Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.09.2012, Qupperneq 12
10. september 2012 MÁNUDAGUR12 Perudagar Nú þegar hausta tekur og landsmenn verða áþreifanlega varir við myrkrið, ætlar Glóey að efna til svokallaðra perudaga sem standa munu dagana 10.-14. september. Verslunin býður þá viðskiptavinum sínum aðstoð og lausnir við val á ljósaperum og verða allar perur seldar á sérstökum afslætti. Boðið verður upp á ráðgjöf varðandi orku- sparnað í inni- og útiljósum og hvað er til ráða vegna glóperubannsins. Þessa dagana brenna ýmsar spurningar á fólki. Er hægt að dimma sparperur? Fæ ég perur í gömlu ljósakrónuna mína? Fást sérperur áfram sem glóperur? Eru allar sparperur með blárri/gulri birtu? Verslunin Glóey er til húsa í Ármúla 19. BRETLAND Zeena al-Hilli, litla stúlk- an sem slapp ómeidd úr morðárás- inni í Haute Savoie í Frakklandi á miðvikudaginn, fékk að fara heim til Bretlands í gær. Ættingjar hennar fóru til Frakklands í fylgd félagsráðgjafa og sóttu hana eftir að franski saksóknarinn Eric Mail- laud hafði yfirheyrt hana og komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki séð neitt. Systir hennar, Zai- nab, er nýkomin til meðvitundar á háskólasjókrahúsinu í Grenoble, en hún var skotin í öxlina og barin í höfuðið. Báðir foreldrar stúlkn- anna létust í árásinni auk 74 ára gamallar konu, sem talin er vera móðuramma þeirra, og hjólreiða- manns sem bjó í nágrenninu. Niðurstöður krufninga lágu fyrir á föstudagskvöld og leiddu þær í ljós að öll fórnarlömbin höfðu verið skotin nokkrum sinnum auk þess að vera barin. Franska og breska lögreglan vinna saman að rannsókn málsins og einnig hefur franska lögreglan óskað eftir aðstoð frá ítölskum og svissnesk- um kollegum sínum. Á laugardag hófst rannsókn á heimili al-Hilli- fjölskyldunnar í Claygate á Eng- landi í leit að einhverju sem gæti gefið til kynna ástæðu fyrir morð- unum, sem lögreglan segir að hafi greinilega verið skipulögð. Orð- rómur hefur verið uppi um að Saad al-Hilli og bróðir hans, Zaid, hafi átt í deilum vegna peningamála, en lögreglan segir Zaid neita því staðfastlega og varar við því að fólk hrapi að ályktunum. Zaid hafi réttarstöðu vitnis, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. Í gær var fjölskyldunnar minnst við messu í Claygate og sagði einn kirkjugesta í samtali við BBC að stemningin hefði verið mjög til- finningaþrungin og þessir skelfi- legu atburðir hefðu þjappað þorps- búum saman. „Ef litlu stúlkurnar koma hingað aftur er alveg öruggt að sá sem sér um þær fær mikinn stuðning,“ sagði þessi ónefndi íbúi Claygate. fridrikab@frettabladid.is Bróðirinn hefur réttar- stöðu vitnis Franska og breska lögreglan vinna saman að rann- sókn morðárásarinnar í Haute Savoie. Yngri dóttirin fékk að fara heim til Bretlands í gær, en þeirri eldri er enn haldið sofandi á sjúkrahúsi í Sviss. SAMÚÐARKVEÐJUR Lögreglumaður kemur fyrir blómvöndum frá syrgjandi þorps- búum við hús al-Hilli-fjölskyldunnar í Claygate. NORDICPHOTOS/GETTY ÁFALL Syrgjandi konur sem kynntu sig sem fjölskylduvini al-Hilli-fjölskyldunnar. HÚSIÐ RANNSAKAÐ Heimili al-Hilli- fjölskyldunnar í Claygate í Surrey á Englandi. Save the Children á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.