Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 23.11.2012, Síða 22
23. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Í tilefni af nýlegri þjóð- aratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, „Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjan- legri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggis truflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?” þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er lík- lega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skyn- samlegasta. Innflutningur á jarðefnaelds- neyti er áhyggjuefni flestra ríkja enda hagkerfin afar háð brennslu á olíu. Þó að Íslendingar séu óháðir innflutningi á orku til upp hitunar og raforkuframleiðslu eru allar okkar samgöngur keyrðar áfram á mengandi jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi gjaldeyris kostnaði. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti ef hægt er með hagkvæmum hætti. Lengi vel gerðu landsmenn hins vegar lítið sem ekkert til að sporna við olíu- notkun og um tíma lögðu margir mikla áherslu að ganga sem hrað- ast á þessa takmörkuðu auðlind með kaupum á eyðslufrekum bif- reiðum. Líkja má olíulindum heims við risastóran bankareikning sem hefur aðeins tvo galla. A) Það er og verður aldrei lagt inn á hann. B) Bankareikningurinn hefur 0% vexti. Þetta þýðir að í hvert skipti sem við ræsum bensín- eða dísil- bifreið takmörkum við möguleika komandi kyn- slóða á að gera slíkt hið sama. Þetta er stóri vand- inn við endanlegar auð- lindir. Bætt nýtni Vera má að þjóðin standi nú á tímamótum hvað eldsneytisnotkun varðar. Merki um minni innflutn- ing má sjá í Orkuspá Orku- stofnunar en þar sést að innflutningur á bensíni og gas- olíu í samgöngum hefur minnk- að ár frá ári síðan 2007 og er nú tæplega 37 þúsund tonnum minni en þá. Vissulega spilar efnahags- lægðin mikið hlutverk en mögu- lega þarf innflutningur elds neytis ekki að aukast þegar hagkerfið rís að nýju. Í lok síðasta árs voru samþykktar á Alþingi breytingar á gjaldaumhverfi bifreiða sem hygla mjög eldsneytisnýtnum bifreiðum og munu án efa auka mjög hlut- fall slíkra bifreiða í fólksbílaflota landsmanna. Í raun voru þetta sjaldséðar skattalækkanir fyrir skynsama neytendur því álögur á eldsneytisnýtnar bifreiðar í flestum stærðarflokkum lækkuðu í kjölfar breytinganna. Hugmyndir um breytingu á gjaldaumhverfi bifreiða á ættir sínar að rekja til Orkustofnunar en þar var sú hugmynd mótuð að tengja gjöld við útblástur bifreiða en hann er í beinni fylgni við elds- neytiseyðslu. Mikilvægi þessara lagabreytinga er ekki síst fólgið í því að þannig er tryggt að hinar miklu og almennu framfarir bif- reiðaframleiðenda í smíði nýtnari bifreiða mun skila sér betur í minni eyðslu íslenska fólksbíla- flotans. Ætla má að eyðsla bifreiða geti batnað að jafnaði um 2-3 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þetta þýðir að þegar núverandi bílafloti landsmanna hefur verið endurnýj- aður eftir 10-15 ár þá muni hann nota 50-80 milljónum lítrum minna af eldsneyti til að keyra jafn- marga kílómetra og áður. Fylgj- ast má með áhrifum nýju laganna á vísitöluvakt Orkuseturs, sem birtir eyðslu- og útblástursgildi nýskráðra bifreiða í hverjum mán- uði. Meðaleyðslugildi nýskráðra bifreiða í september var t.d. aðeins 5,6 l/100 km. Á samgönguvef Orku- seturs geta neytendur einnig borið saman eldsneytiskostnað bifreiða. Það er nefnilega ákveðin hætta á því að óupplýstur neytandi velji bíl sem er örlítið ódýrari í inn- kaupum en sitji svo uppi með mun hærri olíureikning þegar upp er staðið. Í reiknivélunum er t.d. kynnt stærðin kr/km. sem er mik- ilvægasta rekstrartala bifreiðar. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Tveir ólíkir bílar geta komið á bensínstöð og keypt jafnmikið af eldsneyti á sama lítraverði en þegar dæmið er skoðað frekar kemur í ljós að annar bíllinn fékk mun fleiri kíló- metra í sinn hlut enda eldsneytis- nýtnari bifreið. Það eina sem menn eru sammála um? Við lestur skýrslu úttektar- nefndar um Orkuveitu Reykjavíkur er kom út í október sl. er staðfest öflugt viðbragð eigenda, starfsmanna, stjórn- enda og stjórnar OR við því mikla áfalli er varð í aðdraganda og við fall bankanna þann 6. októ- ber 2008. Undirritaður tók við stjórnarformennsku í lok ágúst 2008, og hafði því verið við störf í rúman mánuð er bankahrunið varð og þau efnahagslegu ósköp sem fylgdu í kjölfarið riðu yfir. Skýrslan staðfestir að svo til yfir nótt tvö- földuðust skuldir OR. Enginn lánardrottinn gjaldfelldi lán Til að mæta þeirri óvissu er blasti við OR og Íslandi öllu var farið markvisst í það að upplýsa lán- ardrottna OR um rekstrarhæfi félagsins. Árangurinn var sá að enginn lánardrottinn sá ástæðu til að gjaldfella lán sem veitt höfðu verið OR, heldur þvert á móti héldu erlendir bankar áfram að afgreiða lán til OR á árinu 2009. Stjórnin sem ég veitti formennsku stóð við allar áður gerðar skuldbindingar OR, þar á meðal byggingu nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem hófst á árinu 2009 og framleiðir virkj- unin nú 85 MV af raforku sem seld er Norðuráli. Starfsmönnum OR fækkaði um 10% vegna ráðn- ingarbanns sem sett var á haust- mánuðum 2008, ásamt því að starfsmenn tóku á sig launalækkun. Stjórn OR samþykkti 9,7% hækk- un á heitu vatni í september 2008. Deilur risu innan borgar stjórnar Reykjavíkur vegna þessarar hækk- unar og úr varð samkomulag hjá aðgerðarhópi borgarstjórnar í október 2008 um að engar gjald- skrárhækkanir yrðu hjá OR út