Fréttablaðið - 10.09.2012, Side 11
MÁNUDAGUR 10. september 2012 11
0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0
Fyrir LYFIS 2,93 milljarðar
40 LYFIS lyfjum síðar, 2 ár
1,79 milljarðar
Stöndum saman – höldum áfram
að lækka lyfjaverð
LYFIS lækkar lyfjakostnað landsmanna
Grensásvegi 22 | S ími 534 3500 | www.lyf is . i s
1.140.775.071 kr.
er árlegur sparnaður ríkis og þegna vegna 40 fyrstu lyfja LYFIS
og þeirra verðlækkana sem orðið hafa vegna þeirra nú þegar.
Útreiknaður heildarmarkaður vegna þeirra 40 lyfjategunda sem LYFIS hefur komið með
samheitalyf við. 2,93 milljarðar kr: heildarsala allra framleiðanda á lægsta mögulega
smásöluverði fyrir innkomu LYFIS. 1,79 milljarðar kr: heildarsala allra framleiðanda á
lægsta mögulega smásöluverði í september 2012.
Með því að velja ódýrasta lyfið stuðlar þú að
áframhaldandi og varanlegri lækkun lyfjaverðs
- er þér boðið ódýrasta lyfið í apótekinu þínu?
LYFIS ehf. er samheitalyfjafyrirtæki sem selur lyf undir eftirfarandi vörumerkjum
frá framleiðendum sem eru í hópi þeirra þekktustu og öflugustu, með lyf á markaði um allan heim.
Við hvetjum þig til að vera vakandi fyrir þessum heitum og styðja þannig aukna samkeppni á lyfjamarkaði og lækkandi lyfjaverð.
Ert þú þátttakandi í að lækka lyfjaverð?
...en á sama tíma hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 10%
HÖFÐI Húsið verður opnað á ný næsta
sumar vegna þess hversu vel þótti
ganga í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
REYKJAVÍK 6.300 manns heimsóttu
Höfða í sumar. Húsið var opið
gestum og gangandi yfir sumar-
mánuðina í tilraunaskyni.
Ákveðið var að aðgangur að
húsinu yrði ókeypis en settur var
upp baukur þar sem tekið var við
frjálsum framlögum. Rúmlega
105 þúsund krónur höfðu safnast
í baukinn eftir sumarið. Ákveðið
var að rúmlega 75 þúsund færu
í viðhald hússins en 30 þúsund
krónur voru gefnar til Vildar-
barna.
Eins og Fréttablaðið hefur áður
greint frá hefur verið ákveðið að
opna Höfða á nýjan leik næsta
sumar. - þeb
Sumarið gert upp:
6.300 gáfu 105
þúsund í Höfða
SELFOSS Umsvif ferðaþjónustu hafa
aukist í Árborg eins og víðast.
SVEITARSTJÓRNIR „Slík fyrirvara-
laus, einhliða ákvörðun myndi
setja rekstur greinarinnar í
algert uppnám,“ segir bæjarráð
Árborgar sem mótmælir harð-
lega hugmyndum um að hækka
virðisaukaskatt á ferðaþjónustu
úr sjö prósentum í 25,5 prósent.
Bæjarráð skoraði á þingmenn „að
standa vörð um uppbyggingu eins
helsta vaxtarsprota í atvinnulíf-
inu á Íslandi“.
Bæjarráðsmaður Samfylk-
ingarinnar sat hjá. „Sjálfsagt og
eðlilegt er, áður en ákvörðun um
skattahækkun á ferðaþjónustuna
er tekin, að ganga úr skugga um
hvort gengið sé of nálægt grein-
inni með hugsanlegri skattlagn-
ingu,“ bókaði hann. - gar
Skattahækkun á ferðaiðnað:
Árborg með
hörð mótmæli
Vilja losna við ágang refa
Félag sumarhúsaeigenda í Farengi í
Grímsness- og Grafningshreppi hefur
kvartað til sveitarfélagsins undan
ágangi refa á svæðinu. Sveitarstjórnin
segir refa- og minkaskyttur sveitar-
félagsins bregðast við þegar haft sé
samband við þær.
UMHVERFISMÁL
BANDARÍKIN Mitt Romney, for-
setaframbjóðandi Repúblik-
anaflokksins, sagði í viðtali á
NBC-sjónvarpsstöðinni í gær
að kæmist hann til valda myndi
hann láta sumar þær breytingar
sem Barack Obama forseti hefur
gert á heilbrigðiskerfi Bandaríkj-
anna halda sér.
„Auðvitað eru þó nokkur atriði
í umbótunum á heilbrigðiskerfinu
sem falla mér í geð,“ sagði Rom-
ney. „Eitt af þeim er að tryggja
að þeir sem greinst hafa með
sjúkdóma áður en þeir sækja um
tryggingu fái hana.“
Romney sagði einnig að hann
myndi leyfa ungu fólki að nýta
tryggingar foreldra sinna, en
þetta tvennt hefur hlotið einna
mesta almannahylli af þeim
umbótum sem eru í nýju heil-
brigðislöguwnum. „Ég hef sagt
að við munum setja ný heilbrigð-
islög og það mun ég gera,“ sagði
Romney. „Ég mun setja mín eigin
lög. Og þegar ég var ríkisstjóri
í Massachusetts þá voru þessi
ákvæði um fyrirfram greinda
sjúkdóma og tryggingar ungs
fólks hluti af heilbrigðisstefnu
okkar.“
Romney varði einnig í viðtal-
inu þá ákvörðun sína að minnast
ekki á Afganistan og veru banda-
rískra hersveita þar í ræðunni
sem hann hélt þegar hann hlaut
útnefninguna sem forsetafram-
bjóðandi.
Hann sagðist hafa verið í
Afganistan og að hersveitirn-
ar þar vissu að þær skiptu hann
máli.
„Ég hef ekki sömu stefnu og
forsetinn og mér finnst það
skipta meira máli en hvaða orð
ég nota í ræðum mínum,“ sagði
hann. - fsb
Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikana, dregur í land í sjónvarpsviðtali:
Vill halda nokkrum ákvæðum í heilbrigðislögum
EKKI SINNASKIPTI Mitt Romney segist
hafa haft nokkur ákvæði nýju heil-
brigðislaganna í heilbrigðisstefnu sinni
sem ríkisstjóri í Massachusetts.
HAUS Í HAFI Ný hvít stytta er risin við
ströndina í Rio de Janeiro í Brasilíu.
NORDICPHOTOS/AFP