Fréttablaðið - 04.10.2012, Side 27

Fréttablaðið - 04.10.2012, Side 27
Ég fékk samning við Elite Iceland og komst inn í 12 manna úrslit í keppninni. Ég hef brennandi áhuga á tísku og öllu sem við henni kemur,“ segir Ragnheiður, sem svaraði nokkrum tískutengdum spurningum fyrir blaðið. Er mikill tískuáhugi í skólanum? Já, ég myndi segja það. Í Verzló hefur alltaf verið mikið um tískuáhugafólk. Það er gaman að fylgjast með Verz- lingum og sjá hvernig flestallir ganga um í sömu fötunum en mynda svo sinn eigin persónulega stíl út frá því. Er mikið rætt um tísku meðal vina þinna? Við vinkonurnar tökum ein- staka spjall um nýjustu tískustraum- ana og hverju okkur langar til að bæta í fataskápinn. Við erum samt allar með rosalega ólíkan stíl og ekki alltaf sam- mála um hvað er fallegt og ekki fallegt. Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Áhuginn hefur aukist með árunum og eftir að ég byrjaði í Verzló. Ég hef verið dugleg að skoða tískublogg og það er skemmtilegt að fylgjast með götu- tískunni í Reykjavík og fá innblástur þaðan. Er einhver flík sem þú stenst ekki? Það er alltaf erfitt að standast freist- inguna þegar ég sé fallega skó. Ég er vandlát á skó og finn sjaldnast neina hér á landi sem henta mér. Langflest pörin mín hef ég pantað í gegnum net- ið eða hann elsku pabbi minn kaupir fyrir mig í London, en þangað fer hann oft í vinnuferðir. Eftirlætis-/nýjasta flíkin? Í lok sumars fór ég til Kaupmannahafnar og keypti mér margar flottar flíkur. En í uppáhaldi verð ég að segja að sé svarta kápan úr Monki. Uppáhaldsverslanir? Ég versla mikið í vintage-búðum á Laugavegin- um og eru Nostalgía og Spútnik í miklu uppáhaldi. Mér finnst mjög gaman að gramsa og finna einhverja gullmola sem enginn annar mun eiga eins. Ég kaupi samt langflestar flíkurnar mínar í Monki, Weekday, Topshop og H&M. MEÐ BRENNANDI ÁHUGA Á TÍSKU TÍSKUMÆR Ragnheiður Björnsdóttir er á lokaári í Verzlunarskóla Íslands. Ragnheiður hóf fyrirsætustörf í byrjun síðasta árs þegar hún var beðin um að koma í prufur fyrir Elite Model Look Iceland 2011. UPPÁHALDSFLÍKIN Ragnheiður í uppáhalds- kápunni sinni, sem hún keypti í Kaupmanna- höfn. BLEIKUR OKTÓBER Þar sem nú er bleikur mánuður og árvekni gegn brjósta- krabbameini í fullum gangi er ekki úr vegi að klæðast einhverju bleiku. Bleikir skór vekja örugglega athygli og ættu að minna á þennan baráttumánuð. til dæmis þessi glæsilegi push up BH á kr. 4.500,- TILBOÐ - STAKAR STÆRÐIR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 LOKSINS LAGERÚTSALA að Kletthálsi 13 Aðeins í 3 daga! 20-50% afsláttur 2. - 4 október þriðjudag miðvikudag fimmtudag kl. 12-19 Sími lagarútsölunnar er 660 0023 Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Einnota latex hanskar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.