Fréttablaðið - 10.09.2012, Side 14

Fréttablaðið - 10.09.2012, Side 14
14 10. september 2012 MÁNUDAGUR E f fram heldur sem horfir verður lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar starfsmanna leikskóla skuli vera með leik- skólakennarapróf ekki uppfyllt fyrr en árið 2041 í allra fyrsta lagi. Sá útreikningur miðast þó við að hvert þeirra 180 námsplássa sem til boða standa ár hvert séu fullnýtt og að ekkert brottfall berði úr námi og allir útskrifaðir skili sér til starfa. Á sama tíma dregur úr aðsókn í leikskólakennaranám og á því námsári sem nú er nýhafið er langt frá því að hvert námspláss í greininni sé skipað. Þetta er held- ur öfugsnúið. Enginn sem hefur kynnt sér kjör leikskólakennara getur þó undrast ástandið. Þessi kjör eru ekki aðlaðandi og í raun auðvelt að setja sig í spor ungs fólks sem stendur frammi fyrir því að velja sér námsbraut, eða velja það að fara beint út á vinnumarkaðinn án þess að verja tíma og peningum í starfsmenntun, að laun sem losa 300 þúsund krónur á mánuði séu ekki freistandi kostur eftir fimm ára háskólanám með tilheyrandi söfnun námslánaskulda í tilviki flestra, auk þess sem starfsævin hefst jú síðar eftir því sem nám er lengra. Starf leikskóla hér á landi er til fyrirmyndar þökk sé einvala- liði sem hefur valið sér þennan starfsvettvang þrátt fyrir kjörin. Undan farin ár hefur auk þess átt sér stað þróun í starfi leikskól- anna, þróun sem gerir vaxandi kröfur til starfsfólks. Námskrá fyrir leikskóla er á forræði ríkisins þannig að mennta- málayfirvöld í landinu leggja línurnar um innra starf leikskólanna og um leið kröfur sem gerðar eru til starfsmanna þeirra. Menntun leikskólakennara er sömuleiðis á borði ríkisins. Rekstur leikskóla er hins vegar á forræði sveitarfélaganna í landinu. Það eru þau sem semja um kaup og kjör við leikskóla- kennara, og annað starfsfólk leikskóla, og greiða þeim launin. Í takt við aukinn metnað ríkisins um innra starf leikskóla hefur leiksólakennaranám verið lengt úr þremur árum í fimm. Á fáeinum áratugum hefur nám leikskólakennara þannig þróast frá því að vera þriggja ára nám á framhaldsskólastigi yfir í að vera fimm ára háskólanám. Þessi þróun endurspeglast hins vegar á engan hátt í launaþróun leikskólakennara. Metnaður menntamálayfirvalda fyrir fyrsta skólastiginu, leikskólanum, eykst sem endurspeglast í námskránni og auknum kröfum um menntun leikskólakennara. Á sama tíma standa sveitarfélögin fast á bremsunni varðandi launa- kjör stéttarinnar. Þannig virðist sem ríki og sveitarfélög gangi ekki alveg í takt þegar kemur að málefnum leikskólanna. Þá má velta fyrir sér tilganginum með lagasetningu sem ljóst er að ekki verður hægt að uppfylla fyrr en eftir nokkra áratugi, og viljanum til að fara að lögum þegar mál standa eins og raun ber vitni. Eitthvað verður undan að láta því það er ólíklegt að hægt verði að freista nægilega margra til þess að leggja út í fimm ára háskólanám upp á þau býti sem bjóðast í leikskólunum. Ríki og sveitarfélög þurfa að ganga í takt og sá taktur verður að vera raunhæfur. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN ÚTSALA STÓRLÆKKAÐ VERÐ Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is ÆGIR TJALDVA GN* + fortjald og yfir breiðsla Útsöluverð kr. 890 .000. *Leiguvagn árg. 2012 Ríki og sveitarfélög verða að ganga í takt í leikskólamálum: Vandinn liggur í kjörunum Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Jón Steinsson mikla lofræðu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í Fréttablaðið. Jóni svíður að stjórnvöld skuli ekki njóta sann- mælis meðal íslensks almennings og tínir til ýmis atriði sem hann telur henni til