Fréttablaðið - 10.09.2012, Side 17

Fréttablaðið - 10.09.2012, Side 17
PÚÐAR LÍFGA UPP Á UMHVERFIÐ Oft kemur þörf á breytingum heima við á haustin. Hægt er að lífga upp á umhverfið með nýjum púðum og fallegum ábreiðum. Víða er hægt að kaupa fallega púða og sömu- leiðis er auðvelt að panta þá á netinu. Púðar eru mikið í tísku um þessar mundir. Húsnæði kvennaathvarfsins er orðið of lítið enda hefur ásókn í það aukist jafnt og þétt. Flutn- ingur í stærra húsnæði er því óum- flýjanlegur. „Í sumar voru hjá okkur um 20 konur og börn á tímabili í fjórum her- bergjum,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir framkvæmdastýra. Átta konur starfa hjá Kvennaathvarf- inu, þar af fimm á vöktum allan sóla- hringinn allan ársins hring. „Oft er mik- ill erill í húsinu og þá er fullt af konum og börnum og ófyrirsjáanleiki starfsins nokkur. Álag á starfsfólk er því mikið. Á móti kemur ánægjan sem fylgir því að sjá konur yfirgefa skaðlegar aðstæður og hefja nýtt og betra líf.“ Öll með tölu er átak sem er endur- vakið frá 1992 þar sem seldar voru tölur. Talan fæst í mörgum litum og á henni er merki kvennaathvarfsins. „Hún fæst í verslunum Krónunnar, Nóatúns, Samkaupa, Te og kaffis, á Póstinum, í Bóksölu stúdenta, Nettó, Kjarvali og víðar. Hún er líka seld á net- inu og send hvert á land sem er.“ Þörfin fyrir kvennaathvarf er raun- veruleg, en um leið sorgleg. „Óskandi væri að þörfin væri engin, en svo er ekki. Við leitum því til fólksins í landinu sem hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina um að styrkja okkur og styrkja þar með innviði samfélagsins.“ Nánari upplýsingar á www.ollmedtolu.is. ÖLL MEÐ TÖLU SAFNAÐ FYRIR HÚSI Kvennaathvarfið hefur í dag söfnunarátak fyrir nýju húsnæði undir nafninu Öll með tölu en þörfin er mikil. TÖLUR TIL SÖLU Tölur til styrktar Kvennaathvarfinu eru í mörgum litum. Þær verða til sölu í fjölda verslana og á vefslóðinni: www.ollmedtolu.is. Verð: 1000 krónur Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* Gerið gæða- og verðsamanburð *3,5% lántökugjald Ný sending af hágæða sængurverasettum i BOAS RAFDRIFNIR Leður hægindasófar og stólar i l NÝT T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.