Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 2
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
ÞJÓNUSTA Hjónin Inga Lísa Sólons-
dóttir og Aron Þorsteinsson, sem
keypt hafa hinn fornfræga Skíða-
skála í Hveradölum af Svavari
Helgasyni, áforma þar stóraukin
umsvif með verkefninu Skíðaskál-
inn í Hveradölum – Luxury resort.
Í viðskiptaáætlun kemur fram
að úttekt á rekstri og arðsemi
Skíðaskálans lofi afar góðu. „Þessi
fjárfesting er svokölluð gullnáma
sem hefur verið afar vannýtt eða
legið í dvala, gullnáma sem býður
í raun upp á óendanlega mögu-
leika,“ segir í áætluninni. Skapa
á mun meiri tekjur en nú er með
því að hafa opið allt árið. Jólahlað-
borð hafa hingað til verið burðar-
ás rekstursins.
Inga Lísa segir ætlunina að
bjóða heim göngufólki og náttúru-
unnendum með stórbættri aðstöðu
og lagfæringu á stígakerfi.
Aðgangur verður að þremur
heitum pottum sem nýta mikinn
jarðhita á svæðinu. Laða á að tón-
listarmenn jafnt á sumrum sem
vetrum, stórauka verslun á staðn-
um með sölu á alls kyns sérvöru
og efna til útimarkaða.
Ekki síst á að bjóða veitingar
árið um kring og leigja út mis-
munandi sali skálans fyrir alls
kyns viðburði. Þá er ætlunin að
fá skólabörn í fræðsluferðir og
tengja greiðasöluna við gestamót-
töku Hellisheiðarvirkjunar sem er
þar skammt frá. Meðal annarra
hugmynda Ingu og Arons er síðan
uppbygging baðlónsins Viking
Lagoon, gerð golfvallar og smíði
þyrlupalls fyrir útsýnisflug.
„Guðdómlegt umhverfi í faðmi
fjalla veitir sérstöðu og lyftir
Skíðaskálanum í hæstu hæðir þar
sem heitir leir- og gufuhverir og
aðrar perlur íslenskrar náttúru
veita Skíðaskálanum þá réttmætu
upphefð að geta talist veislu- og
náttúruparadís,“ segir í viðskipta-
áætluninni sem fjárfestar fá nú til
skoðunar.
Áformin hafa verið kynnt fyrir
bæði Orkuveitu Reykjavíkur, sem
leigir Skíðaskálanum land, og
fyrir skipulagsnefnd Ölfuss sem
tók vel í verkefnið.
Svavar Helgason mun ljúka jóla-
hlaðborðahaldinu sem nú stendur
yfir og afhenda Ingu og Aroni
Skíðaskálann í janúar. Inga Lísa
segir þau hjónin sjálf munu búa á
staðnum sem gestgjafar.
„Margir líta svo á að við séum
að endurvekja Eden í nútíma-
legri mynd. Þetta verður okkur
draumaveröld,“ segir Inga Lísa.
„Hvað er betra en sunnudagsbíl-
túrar, útivist og eðalveisluhöld í
flottasta kastala landsins? Hvera-
dalir er staður kærleiks og menn-
ingar, hér endurskrifaði Halldór
Laxness Íslandsklukkuna og var
reglulegur gestur í þessari nátt-
úruperlu á heimsvísu.“
gar@frettabladid.is
ÞESSU ÓSKAÐI BREIVIK EFTIR
Ólöf, hefur þér gengið vel að
fóta þig í lífinu?
„Mér hefur skrikað fótur af og til en
ég stend keik í dag.“
Fætur Ólafar Hugrúnar Valdimarsdóttur eru
misstórir. Því hefur hún lýst eftir „fótaspegil-
mynd“ sinni til að auðvelda skókaup.
Markaðstorg
(Viðbótarbílastæði)
46 bílastæði
Búningsklefar
Viking
lagoon
Heitir
pottar
GlerskáliSkíðaskálinn
Þyrlupallur
Telja sig hafa keypt
vannýtta gullnámu
Nýir eigendur Skíðaskálans í Hveradölum boða mikla uppbyggingu og stóraukin
umsvif í veitinga- og ferðaþjónustu. Þeir segja staðinn mjög vannýttan og bjóða
upp á óendanlega möguleika. Verður okkar draumaveröld, segir annar eigandinn.
