Fréttablaðið - 05.11.2012, Síða 54

Fréttablaðið - 05.11.2012, Síða 54
5. nóvember 2012 MÁNUDAGUR30 MÁNUDAGSLAGIÐ „Fötin verða aðeins dýrari, en ég ábyrgist að í staðinn eiga þau eftir að passa fullkomlega,“ segir fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir um fatalínuna sem hún sýnir á Kex Hostel næst- komandi fimmtudagskvöld. Um er að ræða fatalínu fyrir haust og vetur 2012 sem Ýr sýndi við góðar undirtektir á Reykjavík Fashion Festival í vor. Sýningin er samsýning hennar og Orra Einarssonar skart- gripahönnuðar, en þar verður einnig sýnt myndbandsverk sem Ýr vann með listakonunni Hrund Atladóttur í Tékklandi í sumar. Ýr ætlar að bjóða upp á þá nýjung að hægt verður að panta flíkurnar beint af sýningunni og fá tíma í máltöku, því fatahönnuðurinn ætlar að sérsníða fatnaðinn á kúnnana sína. „Þetta verður óhefðbundin sýning þar sem hægt verður að sjá öll smáatriðin miklu betur en á venju- legri tískupallasýningu. Tilgangur- inn er í raun að kynna eitthvað nýtt og gera konum kleift að fá eitthvað sem passar, sama hvernig þær eru vaxnar,“ segir Ýr. Hún bætir við að þetta sé einstakt tækifæri fyrir konur, en um þriggja vikna bið er eftir flíkunum eftir pöntun. „Þessi aðferð finnst mér pers- ónulegri og hún brúar bilið milli mín og kúnnans. Upp- lagt fyrir konur sem vilja sérstaka þjónustu þegar kemur að því að kaupa hönnunarvöru.“ Sýningin hefst á slag- inu 20 og eru allir vel- komnir. - áp Býður upp á klæðskerasniðnar flíkur SÉRSNÍÐUR Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir býður viðskiptavinum sínum upp á persónulega þjónustu. MYND/JIRIHRONKIN „Það er lagið Eye in the Sky með The Alan Parsons Project sem kemur mér inn í vikuna.“ Jón Atli Helgason, plötusnúður, annar meðlima sveitarinnar Human Woman og hárgreiðslumaður. „Ég var dyravörður og bauð fólk vel- komið og afhenti því miða,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráins- son sem brá sér í hlutverk móttöku- stjóra á tískusýningu fatamerkisins Freebird sem fram fór í Þjóðmenn- ingarhúsinu á fimmtudag. Fatahönnuðirnir Gunnar Hilm- arsson og Kolbrún Gunnarsdóttir eru nánir vinir Þorgríms og báðu hann um að taka verkefnið að sér. „Ég get brugðið mér í þúsund hlut- verk og segi „já“ við eiginlega öllu, enda þarf rithöfundur að prófa sem flest. Þetta hlutverk smellpassar til dæmis í bók sem ég er að skrifa um þessar mundir,“ segir Þorgrímur. Starfið leysti Þorgrímur auðveld- lega af hendi enda vann hann um tveggja ára skeið sem dyravörður á skemmtistaðnum Hollywood. „Ég hafði verið fastagestur á staðnum í mörg ár og hugsaði með mér að ég gæti alveg eins unnið sem dyra- vörður á staðnum og fengið greitt fyrir að vera þar. En það að vera móttökustjóri er ólíkt skemmtilegra starf og miklu fínna.“ Inntur eftir því hvort hann hafi sjálfur mikinn áhuga á tísku segist hann láta aðra um að dæma það. „Ég held ég verði að láta aðra dæma um það. Ég hef frekan einfaldan smekk á fötum og geng helst í gallabuxum og bol. Ég fylgist lítið með tísku- straumum og þá helst í gegnum hann Gunna sem leiðbeinir mér reglulega í þeim efnum.“ Aðspurður segist Þorgrímur vilj- ugur að taka að sér starf móttöku- stjóra aftur. „Ég mundi alveg örugg- lega gera þetta aftur. Og það skiptir engu máli hver bæði mig um það.“ - sm Brá sér í hlutverk móttökustjóra MÓTTÖKUSTJÓRI Þorgrímur Þráinsson brá sér í hlutverk móttökustjóra á tískusýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta vekur mikla athygli en það eru ekki margir sem vilja kaupa hann,“ segir Gabriel Gerald Haesler. Hann hefur sett inn auglýsingu á vefsíðuna Bland.is þar sem hann auglýsir „litríkasta bíl Íslands“ til sölu. Bíllinn, sem er af tegundinni Volkswagen Vento frá árinu 1997, var málaður í listasmiðju Hafnar- hússins árið 2009 af nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og var það leikarinn Davíð Örn Hall- dórsson sem stýrði verkefninu. Bíll- inn var í eigu þáverandi menningar- stjóra Hafnarhússins. „Þetta var gömul drusla sem hún átti sem hún ætlaði að láta henda. Síðan var þessi listasmiðja í Hafnar- húsinu og hún bauð fram bílinn sinn,“ segir Gabríel, sem frétti af honum í gegnum móður sína sem var að vinna í Hafnarhúsinu. „Ég var að leita mér að ódýrum bíl. Mamma tók eftir því að hún var að selja bílinn sinn og það bara hitti voðalega heppilega á.“ Þessi litríki bíll hefur fengið viður nefnið Hippinn og vekur mikla athygli hvert sem hann fer. „Það er ekki búið að vera leiðinlegt að eiga þennan bíl. Manni líður eins og maður sé á splunkunýjum Porsche. Það eru einhvern veginn allir að fylgjast með manni,“ segir hann. Spurður hvað vinum hans finnst um Hippann segir Gabríel: „Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé flottur bíll eða ekki en það finnst öllum bíllinn athyglisverður.“ Hann er sannfærður um að þetta sé litríkasti bíll landsins. „Ég hef aldrei fengið staðfestingu á því en ég hef ekki séð litríkari bíl enn þá.“ Verðið sem Gabriel setur á bíl- inn er 230 þúsund krónur. „Hann er í toppstandi. Það er ekkert að honum.“ freyr@frettabladid.is GABRIEL GERALD HAESLER: SELUR LITRÍKASTA BÍL ÍSLANDS Líður eins og á glænýjum Porsche á litríkum Hippa Í LITRÍKA BÍLNUM Gabriel Gerald Haesler hefur sett „litríkasta bíl landsins“ á söluskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rekstrarvörur - vinna með þér JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS KEMUR ÚT 27. NÓVEMBER Meðal efnis í blaðinu: Jólaljósin, kökur, sætindi, skraut, föndur, matur, borðhald, jólasiðir og venjur. Atli Bergmann atlib@365.is 512 5457 Benedikt Freyr Jónsson benni@365.is 512 5411 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is 512 5427 Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is 512 5432 Bókið auglýsingar tímanlega:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.