Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 54
10. september 2012 MÁNUDAGUR22 22
popp@frettabladid.is
Dauðarokkssveitin Angist hefur
gert samning við bandaríska
útgáfufyrirtækið Abyss Records.
Fyrirtækið mun gefa út fyrstu
breiðskífu Angistar á næsta ári.
Angist fór í tónleikaferð um
Frakkland í fyrra með rokkur-
unum í Ĺ Esprit du Clan og gaf út
stuttskífuna Circle of Suffering.
Hún kom út í Bandaríkjunum í
sumar á vegum Abyss. Meðlimir
Angistar, sem lenti í öðru sæti í
keppninni Wacken Metal Battle í
fyrra, eru þau Edda Tegeder Ósk-
arsdóttir, Gyða Hrund Þorvalds-
dóttir, Haraldur Ingi Shoshan og
Tumi Snær Gíslason.
Samningur
við Abyss
ANGIST Dauðarokkararnir hafa gert
samning við Abyss Records.
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Reykjalundarkórinn e r blandaður kór sem æfir á
miðvikudagskvöldum k l. 2 0 í háttíðarsal Reykjalundar.
Aldr ie o f seint ða b yrja, la lir velkom in r.
Stjórn R eykj la unda kr ór is ns.
Upplýsingar: A nna Rósa 8 56 6- 011 og P áll 660-3017
Reykjalundarkórinn
vantar söngfólk.
Popparinn og leikarinn Justin
Timberlake verður hugsanlega
einn af eigendum NBA-körfubol-
taliðsins Memphis Grizzlies. Vænt-
anlegur eigandi félagsins, Robert
Pera, hefur viðurkennt að Timber-
lake hafi áhuga á að kaupa með sér
hlut í félaginu.
Sexy Back-söngvarinn fædd-
ist í Memphis og hefur verið dug-
legur við að fara á NBA-leiki víða
um Bandaríkin í gegnum árin svo
eftir hefur verið tekið. Líklegt er
að núverandi eigandi Grizzlies,
Michael Heisley, ætli að selja
hinum 34 ára Pera og fleiri fjár-
festum meirihlutann í liðinu. Einn
þeirra er Timberlake, sem er
góður vinur Pera. Fregnir herma
að popparinn ætli að taka virkan
þátt í rekstri liðsins, enda hefur
hann mikinn áhuga á öllu sem við-
kemur slíkum rekstri.
Timberlake er annars þessa dag-
ana að leika í myndinni Runner,
Runner á móti Ben Affleck og
Gemmu Arterton. Leikstjóri er
Brad Furman sem síðast gerði
The Lincoln Lawyer. Myndin er
væntan leg í bíó á næsta ári.
Vill kaupa hlut í
körfuboltaliði
JUSTIN TIMBERLAKE Popparinn og
leikarinn er mikill körfuboltaaðdáandi
og vill eignast hlut í Memphis Grizzlies.
Ellen DeGeneres segist ekki hafa
áhuga á að eignast börn. Orðróm-
ur hefur verið uppi um að hún
og eiginkona hennar, leikkonan
Portia de Rossi, ætli að stofna
fjölskyldu. Hann er greinilega
ekki á rökum reistur.
„Ég veit ekki af hverju fólk vill
að við eignumst börn. Ég hef sagt
það svo oft að við ætlum ekki að
eignast börn. Svo eru fréttir í
gangi um að við séum að leita að
sæðisgjafa,“ sagði spjallþátta-
stjórnandinn í viðtali við annan
slíkan stjórnanda, Jay Leno. Hún
bætti þó við að Leno yrði góður
sæðisgjafi ef henni myndi snúast
hugur.
Vill ekki
eignast börn
ENGINN ÁHUGI Ellen DeGeneres hefur
engan áhuga á því að eignast börn.
Lindsay Lohan sendi Barack Obama skilaboð í
gegnum Twitter þar sem hún óskaði eftir skatta-
lækkunum handa einstaklingum á Forbes-listanum.
Obama ritaði á Twitter-síðu sína að hann hefði
lækkað skatta þeirra er helst þurftu á skattalækk-
unum að halda; miðstéttarinnar og smáfyrirtækja.
Lohan svaraði forsetanum með þessum orðum:
„Við þurfum líka að lækka skatta fyrir þá sem eru
skráðir milljarðamæringar á Forbes, ef þeir eru
það ekki. Þú verður að íhuga það einnig.“ Ummæl-
in vöktu athygli ekki síst fyrir þá staðreynd að fáir
skilja yfirleitt hvað leikkonan á við með þeim.
