Fréttablaðið - 05.11.2012, Page 42

Fréttablaðið - 05.11.2012, Page 42
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR18 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Góa og Fjarðarkaup kynna með stolti www.jolagestir.is Þökkum frábærar v iðtökur! Miðasala h afin á auka- tónleika Miðasala á Miði.is og í síma 540 9800 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hvetja, 6. frá, 8. hækkar, 9. skarð, 11. ekki, 12. þrykk, 14. kárna, 16. í röð, 17. fljótfærni, 18. hjör, 20. í röð, 21. útmá. LÓÐRÉTT 1. kast, 3. tveir eins, 4. ríki í Suðaust- ur-Asíu, 5. flýtir, 7. forskot, 10. heldur brott, 13. lík, 15. hófdýr, 16. vætla, 19. tvö þúsund. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. af, 8. rís, 9. rof, 11. ei, 12. prent, 14. grána, 16. íj, 17. ras, 18. löm, 20. mn, 21. afmá. LÓÐRÉTT: 1. varp, 3. rr, 4. víetnam, 5. asi, 7. forgjöf, 10. fer, 13. nár, 15. asni, 16. íla, 19. mm. Tvhoo írssska og eeinn tvöfffaldan skooota... Á leið- inni! Ég er til í eitt hvítvíns, takk! ÚT MEÐ ÞIG! Já, en ... ÚT! Komdu aftur þegar þér hefur snúist hugur! Hóstaðu tvisvar ef þú vilt klaka! HÓST HÓST Það er svo hljóðlátt þegar Palli er ekki hérna. Mmm... Verður þetta svona þegar hann fer í menntaskóla? Nokkurn veginn. Foreldra- hlutverk. Hvað kallarðu tilfinn- inguna sem er á milli þess að geta ekki beðið eftir að þau fari og geta ekki hugsað sér að leyfa þeim að fara? Þetta er dálítið vandræðalegt. Ég er með prumpu- blöðrubólgu. Pabbi, þetta er nýja vin- konan mín, Nikólína. Það er áhugavert nafn. Maður hittir ekki margar Nikólínur nú til dags. Veit ég vel, Sveinki! Við erum sjaldgæfari en silfur! Hún býr hjá langömmu sinni. Heyr á endemi! Hér inni er heitara en í Grjótagjá! Í síðasta mánuði streymdu Spánverjar út á stræti og torg stærstu borga þegar þjóð- þingið kom saman. Mótmæltu þeir kröftug- lega þeim ójöfnuði sem sú stofnun viðheldur meðan stjórnarliðar leggja lífsneista lands- manna að veði til að láta ljósið lifa í löngu framliðnum bankaræflum. JOSÉ Manuel García Margallo utanríkis- ráðherra var í Brussel meðan á þessu stóð og svaraði með föðurlegri depurð að þessi skrílslæti væru hin verstu tíðindi. Hann virtist þó ekki miður sín vegna þeirra fjöl- mörgu sem komu laskaðir frá þessum leik heldur vegna þess álitshnekkis sem Spánn hlyti af þessu. „Þetta er slæmt fyrir ímynd Spánar út á við.“ ÉG ÞEKKI þennan frasa frá mínum heimahögum en ég vona þó að hann sé farinn að láta í minni pokann fyrir háleitari hugmyndum. Þessi hégómlegi leikur sem snýst um að halda einhverri sérstakri ímynd um fyrirmyndarríki endar yfirleitt svo kjánalega þegar grímulaus veruleikinn knýr dyra. VIÐ Íslendingar höfum ekki verið neinir eftirbátar í þessum ímyndarleik. Stjórnmálamenn og stjórnendur stórfyrirtæka virðast enn vera firrtir af hug- myndum gömlu einræðisherr- anna og mega hreinlega ekki til þess vita að einhver í þeirra liði láti óánægju sína í ljós eða leyfi sér að efast um að topparnir séu fullkomnir. HEILL haugur fólks er ráðinn til starfa til að halda firrandi hugmyndum á lofti um fyrirtæki og stjórnmálaöfl. Þegar ég starf- aði sem blaðamaður leiddist mér mjög hvernig stórfyrirtæki meinuðu mér nær alltaf að tala við lægst setta vinnufólkið sitt, sem kunni ekki biblíusögurnar sem málpípurnar tuggðu í okkur fjölmiðla- menn. Einu sinni var ég að fjalla um ástand útlendinga á íslenskum vinnumarkaði og leitaði til eins stórfyrirtækis, þar sem starfsmannastjóri var látinn hafa til fyrir mig viðmælendur. Annar þeirra var Svíi og hinn hálfur Íslendingur. Það átti greinilega ekki að láta neina launalitla ding-donga skemma fyrirtækjamýtuna. ÞAÐ væri nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast þess hvernig við Íslendingar gerðum okkur að fíflum með þessum ímyndarleik þar sem pappadrengir báru lygahróður um hina hugdjörfu víkinga. Svo kemur veruleikinn sjálfur, svo kaldur og grímulaus, einn daginn og bankar upp á. Þá er alveg sama hversu sminkið er þykkt og fagurt, bindið dýrt og tungan lipur í lyg- inni. Það er nefnilega þá sem í ljós kemur úr hverju maðurinn er gerður. Og það var fyrst þá, þegar kaldur veruleikinn kýldi úr okkur hrokann og sjálfsblekkinguna, sem við fórum að geta okkur orðstír sem alvöru þjóð. Þegar lífið skemmir mýtuna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.