Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 18
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid. is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórn málin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar for- gangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu. Það er talsvert til í því. Stjórnmála- menn verða að leggja sig enn betur fram við að hlusta á fólkið og heyra raddir þess. Þá færi mestur tími okkar allra í að vinna að lausnum vegna þeirra verk- efna sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Orkan færi í að skapa fólkinu og fyrirtækjunum tækifæri til að nýta það sem við eigum til að efla atvinnu, hagsæld og von. Aðgerðir til að draga úr skuldavanda og auka ráðstöf- unartekjur heimilanna væru í forgrunni og umtalsverður tími yrði nýttur til að minnka yfirbyggingu og kostnað kerfis- ins, svo tryggja mætti lága skatta og sem besta nýtingu fjármagns. Starfshópum opinberra starfsmanna og stjórnmála- manna um allt og ekki neitt yrði fækkað en öll áhersla lögð á að færa vald og val til almennings sjálfs. Að ástunda slík stjórnmál er eina leiðin til að endurvinna það traust sem glatast hefur. Núverandi valdhöfum hefur ekki tekist það og því bíður það mikilvæga verk þeirra sem raunveru- lega eru reiðubúnir til að hlusta og heyra – en umfram allt vinna í þágu fólksins í landinu. Við eigum fjölmörg ónýtt tæki- færi til að gera landið okkar enn betra. Hér geta allir lagt sitt af mörkum og hér getum við í sameiningu gert þær breyt- ingar sem nauðsynlegar eru. Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í að velja öflugan fram- boðslista fyrir komandi þing kosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma. Breytum þessu saman STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi og frambjóðandi í fyrsta sæti í prófk jöri Sjálf- stæðisfl okksins í Reykjavík ➜ Aðgerðir til að draga úr skulda- vanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna væru í forgrunni og umtalsverður tími yrði nýttur til að minnka yfi rbyggingu og kostnað kerfi sins, svo tryggja mætti lága skatta og sem besta nýtingu fjár- magns. H vert hlutverk ríkisvaldsins á að vera er eilíft umræðuefni. Almennt virðist sátt um það á Íslandi að það eigi að halda uppi lögum og reglu og setja almennar leikreglur. Auk þess er víðtækur stuðning- ur við að hér sé víðfeðmt velferðarkerfi og að ríkið tryggi þegnum sínum tiltölulega jöfn tækifæri til náms og starfa. Sífellt er þó verið að endurskilgreina hlutverk ríkisins og fingur þess birtast skyndilega á ólíklegustu stöðum. Nú, þegar líður að lokum kjörtímabilsins, virðist vera mikill vilji til að stækka það hlutverk. Í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 2013 er til að mynda boðuð hækkun á vörugjöldum á matvæli sem beinast eiga að sykri í mat- vælum. Hækkunin er réttlætt með manneldissjónarmiðum og aðgerðum gegn offitu. Þessi hækkun kemur til viðbótar við sykurskatt sem settur var á drykki og sætindi árið 2009 með það að markmiði að draga úr neyslu á þeim. Í síðasta mánuði var greint frá því að leggja ætti fram frum- varp sem bannar erlend happdrætti á netinu. Ástæðan er víst sú að pókerspilun Íslendinga á netinu er orðin svo mikil að yfir- völdum þóknast hún ekki lengur. Íslenskir fjárhættu spilarar mega þó áfram tapa peningunum sínum í spilakössum Há skólans, Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ. Verði frum varpið að lögum á að setja á fót Happdrættisstofu til að framfylgja lögunum. Frumvarp um bann við áfengisauglýsingum undir merkjum lýðheilsusjónarmiða var líka lagt fram fyrir skemmstu. Eða réttara sagt um bann við auglýsingum íslenskra aðila sem selja áfengi. Bannið nær nefnilega ekki yfir erlenda fjölmiðla sem aðgengilegir eru hér á landi né internetið, þar sem áfengisaug- lýsingar eru á hverju strái. Bannið mun því líkast til ekki draga úr neyslu, heldur bitna fyrst og síðast á íslenskum bjórframleið- endum sem eru að reyna að auka markaðshlutdeild sína á kostnað innfluttra tegunda. Fyrir Alþingi liggur líka nýleg tillaga um að einungis megi selja tóbak í apótekum þó að neysla þess sé lögleg. Einungis apótek með „sérstakt tóbakssöluleyfi“ mega selja varninginn og eftir tíu ár á salan að vera takmörkuð þannig að hún sé háð því að „tóbaks lyfseðli“ sé framvísað. Í tillögunni er einnig reynt að koma á algeru banni við munn- og neftóbaki, en í dag er einungis bannað að nota útlenskt. Í rökstuðningi segir: „Ekki er unnt að sitja hjá meðan notkun þessa forms tóbaks eykst hröðum skrefum.“ Allar þessar aðgerðir eru studdar þeim rökum að bönnin sem þeim fylgja séu okkur fyrir bestu. Góðu stjórnmálamennirnir eru að passa upp á að við förum okkur ekki að voða líkt og for- eldrar sem vernda kornabörn sín frá hættum umhverfisins. En augljóst er að alþingismenn geta ekki varið þegna landsins fyrir öllum mögulegum skaða, sem auk þess er afstætt hugtak. Að margra mati felst líka beinn skaði í mörgum aðgerðum ríkisins. Þess vegna er auðvelt að draga þá ályktun að valkvæð boð og bönn stjórnarherranna snúist ekki um fórnarlömbin heldur stjórnlyndi þeirra sem setja lögin. Þeir sjá heiminn í ákveðnum litum og vilja að aðrir, sem þeir telja vita minna, upplifi hann á sama hátt. Og í þeirri afstöðu er fólgin nánast ófyrirgefanleg hræsni. Forræðishyggja lifir í íslenskum stjórnmálum: Þeir sem vita best Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Bubbi byggir „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.“ Nei, lesandi góður, þetta er ekki tekið úr stefnuskrá einhvers stjórnmálaflokksins eða hugmyndum ungmennafélag- anna um hvernig Ísland eigi að vera. Þetta er fyrsta setning í aðfaraorðum að frumvarpi til stjórnskipunar- laga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Lagatextar eru oft hinir tyrfnustu og þetta er fínasta tilbreyt- ing frá þeim. En hvað í ósköpunum þýðir þetta orðagjálfur? We the People Við sem byggjum Ísland á reyndar í þessu tilviki ekki við um iðnaðar- menn þessa lands; sem eru salt jarðar. Hér er væntanlega vísað til þjóðarinnar. „We the People“ segir í stjórnarskrá Bandaríkjanna og af hverju ættum við ekki að gera eins? NATO gegn stjórnarskrá? Og áfram halda aðfararorðin í stjórnarskrárfrumvarpinu: „Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mann- kyni.“ Þetta er athyglisvert, ekki síst í ljósi aðildar Íslands að hernaðar- bandalaginu NATO. Ætli Samtök hernaðarandstæðinga hlytu ekki að telja það fullnaðarsigur ef aðild að NATO verður stjórnarskrárbrot? kolbeinn@frettabladid.is 5. Elínbjörg Magnúsdóttir SÆTI PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK 24. NÓVEMBER Alþingi á að endurspegla samfélagið. Hlúum að heimilunum – afnemum skattastefnu vinstri stjórnarinnar. Elínbjörg Magnúsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.