Fréttablaðið - 31.07.2012, Side 18
18 31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Við Íslendingar hrósum okkur fyrir fiskvernd. Núna erum
við ánægðir með þorskinn enda
stofninn í betra ástandi en oft áður.
Útgerðarmenn segja að lækkun
heildarafla eftir ráðleggingum
Hafró um 30 þúsund tonn 2007 og
áfram ár frá ári til 2011 hafi leitt til
þessarar góðu útkomu. Hafró miðar
heildarafla að jafnaði við ákveðið
hlutfall af hrygningarstofni og þessi
ár var viðmiðunarstuðull lækkaður
í sem samsvarar 20% af hrygning-
arstofni.
Til að finna út þolmörk þorsk-
stofnsins er farið svokallað vorrall,
en þá fara skip Hafró á stúfana og
kanna þorskgengd kringum landið.
Styrkur hrygningarstofns er mæld-
ur, ekki bara í fjölda fiska heldur
einnig í meðalþyngd þeirra. Aðalæti
þorsksins hefur verið loðna en nú er
makríllinn kominn til sögunnar og
ekki ljóst hvaða áhrif hann hefur.
Þó menn deili um gagnsemi og
aðferðafræði Hafró er samanburð-
ur við útlönd sláandi. Nær alls stað-
ar hafa botnfiskstofnar í Evrópu
hrunið og eru nú brot af því sem
áður var. Væntanlega er einhverri
ofveiði um að kenna en þó frekar
slæmri umgengni um fiskimiðin
með eyðileggjandi veiðarfærum.
Því hafa þjóðir Evrópu neyðst til að
leggja meira upp úr uppsjávarfisk-
um eins og síld og makríl. Írar eru
gott dæmi um það.
Þöggun hefur ríkt um eyðilegg-
ingu hafsbotnsins og lífríkis hans,
en svo virðist sem umhverfisvernd
nái einungis að sjávarmáli. Gild-
ir það einnig um Ísland. Svandís
Svavarsdóttir umhverfisráðherra
skrifaði þó nýlega fréttagrein um
lífríki hafsins og segir m.a. að líf-
ríki hafsins sé fjölbreytt og þekking
okkar á vistkerfum undirdjúpanna
minni en ofansjávar. Það skipti máli
að tryggja viðgang vistkerfisins í
heild, en ekki bara einstakra fiski-
stofna eins og nú tíðkast. Almennt
gildi sú regla að reyna að lágmarka
skaða sem athafnir mannsins geta
valdið á lífríkinu, sem hægt er að
gera með umhverfisvænni veiðiað-
ferðum án þess að draga úr afla eða
verðmæti hans.
Ráðherra minnist þarna á veiði-
aðferðir og á væntanlega við botn-
vörpuna, sem búin er að eyði-
leggja nánast öll botnmið Evrópu
og Bandaríkjanna og hálfnuð með
íslensku fiskimiðin. Þrátt fyrir að
skaðsemi botnvörpuveiða sé vís-
indalega sönnuð (University of Ore-
gon) liggur hún í þagnargildi. Hvers
vegna?
Þegar hagsmunir lífríkis og
veiðimanna takast á er augljóst
að lífríkið á að njóta vafans. Hafs-
botninn má ekki við átroðningi
frekar en hálendissvörðurinn og
umhverfisvænni veiðiaðferðir eins
og krókaveiðar eru miklu fýsilegri
en botnskrapið. Að dýfa öngli í vatn
raskar engu, en að draga eftir botn-
inum þreskivél sem engu eirir, öllu.
Og viti menn. Krókaveiðar með
línu kosta fjórum sinnum minni
eldsneytisbrennslu en botnvörpu-
veiðar á togurum miðað við sama
afla. Á þöggunin einnig að ríkja um
það?
Ég fór í skuggasundið milli Land-símahússins og Miðbæjarmark-
aðarins og skoðaði tillögurnar sem
urðu hlutskarpastar í samkeppni
um byggingu hótels o.fl. bygginga
við Ingólfstorg og Austurvöll.
Það er vel viðeigandi að sýna til-
lögurnar í skuggasundinu. Allar
framkomnar hugmyndir um bygg-
ingar á þessu svæði eru ávísun á
fleiri skuggasund og vindgöng.
Það hvarflar að mér sú hugsun að
þeir sem standa fyrir þessari sam-
keppni eigi aldrei leið um miðborg
Reykjavíkur og þekki hana því ekki.
En þessi ályktun mín er röng, leið-
arljós „uppbyggingarinnar“ er gróði
og gjörnýting. Og þá verða minni-
háttar tilfinningar og skynsemi að
víkja.
Reykjavík er vindasöm borg norð-
arlega á hnettinum.
Þar sem sólar nýtur og skjól er
fyrir vindum safnast fólkið saman,
bæði höfuðborgarbúar og gest-
ir þeirra. Og borgaryfirvöld hafa
aukið gæðin með því að takmarka
bílaumferð á nokkrum stöðum.
Háar byggingar og þröng sund
milli þeirra rýra sólarljósið sem
fellur á íbúana og eykur vindhrað-
ann. Hótel á þessum stað eykur
umferð rútubíla og risajeppa.
Áætlanir um byggingu risahót-
els á Landsímareitnum eru tíma-
skekkja og stórslys verði af fram-
kvæmdum.
Björgum Ingólfstorgi og Nasa!
Ég skora á alla að undirrita áskor-
unina á www.ekkihotel.is.
AF NETINU
Ekki lengur hlegið
Ég man þá tíð upp úr 1960 þegar
sett var fram hugmyndin um
„nýjan miðbæ” þar sem þá voru
kartöflugarðar fyrir utan Reykjavík í
Kringlumýri. Margir hlógu að „svona
vitleysu” og þeir héldu áfram að
hlæja næstu áratugina.
En byggðin breiddist út bæði allt
í kringum Kringlumýrina og í henni
sjálfri og þegar Kringlan var opnuð,
að mig minnir 1987, og fyrstu árin
þar á eftir, var kaupmönnum við
Laugaveg ekki lengur hlátur í huga.
Á þessum árum kom upp
hugmynd um að byggja yfir hluta
Laugavegar eða annarrar götu á
því svæði og útbúa þar keppinaut
við Kringluna, en ósamstaða og
skammsýni komu í veg fyrir það. [...]
omarragnarsson.blog.is
Ómar Ragnarsson
Nær alls staðar
hafa botnfisk-
stofnar í Evrópu hrunið
og eru nú brot af því sem
áður var.
Sígilda Óskajógúrtin
sem enginn verður
leiður á.
Létta Óskajógúrtin
án viðbætts sykurs.
Óskajógúrt
þjóðarinnar
í 40 ár
Í gegnum súrt og sætt hefur Óskajógúrt
verið kærkominn kostur íslensku þjóðarinnar,
hvort sem er í ferðalaginu, á róló, í vinnu,
hjá dagmömmu, í vegasjoppunni eða sem
morgunmatur heima við. Þín óskastund
getur verið hvar sem er.
Nær náttúruvernd bara að sjávarmáli?
Náttúra
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
Lýður Árnason
læknir
Í skuggasundi
Skipulagsmál
Hjálmtýr
Heiðdal
kvikmyndagerðarmaður