tekna. Vissulega er rétt hjá Jóni að ríkisstjórnin er ekki alslæm og ýmislegt hefur áunnist við að reisa landið úr rústum fjármálahrunsins. En heldur þótti mér sérkennilegt að telja til afreka tvö af stærstu mistökum stjórnar- innar. Í greininni hrósar Jón stjórnvöldum fyrir vel heppnaða einkavæðingu bankanna og að hafa ekki farið í almennar aðgerðir til hjálp- ar skuldugum heimilum. Einmitt í þessum tveimur atriðum greinir á milli stefnu stjórn- valda og þeirra leiða sem Framsóknarflokk- urinn lagði til í kjölfar hrunsins. Við lögðum til að við uppgjör milli gömlu og nýju bankanna yrði svigrúmið sem þar myndaðist nýtt til að fara í almennar leiðrétt- ingar á lánum heimila og fyrirtækja. Með því yrði tryggt að jafnt yrði látið yfir alla ganga og þeir sem varlega fóru fengju aðstoð, ekki síður en þeir sem spenntu bogann of hátt fyrir hrun. Tekið yrði tillit til hugsanlegs ólögmætis gengistryggingarinnar við upp- gjörið og kröfuhafar látnir taka ábyrgð á óvarlegum lánveitingum til bankanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hunsaði þetta allt. Andlitslausum vogunar- sjóðum voru afhentar skuldir heimilanna til innheimtu og aðgangsharka þeirra hefur skilað bönkunum 200 milljarða hagnaði frá hruni. Jón heldur því fram að tillögur Framsóknarmanna hefðu „verðlaunað þá sem fóru sér að voða fjárhagslega á árunum fyrir hrun á kostnað þeirra sem fóru var- legar“. Staðreyndin er sú að það er einmitt það sem núverandi stjórnvöld hafa gert. Helstu úrlausnir á skuldavandanum hafa ekki komið frá ríkisstjórninni, heldur með þrautseigju einstaklinga fyrir dómstólum. Aðgerðir stjórnvalda hafa nánast verið eins og að spila í rússneskri rúllettu – hending ein hefur ráðið því hvort tegund láns, orða- lag samninga, tímasetning eða veð hafa orðið til þess að fólk hafi fengið úrlausn sinna mála eða skilið eftir í skuldafjötr- unum. Í aðgerðum stjórnvalda hefur ekki fal- ist nein sanngirni, réttlæti eða jöfnuður. Afleiðingin er að aldrei hafa fleiri Íslend- ingar verið á vanskilaskrá og aldrei fleiri í vanskilum við Íbúðalánasjóð. Það er spurning hvort í orðum Jóns Steinssonar endurspeglist málshátturinn að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla. Fjarlægðin gerir fjöllin blá Efnahagsmál Eygló Harðardóttir Alþingismaður Kona Sjálfstæðisflokkurinn þarf senn að velja sér nýjan varaformann enda ætlar sá sem nú situr, Ólöf Nordal, að flytja til Sviss. Ekki er vitað hver verður næsti varaformaður, en þó bendir allt til þess að hann verði kona. Um það virðast alltént allir vera sammála sem hafa tjáð sig um málið, hvort sem það eru Ragn- heiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkonur flokksins, Grétar Eyþórsson stjórnmálafræðingur eða Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, sem segir á vef sínum að næsti varaformaður verði „að öllum líkindum kona“. Augljósasti kosturinn Flokkurinn þykir þurfa konu í varafor- mannsembættið eftir að Ragnheiður Elín Árnadóttir var sett af sem þing- flokksformaður. Ragnheiður var óánægð með breytinguna og lýsti metnaði sínum til ráðherrastöðu í viðtali við Fréttablaðið í síð- ustu viku. Blasir ekki við að Ragnheiður gefi kost á sér sem varaformaður flokksins? Og mun einhver eiga roð í hana? Afturkvæmt Það væri þá kannski helst gamli varaformaðurinn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem gæti velgt henni undir uggum. Þótt hún hafi hætt varaformennskunni vegna umdeildra hrunmála þá er ekki þar með sagt að hún geti ekki átt afturkvæmt. Fordæmið var jú sett þegar Illugi Gunnarsson sneri aftur í þingflokksformannsstólinn á dögunum. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.