Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 05.11.2012, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 5. nóvember 2012 21 „Heimilistækin mín eru frá Smith & Norland. Það kemur ekkert annað til greina.“ „Siemens-tækin eru margreynd á Íslandi. Þau eru fallega hönnuð, endingargóð og þægileg í notkun. Smith & Norland er eins og Siemens: traust fyrirtæki með mikla reynslu þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi. Þannig vil ég hafa það.“ Örn Arnarson, íþrótta- og ökukennari, hefur keypt öll heimilistækin sín hjá Smith & Norland. Föstudagur 2. nóvember og laugardagur 3. nóvember ★★ ★★★ Kwes Listasafnið Ómarkvisst Lundúnabúinn Kwes hefur unnið með listafólki á borð við The xx, Micachu og Hot Chip, en er nú að reyna fyrir sér með eigið efni. Honum til fulltingis í Listasafninu voru tvær stelpur, önnur spilaði á hljómborð og bassa, hin á trommur. Efniviðurinn var ekki slæmur, flottur hljóðheimur og taktar. Lagasmíðarnar virkuðu hins vegar ómarkvissar, nánast eins og þær væru sumar enn á vinnslu- stigi. Tæknilegir örðugleikar í upphafi bættu heldur ekki úr skák. Á heildina var þetta mjög slappt. Hefði kannski virkað eitthvað betur á minni stað. -tj ★★★ ★★ Rangeklods Silfurberg í Hörpu Fínt danskt flogakast Danska bandið Rangleklods – lista- mannsnafn Espens Andersen – hljóp í skarðið fyrir skosku popprokkarana í Django Django sem forfölluðust á laugardag vegna veikinda og gátu ekki spilað í Hörpu eins og til stóð. Rangleklods hafði spilað á Faktorý á fimmtudagskvöldinu og lét sig ekki muna um að endurtaka leikinn í stórum Silfurbergssalnum tveimur dögum síðar. Andersen spilar dramatískt og flogavaldandi rafpopp með tripphopp-ívafi, drungalegt á köflum þangað til það springur með fáheyrðum látum og skarkala. Sjálfur syngur Andersen djúpri og góðri röddu yfir herlegheitin. Rangleklods eru ekki að fara að breyta heiminum en þetta var hið frambærilegasta prógramm. -sh ★★★ ★★ Kiriyama Family Silfurberg í Hörpu Hápunktur í lokin Strákarnir í Kiriyama Family hafa verið vinsælir undanfarið enda hefur nýja platan þeirra hlotið góðar undir- tektir. Tónleikarnir byrjuðu heldur brösuglega og voru sífelldar hljóð- færaskiptingar hljómsveitarmeðlima ruglingslegar fyrir undirritaða. Þegar þrír meðlimir sveitarinnar stóðu fremst, hver á sínu hljómborðinu, skapaðist hins vegar skemmtileg heild og sveitin minnti helst á Hot Chip. Tónleikar Kiriyama Family enduðu hins vegar með látum og síðustu tvö lögin voru frábær. Þá ber sérstaklega að hrósa saxófónleikaranum sem kom inn í síðasta laginu, en hann setti hressandi svip á tónleikana með skemmtilegri sviðsframkomu. -áp ★★ ★★★ Shearwater Norðurljós í Hörpu Of hátt og langt Bandaríkjamennirnir byrjuðu vel en ekki leið á löngu þar til fólk byrjaði að streyma út úr salnum. Hvort það hafi verið vegna of mikils hávaða, of langs prógramms eða einfaldlega áhuga- leysis og vonbrigða skal ekki fullyrt um. Undirrituð vissi í það minnsta ekki alveg hvað hún ætti að gera við þetta allt saman og brá á það ráð að hlusta á tónlistina utan af ganginum þegar bassinn og lætin í salnum voru farin að valda eymsli í tönnum og almennri vanlíðan. Hæfileikar þessa góða bands skiluðu sér að minnsta kosti ekki til áheyrenda í Hörpu þetta föstudagskvöldið og salurinn var nánast tómur undir lok tónleikanna, sem voru alltof langir. -trs ★★★★ ★ Friends Listasafnið Frábærlega öðruvísi Ef lýsa á hljómsveitinni og sviðsframkomunni í einu orði væri það með orðinu öðruvísi. Þá er sama hvort talað er um tónlistina sem Friends spila, fatnaðinn sem meðlimirnir klæðast eða hegðun þeirra á sviðinu, það er allt öðruvísi við hljómsveitina Friends. Þau sanna það þó að öðruvísi þarf alls ekki að vera slæmt, því þau voru nefnilega frábær! Þau skiluðu af sér stórgóðum tónleikum, uppfullum af skemmtun og gæðatónlist og uppskáru gríðarleg fagnaðarlæti og stemningu í salnum alla tónleikana í gegn. Aðdáun þeirra á Íslandi og boð í eftirpartý á hótelherberginu þeirra virtist heldur ekki leggjast illa í tónleikagesti. Hvort af partýinu hafi svo orðið er þó óvíst. -trs FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.