni“ án þess að greiða
meira en aðrir góðir og gildir
þegnar þessa lands. Ef hann getur
svo ekki heldur fengið að ráða því
hvort hann fái gott rauðvín með
steikinni heima hjá sér nema gegn
framvísun vottorðs þá er manni
eiginlega öllum lokið.
Ég á væntanlega nokkur ár eftir
áður en ég fer á vistheimili, fram
að því munu þau vafalaust taka
miklum breytingum. Ég gæti
talið upp fjöldamörg atriði sem ég
myndi vilja fyrir mína parta, en
það myndi sprengja ramma þess-
arar greinar. Þegar þar að kemur
hef ég væntanlega greitt minn
skerf til samfélagsins svo ég og
kona mín getum óáreitt notið líf-
eyris okkar með staup að eigin
vali í hönd, hvort sem er áfengt
eður ei, og átt ánægjulegt ævi-
kvöld án þess að finnast við vera í
biðsal dauðans.
Teitur
Guðmundsson
læknir
HEILSA
Biðsalur dauðans
Fylgifiskar ölvun-
ar eru alþekktir,
fyrir utan þá sértæku
sem snúa að heilsu eldri
borgara eins og hætta á
falli og beinbrotum svo
eitthvað sé nefnt.
Blå Band bollasúpurnar eru handhæg og bragðgóð næring sem gott er að grípa til. Þær innihalda ekkert MSG,
engar transfitur og aðeins náttúruleg bragð- og litarefni. Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus.
Í Fréttablaðinu 25. júlí sl. er ágæt frásögn af góðu fram-
taki nokkurra fræðimanna
sem spurðu í netkönnun hvaða
aðferð fólki hugnaðist best við
kjör í embætti forseta Íslands.
Spurt var um fjórar aðferðir
auk þeirrar núverandi þar sem
einfaldur meirihluti ræður.
Meðal annars var boðið upp á
það sem fræðimennirnir köll-
uðu „varaatkvæðisaðferð“. Við
þetta má bæta fróðleik sem
hvorki kom fram hjá spyrlunum
né heldur í fréttaskýringunni.
Fyrst er þess að geta að nafn-
giftin á því sem nefnt er „vara-
atkvæðisaðferð“ hefur verið á
reiki. Hún hefur í opinberum
skjölum verið kennd við „for-
gangsröðun“ en líka nefnd
„aðferð færanlegra atkvæða“,
sem er hrá þýðing á algengasta
heitinu á ensku, Single transfe-
rable vote (STV).
Mikilvægt er að vita að þessi
aðferð er sú sama og stjórnlaga-
ráð hefur lagt til að beitt verði
við forsetakjör framvegis. Til
upprifjunar þá felst aðferðin í
því að kjósendur eiga ekki að
velja með krossi einum heldur
að raða frambjóðendum í for-
gangsröð: „Þennan vil ég helst,
en ef hann nær ekki kjöri þá er
þessi næstbesti kostur minn“
o.s.frv. Þetta er einföld aðferð
og hefur ýmsa kosti fram yfir
þá að kjósa tvisvar. Kostnaður
er minni bæði hjá hinu opin-
bera og ekki síður hjá fram-
bjóðendunum sjálfum. En ekki
er síðra að STV, sem er eins og
„tveggja umferða kosning“ í
einni, kemur í veg fyrir hrossa-
kaup um stuðning þeirra sem
falla út í fyrri umferðinni, eins
og er t.d. sláandi í Frakklandi.
Að lokum má bæta við frá-
sögn blaðsins að bæði var STV-
aðferðin, „varaatkvæðisaðferð-
in“, notuð við kosninguna til
stjórnlagaþings og jafnframt
lögð til grundvallar í nýleg-
um stjórnarfrumvörpum um
persónukjör, en dagaði uppi í
málþófi eins og nú er tískan á
Alþingi.
Meira má lesa um STV-
aðferðina við forsetakjör í
Fréttablaðinu 12. janúar sl.;
sjá http://thorkellhelgason.
is/?p=1324.
Meira um aðferðir
við forsetakjör
Stjórnmál
Þorkell Helgason
sat í Stjórnlagaráði
Mikilvægt er
að vita að þessi
aðferð er sú sama og
stjórnlagaráð hefur lagt
til að beitt verði við
forsetakjör framvegis.