kjörtímabilið. Í aðgerðar hópnum sátu Hanna Birna Krist- jánsdóttir, Óskar Bergs- son, Svandís Svavars dóttir og Dagur B. Eggertsson. Ákvörðunin um gjald- skrárfrystingu stóð til loka kjörtímabilsins. Í apríl 2010 er upplýst um hækkunarþörf á miðla OR á stjórnarfundi. Hækk- unarþörf félagsins var því ekki haldið leyndri í aðdraganda kosninga 2010. Umfjöllun um hækk- unarþörfina kom fram m.a. í fjöl- miðlum í aðdraganda kosninga. Við gerð þriggja ára fjárhagsáætlunar OR fyrir árin 2011-2013 var sýnt fram á hækkunarþörf félagsins sem átti að koma til framkvæmda á 2-3 árum. Lánardrottnar OR voru samþykkir þessari aðferð við að staðfesta og mæta hækkunarþörf á miðlum OR. Ástæðan fyrir því að dreifa þessum hækkunum var til að draga úr álögum á almenning og fyrirtæki og koma í veg fyrir töluverða hækkun á vísitölu, sem aftur kæmi til hækkunar á hús- næðislánum almennings. Núver- andi stjórn OR ákvað í október 2010 að mæta allri hækkunarþörf félagsins í einni aðgerð í stað þess að dreifa henni. Þarna er um mun á aðferðarfræði að ræða frekar en að verið sé að „bjarga Orkuveitunni“ með svo róttækum hækkunum. Engar nýjar skuldbindingar Í lok árs 2009 vann Reykjavíkur- borg úttekt á lausafjárþörf OR í nánu samráði við stjórnendur OR. Það var ljóst frá hruni að árin 2011 og sérstaklega 2013 yrðu OR erfitt vegna mikilla afborgana. Niður staðan var að Reykjavíkur- borg tæki frá allt að 12 milljarða af fé Reykjavíkurborgar til að eiga upp á að hlaupa fengist ekki lán eða breytingar á gjalddögum OR. Landsvirkjun fékk 25 milljarða yfirdráttarlán hjá SÍ, vegna mögu- legs lausafjárvanda. Skýrsla úttektarnefndar stað- festir að eftir hrunið voru ekki samþykktar neinar nýjar skuld- bindingar á félagið. Farið var í miklar aðhaldsaðgerðir í rekstri sem skiluðu sér í lækkun rekstrar- kostnaðar um rúman 1 milljarð. Allar kennitölur í rekstri voru bætt- ar verulega á árinu 2010 og voru í samræmi við fjárhags áætlun sam- þykkta á árinu 2009. Eigið fé OR styrktist, handbært fé frá rekstri jókst, langtímaskuldir lækkuðu, hagnaður var um 13,7 milljarðar 2010. Eignir OR voru rúmir 286 milljarðar. Það var því rangt að segja að OR væri komið á haus- inn, eins og núverandi borgar stjóri lýsti ástandinu, heldur var búið að leggja grunn og byrjað að vinna að viðsnúningi í rekstri OR. Vandi OR var fyrst og fremst lausafjárvandi sem mætt var með láni frá eiganda og hækkun á gjaldskrám. Gjald- skrárhækkanir gera það verkum að á árinu 2013 er gert ráð fyrir 20 milljörðum í handbæru fé frá rekstri og að skuldir verði um 200 milljarðar. Það tekur því um 10 ár að greiða upp allar skuldir. Það er því ljóst að OR stóð af sér hrunið. Mestöll verðmæti hlutabréfa í Kaup- höllinni hurfu í október 2008. Eig- endur þeirra fá ekkert til baka. Eig- endur OR munu fá allt sitt til baka og munu áfram njóta kalda- og heitavatnsins, rafmagns, fráveitu og gagnaveitu. Úttektarskýrslan staðfestir að öflugt viðbragð við hruni lagði grunninn að vörninni um Orkuveitu Reykjavíkur. Úttektarskýrsla staðfestir öflugt viðbragð við hruni Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skóla- barna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borð- uðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nær- ast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfs- fólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opin- berar ráðleggingar. Embætti land- læknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsu- eflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfs- fólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringar- málum og ber stýrihópur verk- efnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamál- tíða. Það er hlutverk skólastjórn- enda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglu- gerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegis verður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skóla- starfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstak- lega að fjölbreyttu fæðuvali, fisk- máltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum • Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. • Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. • Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æski- legt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nögg- um. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgar- hryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel salt- magn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. • Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegis- mat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegis- hressingu. Einnig er tilval- ið að bjóða upp á ávexti eftir hádegis verðinn. • Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. • Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofn- steikja frekar en pönnu steikja. • Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 Ráðleggingar um hádegisverð í skólum MATARÆÐI Elva Gísladóttir Hólmfríður Þorgeirsdóttir næringarfræðingar hjá Embætti landlæknis ➜ Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. ORKUMÁL Guðlaugur G. Sverrisson fv. stjórnar formaður OR ORKUMÁL Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri hjá Orkusetri ➜ Það er mikið hags- munamál fyrir þjóðina að draga úr innfl utningi á jarðefnaeldsneyti ef hægt er með hagkvæmum hætti. ➜ Vandi OR var fyrst og fremst lausafjárvandi sem mætt var með láni frá eig anda og hækkun á gjaldskrám.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.