SKÍÐASKÁLINN Í HVERADÖLUM Framtíðarskipulag Skíðaskálans gerir meðal
annars ráð fyrir baðlóni og búningsaðstöðu. TEIKNING/MAGNÚS JENSSON ARKITEKT
Margir líta svo á að við
séum að endurvekja Eden
í nútímalegri mynd.
Inga Lísa Sólonsdóttir
eigandi Skíðaskálans í Hveradölum
STJÓRNSÝSLA Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið
úttekt sinni á starfsháttum Dróma, fjármálafyrir-
tækisins sem stofnað var utan um rekstur SPRON og
Frjálsa fjárfestingarbankann.
FME skoðaði átta þætti í starfsemi félagsins og
gerði að lokum athugasemd við einn. Taldi FME að
Drómi hefði gengið of langt í afskiptum sínum af
samningsgerð skuldara við þriðju aðila. Hafði Drómi
í nokkrum tilvikum farið fram á að fyrirvari kæmi
fram, í samningum um að þriðji aðili tæki yfir skuld-
bindingar skuldara, þess efnis að skuldari afsalaði sér
rétti til endurgreiðslu, kæmi til hennar.
FME gerði hins vegar ekki athugasemdir við til að
mynda endurútreikninga Dróma á gengistryggðum
lánum eða framkvæmd félagsins á 110% leiðinni, svo
nokkuð sé nefnt.
Úttekt FME á Dróma má meðal annars rekja til
mikillar opinberrar umræðu um starfshætti fé-
lagsins, svo og ábendinga sem FME höfðu borist. Í
tilkynningu frá Dróma vegna úttektarinnar segir að
niður stöðurnar staðfesti að starfshættir félagsins séu
faglegir og í samræmi við kröfur um góða viðskipta-
hætti. - mþl
Forsætisráðherra hvetur til skoðunar á hvort flytja megi eignasafn:
FME telur flest í lagi hjá Dróma
Drómi var til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnatíma
á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, beindi þá fyrirspurn til Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra um verklag Dróma
og ástæður þess að félagið var upphaflega stofnað. Í
svari sínu sagði Jóhanna ljóst að eitthvað mikið hefði
verið að í samskiptum Dróma og þeirra lántaka sem
undir félagið heyrðu. Úr þeim vanda yrði að leysa
og bætti Jóhanna við að skoða þyrfti hvort ástæða
væri til að flytja eignasafn Dróma
frá félaginu til Seðlabankans eða
Arion banka. Þá benti Jóhanna á
að Eignarhaldsfélag Seðlabankans
og ráðherranefnd um skulda-
vanda heimilanna hefðu Dróma
til skoðunar. Í kvöldfréttum Stöðvar
2 í gær sagðist Hlynur Jónsson,
stjórnarformaður Dróma, undrast
orð Jóhönnu, ekki síst í ljósi
niðurstöðu FME.
Flutningur eignasafns skoðist
NOREGUR Aðstaða morðingjans Anders Behring-Breivik í fangelsinu
Illa hefur breyst til batnaðar, samkvæmt því sem lögmaður hans sagði
í samtali við Verdens Gang.
Í vikunni fékk Breivik bókahillu og kistu undir föt inn til sín, sam-
kvæmt samkomulagi við yfirvöld fangelsisins. Hann hefur líka fengið
leyfi fyrir kúlupenna, en hingað til hefur hann mátt gera sér túss að
góðu.
Þá fær Breivik að hafa ruslapoka inni hjá sér, en lögmaður hans
vonast til þess að á næstunni muni bætast við auka lesljós og jafnvel
ferðageislaspilari. - þj
Aðstaðan í Illa-fangelsinu í Noregi:
Breivik má hafa kúlupenna
DÓMSMÁL Síbrotamaðurinn Már
Ívar Henrysson var í gær dæmdur
til þriggja ára fangelsisvistar í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var
Már sviptur ökuréttindum ævi-
langt.