Sendi forseta skilaboð
Tónlist ★★★★★
Rokkjötnar
Kaplakriki
8. september
Það voru sannkallaðir maraþon-
rokktónleikar í íþróttahúsinu í
Kaplakrika á laugardaginn. Átta
rokkhljómsveitir í þyngri kantin-
um stigu á svið. Sú fyrsta, End-
less Dark, hóf leik um fjögurleytið,
en sú síðasta, Ham, lokaði dag-
skránni tæpum níu klukkutímum
síðar. Þetta var í fyrsta sinn sem
haldnir hafa verið rokktónleikar af
þessari stærðargráðu hér á landi,
án þess að erlendar sveitir séu á
dagskránni.
Rokkjötnarnir tókust frábærlega.
Það var góð stemning í húsinu frá
byrjun og það var góður stígandi í
dagskránni. Það voru frekar fáir
mættir þegar ég kom á staðinn.
Þá var kynnir kvöldsins, Haukur
Morðingi, að kynna hljómsveit-
ina Momentum á svið, en hún var
önnur í röðinni á laugardaginn.
Það fjölgaði hins vegar fljótt í
salnum. Momentum stóð sig vel,
þeir félagar komu sínu níðþunga
og þróaða rokki vel til skila. Á
eftir þeim var röðin komin að
gömlu brýnunum í Bootlegs. Þeir
tóku þetta á keyrslunni og enduðu
á því að fá 25 manna kór á svið,
Karlakór Sjómannaskólans söng
með þeim lagið Krummi svaf í
klettagjá. Flott. Vintage Caravan
var næst. Þetta er ung sveit, var
að gefa út plötu númer tvö. Þeir
eru hins vegar greinilega sviðs-
vanir og sýndu fín tilþrif. Salur-
inn var orðinn mjög heitur þegar
Brain Police spilaði sitt sett. Þeir
voru drulluþéttir og náðu upp mik-
illi stemningu. Flott sveit á sviði.
Jónbi trommari vakti líka mikla
lukku þegar hann tók sóló með log-
andi kjuðum.
Eins og fyrr segir var góður
stígandi í dagskránni. Sólstafir
eru ein af bestu rokkhljómsveitum
Íslands og stækkaði áhangendahóp
sinn mikið með plötunni Svartir
sandar og laginu Fjara. Þeir klár-
uðu sitt með stæl á Rokkjötnum,
sýndu meðal annars myndbönd á
risatjaldi fyrir ofan sviðið. Stemn-
ingin náði svo hápunkti þegar
Skálmöld ríkti í salnum. Þá var
húsið fullt og greinilegt að tón-
leikagestir kunnu plötuna Baldur
utan að. Þeir sungu, öskruðu og
steyttu hnefann í takt við kraft-
mikið Skálmaldarrokkið. Hljóm-
sveitin tók nokkur ný lög af vænt-
anlegri plötu og miðað við þau
eiga aðdáendur von á góðu. Mögn-
uð frammistaða. Ofursveitin Ham
kláraði svo kvöldið. Hún klikkaði
ekkert og fékk góð viðbrögð við
lögum eins og Animaliu, Ingimar
og Partýbæ, en mættu nú alveg
hræra aðeins upp í lagavalinu hjá
sér. Þeir komu svo aftur á svið
ásamt meðlimum úr Skálmöld og
tóku lagið Musculus. Frábær enda-
punktur!
Eins og áður segir var góð
stemning á Rokkjötnum. Marg-
umtalað bræðralag rokksins var
í fullu gildi. Ákall Björgvins Sig-
urðssonar Skálmaldarsöngvara
var lýsandi fyrir stemninguna: „Ef
þið sjáið einhvern í vanda hérna á
gólfinu, frammi, eða fyrir utan,
hjálpið honum þá og ekkert rugl!“
sagði hann og rokkarar landsins
fögnuðu ákaft. Svona á þetta að
vera!
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Fyrstu alíslensku
maraþonrokktónleikarnir Í Kaplakrika
tókust frábærlega vel
Bræðralag rokksins í Kaplakrika
HÁMARK STEMNINGAR Að mati Trausta gagnrýnanda náði stemningin á tónleikunum
hámarki þegar rokksveitin Skálmöld ríkti í salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
LINDSAY LOHAN
ÁRA GAMALL verður Íslandsvinurinn fjallmyndarlegi, Ryan Phillippe, í
dag. Ryan á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Reese Witherspoon,
Ava Elizabeth sem er þrettán ára og Deacon Reese, níu ára.
38