Fréttablaðið - 05.11.2012, Page 43
MÁNUDAGUR 5. nóvember 2012 19
Bækur ★★★★
Siglingin um síkin
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Mál og menning
Í Siglingunni um síkin tekur Álf-
rún Gunnlaugsdóttir til með-
höndlunar efni sem furðu sjaldan
er fjallað um í íslenskum bók-
menntum. Hvernig það er að eldast
og glata andlegum þrótti, hvernig
það er að þurfa að sættast við ævi
sína á lokametrunum, hvernig það
er að vera „upp á aðra komin“ en
þrá að halda reisn sinni.
Gyðríður (sem til allrar ham-
ingju er kölluð Gyða) er komin á
efri ár og býr hjá Sölva syni sínum
í Reykjavík á dögum búsáhalda-
byltingarinnar. Gyða bíður þess
að Sölvi finni fyrir sig íbúð í stað
einbýlishússins sem hann aðstoð-
aði hana við að selja, en einhver
tregða virðist vera í þeim málum,
enda þjóðfélagsástandið ekki til
að hrópa húrra fyrir. Kólumb-
íska húshjálpin Elena er nokkurs
konar gæslukona Gyðu, en ferða-
frelsi hennar er takmarkað, þó að
í fyrstu átti hvorki hún sjálf né les-
endur sig á ástæðum þess.
Gyða íhugar lífshlaup sitt með-
fram því sem hún reynir að henda
reiður á aðstæðum sínum. Hvers
vegna fóru hlutirnir eins og þeir
fóru? er líklega algeng spurning
við ævilok og Gyða siglir um síki
minninganna í von um að finna
svör.
Sagan gerist á nokkrum tíma-
sviðum, en sögukona rifjar upp
ævi sína frá því að hún er lítil
stúlka þar til hún eignast mann
og börn og lesendur fá að fylgjast
með því hvernig líf hennar hefur
þróast. Ekki er alltaf ljóst hvað er
draumur og hvað veruleiki, for-
tíð eða nútíð. Sumt er horfið úr
minninu, annað situr þar fast og
enn annað hefur hugurinn búið til.
Minningarnar koma víst ekki eftir
pöntun, fremur en atburðir lífsins
sjálfs. Margt fer öðruvísi en ætlað
er og sumt er fjandanum erfiðara
að sætta sig við. Gyða hefur glatað
sambandi við Svölu dóttur sína og
skrifar henni bréf í von um að
bæta úr því, en veit ekki hvert hún
á að senda þau. Önundur, maður úr
fortíðinni, skýtur upp kollinum og
við endurnýjun þeirra kynna raðar
Gyða saman brotum úr ævi sinni
og leggur á hana mat:
Líkast til er söknuður sterk-
asta tilfinningin sem fylgir manni
ævina út, fyrir utan ástina … þótt
oftast sé hún í fylgd með söknuð-
inum. Maður er alltaf að kveðja,
beint eða óbeint, og eftir situr tregi
sem setur mark sitt á mann. (162)
Siglingin um síkin fjallar um
gamla konu, en textinn er síungur
og sprækur. Gyða er eftirminnileg
sögukona, einmitt vegna þess að
hún er breysk og hún situr ekki á
friðarstóli ellinnar, heldur horfist
í augu við mistök sín, gömul og ný.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Niðurstaða: Snjöll saga um elli,
eftirsjá og misáreiðanlegar minningar.
Skrifuð af innsæi og listfengi.
Um minni
og gleymsku
Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur
á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af
stað, heldur áfram undir merkjum Cross-
fire-bálksins eftir bandaríska höfundinn
Sylviu Day.
Day hefur gefið út þrjár bækur í Cross-
fire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt
með 50 gráum skuggum að fjalla um sam-
skipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og
er barmafull af bersöglum kynlífs lýsingum.
Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar
hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út
en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér
útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu for-
lagsins selst jafn hratt í Bretlandi.
Önnur bókin, Reflected in You, sem kom
út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286
þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu
vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi
breska Amazonlistans nær allan mánuðinn.
Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október
og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum
fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst
í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi;
Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda
táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð
í land með að ná sölutölum E.L. James en
skuggabálkur hennar hefur selst í tugum
milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum,
Entwined in You, er væntanleg á næsta ári.
Erótíska bylgjan heldur áfram
HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN
Í GÓÐUM HÖNDUM
HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA?
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is
Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ.
Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum.
Yfirleitt er mest að gera hjá okkur í lok mánaðar og meira að gera síðdegis en
að morgni. Það getur því verið sniðugt að vera snemma í því.
Hlökkum til að sjá þig! Opið kl. 8-17 virka daga.
SYLVIA DAY Crossfire, erótískur skáldsagnabálkur
hennar, tröllríður nú metsölulistum vestan hafs og í
Bretlandi. NORDICPHOTOS/AFP