Í dómsmálinu voru Má gefin að
sök fíkniefnalagabrot, vopnalaga-
brot, brot gegn valdstjórninni,
umferðarlagabrot, varsla þýfis,
líkamsárás og eignaspjöll. Hann
var sakfelldur fyrir ýmis brot
gegn valdstjórninni, alvarlega lík-
amsárás gegn lögreglumanni auk
annarra brota. Már hefur marg-
oft áður verið dæmdur fyrir lög-
brot og með brotum sínum nú rauf
hann skilorð. - mþl
Sakfelldur fyrir fjölda brota:
Síbrotamaður í
3 ára fangelsi
SAMGÖNGUR Ríkislögreglustjóri
hefur, í samráði við lögreglu-
stjórana á Eskifirði og Hvolsvelli,
lýst yfir óvissustigi vegna mæl-
inga sem benda til aukins vatns-
rennslis úr Grímsvötnum.
Mælingar sýna að íshellan í
Grímsvötnum hefur sigið undan-
farna daga. Má því búast við
jökulhlaupi í Gígjukvísl á næstu
dögum. Talið er að um lítið hlaup
verði að ræða líkt og átti sér stað
árið 2008. Umferð um Skeiðarár-
sand verður því ekki takmörkuð.
Óvissustig er hluti af verk ferlum
í skipulagi almannavarna til að
tryggja formleg samskipti og
upplýsingagjöf. - mþl
Aukið rennsli í Grímsvötnum:
Hlaup líklegt í
Gígjukvísl
Breivik er
þegar með
bókahillu,
kistu og kúlu-
penna.
Lesljós og
geislaspilari
eru á óska-
lista Breiviks.
FÓLK „Loksins, loksins, loksins
dómur er fallinn í Tribunal
(Hæstarétti í Medellin) og var
okkur dæmt í vil. Helga Karólína
og Birna Salóme eru orðnar lög-
legar dætur okkar.“
Svo skrifuðu hjónin Bjarn-
hildur Hrönn Níelsdóttir og Frið-
rik Kristinsson á Facebook-síðu
sína í gærkvöld.
Hjónin hafa nú dvalið í
Kólumbíu í tæpt ár og beðið eftir
leyfi frá dómstólum til að fá að
ættleiða tvær kólumbískar stúlkur.
Hæstiréttur dæmdi fjölskyldunni í
vil í gær, eftir að málið hafði farið
fram og til baka í kerfinu.
Á Facebook-síðu fjölskyldunnar
segir að þrír dómarar hafi dæmt
í málinu í þetta sinn og hafi þeir
allir verið sammála um að til
þessa hafi hagsmunir stúlknanna
ekki verið hafðir að leiðarljósi.
„Næstu skref eru að fá vega-
bréf og vegabréfsáritun heim til
Íslands fyrir Helgu Karólínu og
Birnu Salóme. Við búumst við því
að vera komin heim til Íslands
eftir 10 til 14 daga og er mikil til-
hlökkun hjá okkur fjölskyldunni.“
Hjónin fóru út í desember fyrir
ári síðan til að sækja stúlkurnar
tvær sem þau ætluðu að ættleiða
frá Kólumbíu. Upphaflega bjugg-
ust þau við að dvelja í landinu í um
sex vikur. - sv
Hæstiréttur Kólumbíu dæmdi íslensku hjónunum í vil varðandi ættleiðingu:
Komast loks heim með stelpurnar
Við búumst við því að
vera komin heim til Íslands
eftir 10 til 14 daga og er
mikil tilhlökkun hjá okkur
fjölskyldunni.
Af Facebook-síðu Bjarnhildar og Friðriks
AKUREYRI Skemmdarvargar á
Akureyri hafa valdið miklu tjóni
undanfarið.
Í tilkynningu frá bænum kemur
fram að ljósaperum úr jólaskreyt-
ingum hafi verið stolið um allan
bæ síðustu daga. Sérstaklega er
ástandið slæmt við Akureyrar-
kirkju þar sem perum er stolið
dag hvern. Perurnar eru afar
dýrar LED-perur og því mikill
skaði af þessum þjófnaði. Að auki
var tveimur ljóskösturum sem
lýstu upp tré í gilinu stolið. - þj
Bíræfnir bófar á Akureyri:
Jólaljósaþjófar
vinna dýr spjöll
SPURNING DAGSINS