Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.11.2012, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 23. NÓVEMBER 2012 FULLT NAFN: Sólveig Eiríksdóttir MAKI? Elías Guðmundsson ALDUR? 52 ára BÖRN? Tvær dætur: Hildur og Júlía + ein fósturdóttir, Aþena BARNABÖRN? Einn ömmustrákur, Ágúst UPPÁHALDS: MATUR? Kelpnúðlur með heimagerðu kryddjurtapestói DRYKKUR? Grænn djús HREYFING? Jóga DEKUR? Nudd VEITINGASTAÐUR ERLENDIS? Café Gratitude VEFSÍÐA? http://kriscarr.com/ TÍMARIT? Alt for damerne Það er óhætt að segja að Solla græna, eins og við þekkjum hana flest, standi undir nafni enda búin að kenna okkur Íslendingum að borða græna, holla og hamingju- ríka fæðu undanfarin ár með því að elda ofan í landann á farsælum veitingastöðum sínum, deila fróð- leik, upplýsingum og uppskriftum. Lífið hitti Sólveigu Eiríksdóttur, eig- anda Gló og matargúrú, og ræddi um hollustuna, ástríðuna, aldurs- muninn í sambandinu og umfram allt glæsilega eftirréttabók sem hún var að gefa út. Til hamingju með fallegu eftir- réttabókina þína – ég veit þú ert afar stolt enda er hún einstak- lega vel heppnuð. Er þessi bók fyrir alla eða bara þá sem hafa tileinkað sér hráfæðismatargerð? Þessi bók er fyrir alla. Í henni leit- ast ég við að kenna fólki að mat- reiða einfalda, fljótlega og bragð- góða eftirrétti með hráfæðismat- reiðsluaðferðinni. Hér hef ég valið uppskriftir sem hafa fengið góðar móttökur hjá bæði gourmet kjö- tætum og hráfæðisspírum. Mig langar til að sjá að árið 2013 verði árið þar sem ákveðið er að hverjum einasta skóla og leikskóla verði gert kleift að elda allan mat úr góðu hráefni alveg frá grunni. BLESSUÐ AÐ FÁ AÐ BERA BOÐSKAPINN Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna. Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara. Samkeppnin er öllum opin. Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Sögur skal senda á netfangið jolasaga@frettabladid.is. Skilafrestur er til 5. desember. Fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjaldtölvur af gerðinni United. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Jólasagan þín Þú hefur vægast sagt verið far- sæl í þínu fagi – hvenær hófst þetta ævintýri allt saman og áhugi þinn á hollri fæðu? Ég er svo heppin að alast upp hjá foreldrum sem lögðu mikla áherslu á að gefa okkur hollan og góðan mat. Þau notuðu gott hráefni og höfðu salat með hverri máltíð svo ég vandist frá upphafi á að borða mikið grænmeti. Ég flutti ung til út- landa og gerðist grænmetis æta 19 ára samkvæmt ráðleggingum nátt- úrulæknis út af miklu matarofnæmi. Ég lærði aldrei að elda „venjuleg- an eða hefð bundinn“ mat, heldur lærði ég að sjóða baunir og búa til mitt eigið tófú á meðan vinkonur mínar á Íslandi voru að steikja kjöt- fars, sjóða bjúgu og læra að búa til uppstúf. Ég hef alltaf haft mikla sköpunarþörf sem ég fékk útrás fyrir í eldhúsinu. Nú er líklega óhætt að segja að þú hafir verið aðeins á undan þínum samtíma, hvað telur þú þig eiga mikinn þátt í breyttu matarræði Íslendinga og þanka- gangi þeirra? Sko, amma Solla var á undan sínum samtíma þegar hún borð- aði hráfæði í Kaupmannahöfn 1916 og foreldrar mínir voru á undan sínum samtíma með því að rækta lífrænt grænmeti og ala okkur upp á hollum og góðum mat. Ég er innblásin af þeim og erfði þeirra ástríðu og trú á heilbrigt og gott mataræði sem er búið til úr hráefni sem er ræktað í sátt við náttúruna. Ég hef verið blessuð að fá að bera þennan boðskap áfram. Finnst þér þú hafa náð til settum árangri í þeim efnum eða á þjóðin enn langt í land? Mér finnst fólk almennt orðið mjög meðvitað um að tengja saman gott mataræði og reglubundna hreyf- ingu sem gefur okkur heilbrigði. Og við erum að mörgu leyti mjög framarlega með gott aðgengi að góðu hráefni og frábærum veit- ingastöðum. Við Íslendingar eigum mjög mikið af frábæru fólki, flottum fyrirmyndum sem eru hvetjandi og duglegar við að stuðla að auknu heilbrigði þjóðarinnar. Börnin okkar og fæðan þeirra, ertu sátt við matinn sem skóla- kerfið býður upp á? Mér finnst mataræði barna mjög mikilvægt og að þau fái sem bestan grunn strax frá byrjun. Það eru til bæði leikskólar og skólar sem sýna okkur að það er hægt að elda góðan mat frá grunni úr góðu hráefni, eins og Hjalla stefnan, Waldorf-skólarnir og fleiri. Ég veit að þetta er hægt. Ég veit líka að starfsfólkið í leikskóla og skóla- mötuneytum er allt af vilja gert. Það þarf að breyta stefnu yfir valda. Mig langar til að sjá að árið 2013 verði árið þar sem ákveðið er að hverjum einasta skóla og leikskóla verði gert kleift að elda allan mat úr góðu hráefni alveg frá grunni. Hvað getum við gert til að bæta okkur enn frekar? Verið góðar fyrirmyndir og byrjað heima hjá okkur. Eins og Gandhi sagði svo réttilega: Be the change. Gló hefur slegið rækilega í gegn, hver er galdurinn? Það var mjög gott að taka nokkurra ára hlé frá veitingarekstri og vera heima í eldhúsi að gera tilraunir og búa til alveg endalaust af nýjum uppskriftum. Þó svo að ég hafi ekki ætlað mér aftur út í veitinga rekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.